Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 373
VEGGSPJÖLD | 371
samfelldum rekstri á tímabilinu 1998-2005. Unnið var með kjötmatseinkunnir á
tölulegum skala (2 - 14) á sama hátt og gert er í kynbótauppgjöri (Jón Viðar
Jónmundsson, 2000b) Gagnasafnið innihélt upplýsingar um 264.668 lömb. Notað var
línulegt líkan fyrir ójafnan fjölda (REML) í tölfræðiforritinu GenStat Release 7.1 (©
Lawes Agricultural Trust, Rothamsted Experimental Station, 2003). Einnig var gerð
línuleg aðhvarfsgreining fyrir ójaíhan tjölda (GLM) til að hægt væri að reikna
skýringarhlutfall fyrir breytiþættina. Lagt var upp með grunnlíkan sem innihélt
breytiþættina árgang (ár, i= 1998-2005), bæ (bær, j=l-57), fallþunga ( b(xijklmn -x), x=
fallþungi), kyn (kyn, k=l,2), aldur ær (aldur, m=l, 2, 3) og gekk undir (gu, 1=1, 2, 3)
(líkan 1). Öll möguleg tveggja þátta samspilsáhrif, 15 talsins, voru könnuð með því að
bæta þeim við grunnlíkanið einu í einu. Annarrar gráðu áhrif fallþunga voru skoðuð
með sama hætti og samspilsáhrifm. Eftir að allir breytiþættir höfðu verið kannaðir var
ákveðið að meginlíkanið skyldi innifela alla grunnþættina auk samspils milli árgangs
og kyns (líkan 2).
Notuð voru eftirfarandi líkön:
yijUmn = ári + bœrj + b(XJUn,n ~X)+ ^k + gltI + aldltVm + ^ Jklmn (Hkan , )
yjkimn = ar, + bœ+j + b(x,jkimn ~x) + + (ar * bœr)„ + aUhirm + gu, + eJkhm (Iíkan 2)
þar sem(árxbœr) merkir samspil milli árgangs og bæjar og ejjkimn er tilviljanakennd
skekkja.
Við mat á þróun kjötmatsniðurstaðna yfir tíma var gagnasafninu skipt upp í gögn frá
hverjum landshluta fyrir sig líkt og sýnt er í I. töflu.
1. tafla. Skipting gagna eftir landshlutum.
Gögn Fjöldi bæja Fjöldi færslna
Vesturland 11 60.793
Vestfirðir 11 38.992
Norðurland vestra 9 36.490
Norðurland eystra 14 70.919
Austurland 8 40.894
Suðurland 4 16.580
Heildargögn 57 264.668
Niðurstöður og umræður
Allir þættir sem prófaðir voru höfðu marktæk áhrif (p<0,001) á holdfyllingar- og
fituflokkun lamba en áhrif þáttanna voru hins vegar mismikil. Líkan 2 gaf minnstu
dreifni skekkju bæði íyrir holdfyllingu og fitu. Niðurstöður aðhvarfsgreininga
samkvæmt líkani 2 eru sýndar í 2. og 3. töflu, þar sem fram kemur hlutfall breytileika
í gögnunum sem hver þáttur líkansins skýrir.
Árgangur, bær, fallþungi og samspil milli árgangs og bús skýrðu stærstan hluta
breytileikans en kyn skýrir einnig allmikið hvað varðar fítumat. Aðrir prófaðir þættir
höfðu sáralítil áhrif. Áhrif bús og árs reyndust töluverð og er breytileiki vegna þessara
þátta vel þekktur enda er nær alltaf tekið tillit til hans við útreikninga á erfðastuðlum
varðandi kjöteiginleika lamba (Simm, 2000).