Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 485
VEGGSPJÖLD | 483
1 .mynd. Samband glæðitaps og heildar kolefnis jarðvegs í tilraunareitunum sjö.
Niðurstöður og umræður
Sterkt, hámarktækt (p < 0,001) línulegt samand reyndist milli glæðitaps og
kolefnishlutfalls í jarðvegi allra sjö sýnasafnanna. Glæðitap skýrði 94% til 98% af
breytileika í heildra kolefni (l.mynd) og skýringahlutfallið hækkaði eftir því sem
meiri breytileiki var í kolefnismagni sýnanna (2. tafla). Lægst var skýringarhlutfallið í
tilraunum 1-49 og 147-64 en mælingarnar raðast samt mjög nálægt aðhvarfslínunni og
því er staðalfrávik lægst í þeim tilraunum.
2. tafla. Hallatala, Skurðpunktur og staðafrávik aðhvarfsjöfnu hverrar tilraunar auk
95% öryggisbils.
Tilraun Hallatala 95% Öryggisbil Skurðpunktur 95% Öryggisbil Staðalfráv.
10-45 0,568 0,553 0,583 -2,639 -2,969 -2,310 0,545
1-49 0,515 0,480 0,550 -1,693 -2,433 -0,952 0,502
147-64 0,519 0,493 0,545 -1,308 -1,828 -0,789 0,402
19-58 0,485 0,457 0,513 -0,371 -1,073 0,332 1,462
3-59 0,495 0,476 0,514 -0,522 -0,937 -0,107 1,340
11-59 0,515 0,498 0,533 -0,617 -0,961 -0,273 1,051
5-45 0,544 0,527 0,561 -3,164 -3,594 -2,734 0,698
Hallatölur og skurðpunktar jafnanna fyrir allar tilraunirnar eru nokkuð sambærilegar
og milli tilrauna í takt við erlendar niðurstöður (Konen, 2002, De Vos, 2006). Helst
eru það tilraunir 10-45 og 5-45 sem skera sig úr, með nokkuð hærri hallatölu og lægri
skurðpunkti við y-ás en jöfnur hinna tilraunanna (2. Tafla). Þær tilraunir eiga það
sameiginlegt að nokkrir tilraunaliðir fengu afar sýrandi áburð sem leiddi til þess að
lífrænt efni safnaðist fyrir í efsta jarðvegslaginu.
Ekki er hægt að greina ástæður breytileikans milli aðhvarfsjafnanna út frá þeim
upplýsingum sem liggja fyrir (1. tafla). Sérstaklega kemur á óvart hversu mikill
breytileikinn er á milli tilraunanna á Sámstöðum sé litið til þess tilraunirnar liggja
nærri hver annarri og aðstæður ættu því að vera mjög líkar.
Við glæðitap brennur lífrænt efni jarðvegsins og að auki gufar fastbundið (e.
structural) vatn upp. Eftir því sem leirmagn jarðvegs er meira því meira bindur hann
af föstu vatni. Því eykst skekkja í nálgun glæðitaps á kolefni jarðvegs með auknu
hlutfalli leirs. Þar af leiðandi er glæðitap nákvæmari mæling á kolefni í ungum
sendnum jarðvegi en þroskaðari og leirríkari jarðvegi (Rowell, 1994). Samkvæmt því
ætti glæðitap að henta betur sem nálgun á kolefnismagn í jarðvegi á Geitasandi.
Hugsanlega gæti mismunandi magn leirs í jarðvegi útskýrt breytileika á milli
tilraunanna á Sámsstöðum og hversu hallatalan er há á Akureyri
Til þess gera almennar spájöfnur væri eðlilegt að gera sameignlega aðhvarfsgreiningu
t.d. úr mismunandi jarðvegsgerðum. Með þeim hætti væri spájafna fyrir móajarðveg á
Sámstöðum og Akureyri, annarsvegar og sandjarðveg á Geitasandi hinsvegar:
Sámsstaðir og Akureyri: C% = 0,527-glæðitap% - 2,046 (r2 = 0,95 og s = 0,762)
Geitasandur: C% = 0,499 glæðitap% - 0,509 (r2 = 0,97 og s = 1,293)
Við þetta lækkar skýringarhlutfallið nokkuð fyrir móajarðveg og staðalfrávik hækkar.
A Geitasandi helst skýringarhlutfallið hátt og staðalfrávikið er á svipuðu bili, nokkuð
hátt. Ef tölur um glæðitapsmælingar eru settar inn í jöfnuna skeikar spágildum um að
meðaltali 7 % frá mældu kolefni í móajarðveg. í jöfnunni fyrir sandjarðveg skeikar