Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 409
VEGGSPJÖLD
407
Félagshegðun hrossa í hópum með stóðhestum
Sandra M. Granquist (rannsoknir@selasetur.is) *,
Hrefna Sigurjónsdóttir* og Anna G. Þórhallsdóttir**
* Háskóli íslands, Reykjavík. **Landbúnaðarháskóli Islands, Hvanneyri.
Ágrip
Samanburður á félagshegðun hrossa í hópum án stóðhesta á Islandi við félagshegðun
hrossa í hópum með stóðhesti erlendis benda til þess að stóðhestur geti haft bælandi
áhríf á samskipti milli hrossa (Sigurjónsdóttir o.Jl., 2003). Sex hópar, þar sem
íslenskir stóðhestar gengu með hryssum og afkvæmum, voru rannsakaðir til að kanna
nánar áhrif stóðhesta á samskipin. Áhríf stóðhesta á samskipti hrossanna í hverju
stóði voru skráð í alls 525 klukkustundir, ásamt öðrum þáttum sem geta haft áhrif á
samskiptin. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stóðhestamir trufluðu sjaldan
samskiptin á milli einstaklinga í hópunum. Sú staðreynd að hrossin mynduðu fremur
fá náin vinatengsl í rannsóknahópunum borið saman við sambærilega hópa án
stóðhesta hérlendis og að virðingarraðir vora litið áberandi styður þó þá tilgátu að
stóðhestamir hafi hamlandi áhríf á samskipti í sínum hóp.
Marktækur munur í tíðni jákvæðra og neikvæðra samskipta fannst á milli hópa, sem
rekja má til munar á hópasamsetningu með tilliti til aldurs, kunnugleika og skyldleika
hrossa, ásamt stöðuleika hópsins. Niðurstöðumar sýndu að tryppin kljáðust meira en
fullorðnu hryssumar, þau trufluðu hegðun annarra meira og þau áttu fleiri vini.
Kunnugleiki var sá þáttur sem réði mestu um hvaða hross mynduðu tengsl sín á milli
þegar hross voru sett saman í tímabundna hópa, en skyldleiki skipti líka máli.
Stöðugleiki hóps hafði áhríf á árásargimi, þar sem meiri árásargimi fannst í óstöðugu
hópunum miðað við þá stöðugu. Fjöldi vina var líka marktækt minnstur í öðrum
óstöðuga hópnum.
Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa hagnýtt gildi fyrir hrossaræktendur og geta haft
gildi fyrir framtíðarrannsóknir á félagshegðun spendýra.
Inngangur
Villt hross lifa saman í hjörðum, sem skiptast annars vegar upp í ijölskylduhópa sem
samanstanda offast nær af einum stóðhesti, hryssum hans ásamt afkvæmum þeirra, en
hinsvegar mynda ungir graðhestar saman piparsveinahópa (Berger, 1986; Waring,
2003; Anna G. Þórhallsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir, 2006). Hross í haldi lifa þó
nærri því eingöngu í hópum án stóðhesta. Á Islandi hafa rannsóknir á félagshegðun
hrossa staðið yfir í rúm 10 ár, en þar til núna hafa eingöngu hópar án stóðhesta verið
rannsakaðir (Sigurjónsdóttir o.fl., 2003; Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G.
Þórhallsdóttir, 2006). Til þess að geta sagt til um hvort náttúruleg félagshegðun hesta
sé frábrugðin félagshegðun hjá hestum sem lifa í þeim gerðum hópa sem tíðkast
meðal hrosseiganda, var ákveðið að skoða félagshegðun íslenskra hesta í hópum með
stóðhestum (Sandra M. Granquist, 2008).
í rannsókn Feist og McCullough (1976) á villtum hjörðum kom í ljós að stóðhestamir
virðast hafa áhrif á samskipti annarra innan hópsins, ýmist beint með því að trufla
samskipti annara eða óbeint með viðvera sinni. Mikilvægt er fyrir stóðhesta að halda