Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 329
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR I 327
Ljóst er því að hluta aukinna vanhalda á þessu árabili má skýra með auknu hlutfalli
gemlingslamba og verulega slakari höldum hjá þeim lömbum.
Áhrif af burði lambsins
Það er mjög vel þekkt úr fjölda rannsókna að hvort lambið fæðist sem einlembingur,
tvílembingur eða marglembingur er þáttur sem hefur veruleg áhrif á lífslíkur þess
(Hallfríður Ólafsdóttir, 2004). Áhrif þessa þáttar voru skoðuð í þessum gögnum. Hér
voru 13,7% lambanna einlembingar, 75,7% tvílembingar og 10,6% marglembingar. í
gagnasafninu eru hins vegar um 76% fleiri fleirlembingar síðasta árið en það fyrsta á
sama tíma og fjölgun einlembinganna er aðeins 17% og tvílembinganna 28%.
Áhrif þessa þáttar eru mikil. Nytjahlutfallið er þannig 90,3% hjá einlembingunum,
93,1% hjá tvílembingunum og 86,5% hjá marglembingunum. Hjá marglemingunum
eru sérstaklega áberandi hve hlutfall dauðfæddra lamba er miklu hærra en hjá öðrum
lambahópum (6,7%). Einnig er áhugavert að sjá mun á milli einlembinga og
tvílembinga þar sem er hverfandi munur á hlutfalli dauðfæddra lamba en verulegur
fyrir lömb sem drepast við burð. 2,5% einlembinganna hljóta þau örlög á sama tíma
og hlutfallið er aðeins 0,7% hjá tvílembingunum og 1,2% hjá fleirlembingunum. Þessi
áhrif skýrast að verulegum hluta af háu hlutfalli gemlingslamba og miklum
fæðingarþunga margra einlembinga sem eru verulegir áhættuþættir vegna
burðarvandræða (Jóhannes Ríkharðsson, 1991). Þessar niðurstöður eru í ágætu
samræmi við eldri rannsóknir hér á landi þegar tekið er tillit til lítilla lambahópa í
sumum flokkum þar (Stefán Aðalsteinsson og félagar, 1971; Jón Viðar Jónmundsson,
1975).
Þau áhrif, sem hér er fjallað um, af kyni lambsins og burði þess á vanhöld, eru vel
þekkt úr eldri rannsóknum og eins og þar kemur ffam skýrast að talsverðum hluta af
samspili næringarástands móður og þessara þátta sem síðan hafa mikil áhrif á
fæðingarþunga lambsins (Bradford, 1972; Smith, 1977).
Ljóst er að þær breytingar sem orðið hafa í frjósemi ánna á því árabili sem um ræðir
skýra talsvert mikið af þeim breytingum sem greina má í vanhöldum lambanna vegna
áhrifa af burði lambsins á vanhöld.
Kyn lambsins
Það er þekkt úr eldri rannsóknum að munur er á vanhöldum hjá hrútum og gimbrum
(Hallffíður Ólafsdóttir 2004). Þessi áhrif voru skoðuð í þessum gögnum.
í gögnunum voru um 1,1% lambanna sem ekki höfðu skráð kyn, en þetta voru nær allt
lömb sem annað tveggja voru fædd dauð eða höfðu drepist í fæðingu. Þannig var um
þriðjungur dauðfæddu lambanna með óskráð kyn. Kynhlutfall lambanna var 49,64% í
þessum gögnum og mjög stöðugt á milli ára. Þetta er nokkru lægra en Jón Viðar
Jónmundsson (1975) fann í um þriggja áratuga eldri gögnum en getur skýrst af meiri
frjósemi nú en þá ef áhrif frjósemi á kynhlutfallið eru lík því sem hann benti á þá.
Kynhlutfall sauðfjár er að öllum líkindum jafnt við frjóvgun hjá sauðfé en vanhöld
fósturs og lamba skýra þann mun sem síðar verður.
Betri lifun gimbranna en hrútanna kemur skýrt fram í þessum gögnum. Nytjahlutfall
gimbranna er 93,74% en hrútanna 92,24%. Allir vanhaldaþættirnir eru hærri hjá
hrútum en hjá gimbrum en mestu munar á hlutfalli dauðfæddra lamba eða 0,52