Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 181
MÁLSTOFA E - VATNAVISTFRÆÐI | 179
2, tafla. Aðhvarf hlutfalls endurtekingar hrygningar (y) við tíma (x).
Vatnsfall Aðhvarfsjafna R2 (%) P-gildi fyrir x breytu
Þjórsá y = -12x + 243,11 2,000 0,580
Stóra-Laxá y = 0,012x- 14,118 0,007 0,974
Sogið y = -0,3342x +647,08 9,000 0,214
Botnsá y = -0,263x +530,65 8,000 0,267
Norðurá y = 0,0179x-32,827 0,000 0,858
Flekkudalsá y = 0,2426x-478,76 9,000 0,229
Laxá í Aðaldal y = -0,6149x+1231,9 33,000 0,013
Miðfjarðará y = -0,3707x + 744,68 33,000 0,052
Ekki reyndist marktækur munur (p = 0,717) á hlutfalli (miðgildi) endurtekinnar
hrygningar út frá berggrunni (móbergssvæði vs. blágrýtissvæði) en hins vegar kom
fram marktækur munur (p = 0,049) þegar ánum var skipt eftir landshlutum (suður og
vestur vs. norður og austur).
Meðalhlutfall hrygna á meðal fiska sem voru að koma í annað skipti til hrygningar á
rannsóknartímabilinu var frá 45,1% (Stóra-Laxá) upp í 98,9% (Þjórsá) á meðan
meðalhlutfall hænga var á bilinu 1,1% (Þjórsá) og 54,9% (Stóra-Laxá). Þegar tekið
var fyrir hvert vatnsfall fyrir sig (4. mynd og tafla 3.) voru marktækt fleiri hrygnur í
Þjórsá (p = 0,001), Sogi (p = 0,032), Botnsá (p = 0,015), Norðurá (p = 0,001) og
Flekkudalsá (p = 0,001) en ekki í Stóru-Laxá (p = 0,452), Laxá í Aðaldal (p = 0,631)
og Miðfjarðará (p = 0,789).
4. mynd. Hrygnur meðal endurkomulaxa í einstökum rannsóknarám frá 1989-2006.