Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 161
MÁLSTOFA E - VATNAVISTFRÆÐI | 159
Mikilvægi vistfræðilegra þátta fyrir fjölbreytileika dvergbleikju.
Bjami K. Kristjánsson1, Skúli Skúlason1, Kalina Kapralova2 og Sigurður S. Snorrason2
1 — Hólaskóli - Háskólinn á Hólum, Fiskeldis- ogfiskalíffrœðideildHáeyri 1, 550
Sauðárkrókur, biakk(a),holar. is
2 - Háskóli Islands, Líffræðistofnun, Sturlugata 7, 101 Reykjavík.
Inngangur og markmið:
Á síðustu áratugum hefúr ágangur á líffræðilegan fjölbreytileika jarðarinnar aukist. Þess
vegna er mjög mikilvægt að kortleggja og rannsaka þá þætti sem tengjast uppmna og
viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika. Algengt er að leggja að jöfnu líffræðilegan
fjölbreytileika og fjölda tegunda. Líffræðilegur fjölbreytileiki er aftur á móti mun
flóknari, og endurspeglar fjölbreytileika innan tegunda (erfða og útlitsmunur milli
afbrigða og stofna), íjölbreytileika milli tegunda (erfða og útlitsmunur milli tegunda) og
fjölbreytileika milli samfélaga og vistkerfa (munur í tegundasamsetningum og þéttleika).
Vísindamenn aðgreina gjarnan vistfræðilega- eða þróunarfræðilega ferla, aðallega vegna
þess að almennt er álitið að þessir ferlar gerist á mismunandi tímaskala (Slobodkin 1961),
þ.e. að vistfræðilegar breytingar gerist innan kynslóða, eða á örfáum kynslóðum, meðan
þróunarfræðilegar breytingar eiga sér stað á hundruðum eða þúsundum kynslóða. Aftur á
móti sýna nýlegar rannsóknir að vistffæðilegir og þróunarfræðilegir ferlar eiga mun meiri
samleið. Þannig geta mismunandi valkraftar leitt til mikilla þróunarfræðilegra breytinga á
örfáum kynslóðum (Hendry og Kinnison 1999, Hairston o.fl. 2005, Kristjánsson o.fl.
2002a, Ólafsdóttir o.fl. 2007a) sem hefur leitt til æxlunarlegrar einangrunar og
tegundamyndunar (Hendry o.fl. 2000).
Á síðustu árum hefur einnig komið í ljós að sterk tengsl eru á milli vistfræðilegra og
þróunarfræðilegra þátta (Ferriere o.fl. 2004). Þróunarffæðilegar breytingar innan tegunda
geta verið vegna náttúruvals, kynvals, genaflökts og ólíkrar upprunasögu stofna (Taylor
og McPhail 2000, Blount o.fl. 2008). Ef þróunarfræðilegar breytingar verða í stofnum
geta þær haft áhrif á samskipti tegunda og þannig vistfræðilega ferla. Á sama hátt geta
vistfræðilegar breytingar, t.d. stofnsveiflur í fæðu, sem tilkomnar eru vegna
utanaðkomandi þátta, haft áhrif á þróun tegunda. Þetta hefúr t.d. sést hjá stofnum finka á
Galapagos eyjum (Grant 1986). Sterk vísbending um mikilvægi vistfræðilegra þátta fyrir
þróun fjölbreytileika er þegar einstaklingar ólíkra stofna þróa með sér svipaða svipgerð,
sem svörun við sambærilegum vistífæðilegum aðstæðum (Schluter 2000). Þetta hefur
verið kallað samhliða þróun (e. parallel evolution) og er enn fremur talin staðfesta
mikilvægi náttúrulegs vals fyrir þróun fjölbreytileika. Til þess að rannsaka þessa þætti er
nauðsynlegt að bera saman mismunandi stofna lífvera og gæði rannsóknanna eru beinu
samhengi við fjölda þeirra stofna sem bomir era saman.
Mörg vistkerfi jarðar eru tegunda auðug og vistfræðileg tengsl flókin. Því getur verið
erfítt að nota slík kerfl til þess að rannsaka á skipulagðan hátt hvaða vistffæðilegu ferlar
eru mikilvægir fyrir þróun fjölbreytileika. Einföld vistkerfi, t.d. eyjar og ný aðgengileg
landsvæði, eru á hinn bóginn hentug fyrir slíkar rannsóknir. íslensk vatnakerfi eru dæmi
um einföld vistkerfí. Þar eru tiltölulega fáar tegundir lífvera, vegna landfræðilegrar
einangrunar íslands og stutts tíma (<14 000 ár) ffá síðustu ísöld. Aftur á móti er
fjölbreytileiki íslenskra vatnakerfa mikill (Garðarsson 1979, Skúlason o.fl. 1999) aðallega