Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 88
86 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
nýbreytninni. Aðrir helstu hvatar voru að nýta betur land og auðlindir ásamt því að
nýta betur mannvirki og hlúa að náttúrunni.
Við greiningu á hvötum eftir ijarlægð frá þéttbýli (skipt í fjóra flokka frá minna en 10
km og til yfír 30 km fjarlægð frá næsta þéttbýli) reyndist hæst hlutfall bænda nálægt
þéttbýli (42%) nefna sem hvata að nýbreytni að draga úr vinnuálagi og betri nýtingu
mannvirkja. Meðal þeirra sem bjuggu meira en 30 km frá þéttbýli, var sá hvati að gera
menningu byggðalagsins sýnilegri hlutfallslega sterkastur (62% merktu við þann
valkost).
Bændur á íslandi virðast hafa ræktað með sér trú á mátt einstaklingsins til framfara, ef
marka má niðurstöður úr könnuninni um hvaða aðilar eiga mestan þátt í framgangi
nýbreytni. Þannig töldu 66% svarenda að einstakir bændur ættu mestan þátt í
framgangi nýbreytni í þeirra sveit á meðan að einungis 8% töldu t.d
búgreinafélög/landssamtök eiga þátt í því.
Nokkuð hefur verið rætt um hvaða þátta ber að líta til þegar spá á fyrir um hvaða
starfsemi gæti gengið upp á hverju býli. Bent hefur verið á mikilvægi þess að greina
vel þætti sem tengjast staðsetningu (staðbundnum sérkennum, fjarlægð frá markaði
o.fl.), stærð og gerð býla. Varað er við einni lausn fyrir alla (Van der Ploeg, Laurent,
Blondeau & Bonnafous 2009). Enn sem komið er hefur ekki verið unnið úr nema
hluta könnunarinnar. Ekki hafa verið gerð próf sem bera saman mismunandi gerðir
býla, en helstu vísbendingar er varða landfræðilega staðsetningu býlis og ijarlægð við
næsta þéttbýli gefa til kynna að því fjær markaði sem býlin eru því afdráttarlausari sé
afstaðan til þess að bændur hafi ekki jafnan möguleika á styrkjum til að koma á fót
nýrri starfsemi. Þessa afstöðu væri áhugavert að setja í samhengi við gerð býla og
ráðandi búgreinar eftir staðsetningu gagnvart markaði.
í könnuninni var nýbreytni skilgreind vítt, sem ný ræktun, mikið breyttar aðferðir við
framleiðslu t.d ný tækni (önnur en heyskapur), úrvinnsla, sala og þjónustustarfsemi.
Nær helmingur svarenda í könnuninni sagðist hafa tekið upp einhverja nýbreytni í
sinni búskapartíð, hlutfallslega fæstir (36%) á býlum í 21-30 km fjarlægð frá þéttbýli,
en 53% svarenda á býlum sem voru styttra en 21 km frá þéttbýli svöruðu jákvætt.
Helstu svið þar sem nýbreytni hafði verið reynd voru á sviði mjaltatækni, gjafatækni,
ferðaþjónustu, skógræktar og komræktar, fram komu um 20 tegundir nýbreytni, sem
bændur höfðu ráðist í, allt frá raforkuöflun og landgræðslu til þjónustugreina. Vegna
hinnar víðu skilgreiningar á nýbreytni var sá stóri hluti kúabænda sem nýlega hefúr
tekið upp mjaltaþjóna nokkuð áberandi meðal svarenda í þeim hópi og endurspeglar
áherslur í þeirri búgrein um þessar mundir. Almennt er yfirgnæfandi hluti bænda
sammála um að nýbreytni hafí bætt lífskjör þeirra (73%) og að hún hafi aukið ánægju
í starfi (84%).
Mikill meirihluti bænda var ekki með áform um nýbreytni næstu árin og var það
algengara viðhorf meðal þeirra sem búa fjærst þéttbýli. Þegar niðurstöður em bomar
saman við hversu hátt hlutfall hefur reynt fyrir sér með nýbreytni er augljóst að
einhverjar ytri aðstæður hafa áhrif. Spuming er hvort þær tengist samsetningu eða
gerð býla, óhagstæðu efnahagsumhverfi eða hugsanlega því að menn veigri sér við að
ráðast í nýjungar þegar aldurinn færist yfir og óvissa ríkir um framtíð búskapar á
býlinu. Nýliðun er lítil og er það bændum áhyggjuefni samkvæmt könnuninni, en
meðalaldur svarenda í henni var 46 ár. Er það í samræmi við niðurstöður annarra
rannsókna, sem sýna að eldri bændur em ekki eins líklegir til að fjölþætta starfsemi á