Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 144
142 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Engar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á hesthúsum og hvers konar hýsing
henta íslenska hestinum best. McGreecy (2005) benti á að rannsóknir á stíustærðum
hafa verið mjög takmarkaðar og ráðlagðar stærðir á stíum fyrir hross misjafnar á milli
landa. Þannig eru stærðir á einstaklingsstíum u.þ.b. 8 nr í Þýskalandi, Svíþjóð og
Danmörku, en 9 m2 í Kanada og Skotlandi. Fjölhestastíur lúta svo öðrum reglum og í
Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku er ráðlagðar stærðir á fjölhestastíum frá 12,5 m2 og
upp í 15 m2 á hvert hross (Sondergaard et al., 2002). Ráðleggingar um stærð
legusvæða í lausagönguhúsum er frá 5,5 m2 til 7,0 m2 (Fader & Sambraus 2004).
Islenskar leiðbeiningar eru af skornum skammti en lágmarksstærðir samkvæmt
reglugerð 160/2006 eru 4 m2 á hvert hross fjögurra vetra og eldra, burtséð frá fjölda í
stíu.
I rannsókn á lausagöngu hesthúsum, fúndu Fader & Sambraus (2004) að tími í
uppréttri legu jókst í samræmi með flatarmáli legusvæðis. Samhengið reyndist vera
öfugt farið þegar litið var á flata legu, þó svo að það hafi ekki verið marktækt. Sama
rannsókn sýndi að við lausagönguna var það alltaf eitthvert af lægstu settu hrossunum
á hverju býli sem aldrei náði að leggjast og þessi hross urðu örmagna. Af þeim 87
hrossum sem fylgst var með voru það 10 sem aldrei náðu að leggjast í flata legu.
Truflanir á legu voru í 46% tilfella og voru truflaðar legulotur marktækt styttri en þær
sem voru ótruflaðar. Þessar truflanir bitnuðu helst á lægra settu hrossunum í hverju
húsi. Rannsókn Glade (1984) sýndu svipaðar niðurstöður þar sem lega var tíðari og
flöt lega var meiri í einstaklingsstíum samanborið við hópstíur með sex hrossum af
sömu stærð. I sömu rannsókn gerist það aldrei að allir lágu samtímis, þar sem hrossin
skiptust á að standa vaktina og hrossið sem var standandi lagðist ekki fyrr en fímm
mínútum eftir að annar hafði staðið upp. Þetta hegðunarmynstur var ekki tengt
virðingarröð.
Fóðrunaratferli. Hjá hrossum við náttúrulegar aðstæður fer að jafnaði meiri hluti
tímans í fóðurtengt atferli eða beit. Tími á beit fer eftir gæðum landsins þar sem
hrossin ganga og hafa rannsóknir sýnt að þessi tími er allt frá 50% og upp í 80% af
sólarhringnum, með stysta tímann fyrri hluta sumars (Boyd et al. 1988; Anna Guðrún
Þórhallsdóttir o.fl. 2001). Hross verja sitt fæðugrunnlag og árásargimi þeirra í milli
má oft rekja til þess að verið er að verja tiltekið fæðugrunnlag (Furst et al., 2006;
Heitor et al., 2006a; Keiper, 1988; Weeks et al., 2000). Þetta atferlismynstur hefur
einnig verið notað til þess að fínna út virðingarraðir í atferlisrannsóknum (Lehmann et
al. 2006).
Reglugerð 160/2006, um heilbrigði og aðbúnað hrossa, kveður á um að hross skulu að
lágmarki hafa aðgang að fóðri tvisvar á sólarhring. Samkvæmt erlendum rannsóknum
eykst tíðni húskækja þegar hrossum er ekki gefíð nægjanlegt magn gróffóðurs
(McGreevy et al. 1995). Með því að fjölga gjöfum og breyta staðsetningu fóðursins
innan stíunar, án þess að breyta magni fóðurs, er hægt að auka velferð hrossanna, þar
sem það líkir betur eftir náttúrulegu atferli (Ninomiya et al., 2004).
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli gremju hrossa og fóðurtengdra
hvata. Þessar rannsóknir sýna að söxun á heyi og óstöðuleiki í gjafatíma getur aukið
tíðni húslesta (Ninomiya et al., 2004). Þá hefur því verið haldið fram að aukin tíðni
húskækja í kringum gjafir sé líklega tengt eftirvæntingunni fyrir fóðri (Youket et al.,
1985; Cooper et al., 2005).
Markmið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif stíustærðar á legu og
samskipti hrossa ásamt því að kanna áhrif félagsskapar með því að bera saman atferli
hrossa í einstaklings og parstíum.