Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 226
224 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Nitur, fosfór og kalí í áburðartilraunum á Geitasandi
Guðni Þorvaldsson, Þorsteinn Guðmundsson og Hólmgeir Björnsson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Arið 1947 eignaðist Tilraunaráð jarðræktar 42 ha úr landi Stóra-Hofs á Rangárvöllum.
Landið er á svokölluðum Geitasandi rétt ofan við þjóðveginn, vestan við veginn upp að
Keldum. Sandurinn var nánast ógróinn á þessum tíma (Agnar Guðnason 2009, munnleg
heimild). Þetta land hefur frá upphafi verið notað undir ýmiss konar tilraunir, t.d. hafa þar
verið gerðar tilraunir með korn, grasyrki, tilbúinn áburð, búfjáráburð, kartöflur,
landgræðsluplöntur, frærækt o.fl. Innan þessarar girðingar var á sínum tíma ræktað tún
fyrir Sámsstaðabúið en túnið var ekki nytjað lengi, það var síðast slegið árið 1969. Sá
hluti túnsins sem ekki var tekinn undir annað breyttist fljótlega í hrís og lyngmóa. Einnig
var grasfræ og korn ræktað þarna í nokkur ár og lúpínu sáð í hluta spildunnar. Þessi
umsvif hafa leitt til þess að töluverður hluti af landinu hefúr gróið upp að hluta eða öllu
leyti.
Árið 1959 voru lagðar út þrjár tilraunir með N, P og K áburð á tún. Ekki var ætlunin í
upphafí að þetta yrðu langlífar tilraunir. Þó fór svo að þær urðu smám saman að
langtímatilraunum eins og margar áburðartilraunir frá 5. og 6. áratug síðustu aldar.
Haustið 2007 voru jarðvegssýni tekin úr öllum reitum í mismunandi dýpt. Þetta var
jafnframt síðasta árið sem borið var á tilraunimar og þær slegnar. Þær stóðu því í 49 ár.
Reitimir verða þó ekki eyðilagðir heldur fá þeir að vera í friði um ókomin ár þannig að
hægt verði að skoða framvindu þeirra síðar meir.
Markmið þessara tilrauna var að kanna hvaða áhrif tilbúinn áburður heíúr á uppskem af
grasi, frjósemi jarðvegsins og næringarefnabúskap. í þessari grein er lögð áhersla á afdrif
næringarefnanna sem borin vom á.
Efniviður og aðferðir
Tilraunimar em á sandi með allnokkm af möl og liggja saman. í upphaflegu
tilraunaskipulagi vom 4 meðferðarliðir í hverri tilraun og 3 blokkir og reitum var raðað
kerfisbundið. Reitastærð var 5 x 10 m = 50m2. Eftirfarandi áburðarmeðferð var í
tilraununum:
Tilraun 3-59. Fosfóráburður á sandtún. 0 (a), 13,1 (b), 26,2 (c) og 39,3 (d) kg P/ha.
Gmnnáburður 80 kg K og 120 kg N/ha
Tilraun 11-59. Kalíáburður á sandtún. 0 (a), 33,2 (b), 66,4 (c) og 99,6 (d) kg K/ha.
Gmnnáburður 40 kg P og 120 kg N/ha.
Tilraun 19-58. Nituráburður á sandtún. 50 (a), 100 (b), 100+50 (c), 100+100 (d) kg N/ha.
Gmnnáburður 53,4 kg P og 99,6 kg K/ha. í c og d lið er nitri tvískipt og er seinni hlutinn
borinn á eftir fyrri slátt.