Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 466
464 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Prótein og nítur í blöndu af túnvingli og hvítsmára og í túnvingli í hreinrækt.
Prótein í uppskeru af tilraunreitum var mælt í þriggja ára gamalli ræktun í
Gunnarsholti 1993. Ekki var borið á í þrjú ár 1991-1993. Tilraunin var á spildu af
gömlu túni, sem var endurunnið og sáð í reitina 1990 og þá bomir á ríflegir skammtar
af fosfór og kalí.
Túnvingull var ríkjandi í grassverðinum í blöndunni eins og í tilrauninni á Korpu og
því var prótein í blöndunni nær því sem var í túnvingli en í hvítsmára, 2. tafla. í
túnvingli var að meðaltali greinilega hærra próteinhlutfall í sambýli við hvítsmárann
en í hreinrækt. I Korputilrauninni er munurinn á sama veg þótt minni sé
2. tafla. Prótein % í þurrefni í hvítsmára og túnvingli í hreinrækt og blöndu
Sláttutími Hreinrækt Blanda
Túnvingull Túnvingull Hvítsmári Túnvingull og hvítsmári
Meðaltal ± staðalskekkja
l.sl. 29.06.1993 9,0 ±0,1 10,0 ±0,6 23,4 ± 1 ,2 10,9 ±0,4
2. sl. 24.09.1993 9,1 ±0,4 11,2 ±0,7 19,3 ±0,9 12,9 ± 1,2
3. tafla. N í uppskeru kg/ha.
Sláttur Hreinrækt Blanda
Túnvingull Túnvingull Hvítsmári Túnvingull og hvítsmári
1. sl. 29.06.1993 41,8 ± 1,7 49,8 ± 4,3 8,5 ±2,7 58,2 ±5,1
2. sl. 24.09.1993 16,1 ± 1,3 25,6 ± 6,4 14,9 ±5,3 40,5 ± 8,3
Alls 57,9 ± 2,2 75,3 ± 7,7 23,4 ± 5,9 98,7 ±9,7
í blöndu af hvítsmára og túnvingli er samanlagt í tveimur sláttum 41 kg/ha meira N en
í túnvingli og af því er nálægt helmingur vegna aukins N í túnvinglinum, 3 tafla
I seinni slætti er nítur í uppskeru túnvinguls í blöndu um það bil helmingi minna en í
fyrri slætti en N í uppskeru smárans hefur aukist um % milli slátta. Smárinn nýtur sín
mun betur í samkeppni við túnvingulinn eftir fyrri slátt en framan af sumri.