Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 43 Á síðasta ári var gefið út rit frá Landbúnaðarháskólanum, eftir prófessorana Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson, sem hefur skap- að nokkrar umræður. Þar er gerð metnaðarfull tilraun til þess að meta hugsanlega losun gróður- húsalofttegunda vegna breytinga á landnýtingu og setja það í sam- hengi við framleiðslu á kjöti. Ritið er gagnlegt innlegg í umræðuna um losun gróðurhúsalofttegunda frá landi en því miður tel ég sumar af þeim ályktunum sem dregnar hafa verið af skýrslunni rangar. Losunarepli og losunarappelsínur Í frétt um rannsóknina voru niður­ stöðurnar um mögulega kolefnislos­ un á kg lambakjöts borin saman við flugferð til Evrópu. Þetta er skakkur samanburður þar sem verið er að bera saman losunarappelsínur við losunarepli. Við útreikningana á losun lambakjöts var reynt að meta allan lífsferilinn og horft á alla losun sem fellur til í framleiðslunni, allt frá landnýtingu til flutnings. Höfundar taka ítrekað fram að þeir gefi sér forsendur og að óvissubilin séu stór. Þetta er svo borið saman við flug­ ferð þar sem aðeins er tekið tillit til ferðarinnar en ekki lífsferils losunar­ innar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík villa er gerð. Sams konar villu gerðu Sameinuðu þjóðirnar þegar þær birtu skýrsluna „Livestock’s long shadow“ sem síðar varð að leiðrétta vegna þeirra ágalla að bera saman epli og appelsínur. Um það fjallaði ég fyrir nokkru. Þó að villan hafi fyrir löngu verið leiðrétt heldur hún áfram að valda misskilningi. Hver yrði losunin ef við hættum sauðfjárrækt á morgun? En það sem er kannski enn mikil­ vægara varðandi þessa útreikninga er að átta sig á því að hvaða leyti þeir falla undir framleiðslu af kjöti. Til að svara þessari spurningu er hægt að fara í hugsanaæfinguna, hver verður losun vegna landnýtingar á næsta ári ef að allri kjötframleiðslu væri hætt á morgun? Mun hún dragast saman um þær milljónir tonna af CO2 sem ætla mætti ef að mat þeirra er rétt? Svarið er í mínum huga býsna augljóst, nei, það gerir það ekki. Losun mun dragast saman sem nemur því magni sem fellur til vegna notkunar á olíu, áburðar og þess hátt­ ar. Losun úr framræstum mýrum og landi í slæmu ásigkomulagi verður nokkurn veginn hin sama þó að kjöt­ framleiðslu sé hætt. Og þannig mun það verða í lengri tíma, áratugi eða árhundruð, nema að til komi aðgerð­ ir til þess að bæta landið. Er hægt að ganga og tyggja tyggjó á sama tíma? Ég held að þetta geti ekki verið um­ deild niðurstaða. Það leiðir okkur að næsta skrefi í hugaræfingunni. Er hægt að draga úr losun frá landi án þess að hætta kjötframleiðslu? Það eru mismunandi skoðanir á því hvernig sé hægt að svara þessari spurningu. Mín skoðun er sú að það sé hægt að ganga og tyggja tyggjó á sama tíma. Það þarf ekki að hætta kjötframleiðslu til að bæta landnýtingu. Það er að sjálf­ sögðu vel hægt og nauðsynlegt að hætta beit á örfoka landi. En við megum ekki gleyma því að það eru stór svæði sem eru að blása upp af annarri ástæðu en sauð­ fjárbeit dagsins í dag. Þetta þekkir maður vel úr sveitinni heima. Vorið 2013 varð þar gríðarlegt vatnsrof inn í Tunguheiði þegar snjóa leysti á nokkrum dögum og veðrið skipti yfir í hnjúkaþey og 20 stiga hita sem leiddi af sér mikið vatnsrof. Meiri gróður hefði örugglega dreg­ ið úr þeirri eyðileggingu en það er engu að síður óraunhæft að skella skuldinni á þær 200–300 kindur sem þar ganga í dag. Hér eru það í staðinn syndir feðranna, en fyrir þrjátíu árum voru þar fleiri þúsund fjár á beit sem eiga sök í máli. Það er því mikilvægt, að óháð því hvernig kjötframleiðsla þróast, að við bætum landnýtingu. Raunar held ég að það sé óumdeilt að landið sé sem heild frekar að gróa upp heldur en að því sé að hraka, og verðum við að halda ótrauð áfram í þeirri vegferð. Það getur verið ákaflega hagkvæm aðgerð fyrir samfélagið að moka ofan í skurði sem ekki þjóna neinum tilgangi. Hraðall á bætta landnýtingu En það er einmitt þar sem ég tel að hundurinn sé grafinn. Það er fyrst og fremst hagkvæmt fyrir samfélagið í heild að landnýting bætist á meðan það felur í sér bæði kostnað og launalausu vinnu fyrir bændur að moka ofan í skurði. Það er í raun ótrúlegt hversu mikið bændur hafa í hugsjónastarfi lagt á sig til þess að bæta landnýtingu. Það er ekki boðlegt að halda áfram að leggja ábyrgðina á samfélags­ legum ávinningi fyrst og fremst í hendurnar á einstaka bændum. Þar sem þetta er ávinningur okkar allra þá verðum við öll að leggja hönd á plóg. Staðan í dag er því klassískt skólabókardæmi um markaðs­ brest, og þennan markaðsbrest verðum við að leiðrétta. Í stað þess að telja með landnýtingu í losun frá framleiðslu kjöts tel ég að það sé mikilvægara að ríkið byrji að taka tillit til samfélags­ legs kostnaðar af losun við gerð lagasetninga. Slíkir útreikningar geta verið grundvöllurinn að því hversu mikið ríkið eigi að borga aðilum fyrir að hlúa að landinu. Þessi aðferð hefur verið þróuð að fræðimönnum í Bandaríkjunum og verið notuð til að draga úr eyði­ leggingu á Amazon skóginum. Landnýting mikilvæg, en orkuskipti mikilvægust Svo er það einnig gagnlegt að bakka út og horfa aðeins víðar yfir sviðið. Hver er grunnástæðan fyrir því að mannkynið er að steikja plánetuna? Er það losun koldíoxíðs úr jarðvegi? Nei, það er það að við höfum á síðustu 200 árum grafið upp og kveikt svo í gríðarlegu magni af kolum, olíu og gasi að mannshugurinn nær ekki utan um það. Nýjasta talan sem ég fann í fljótu bragði var 570 millj­ arðar tonna af kolefni sem brennd hafa verið frá iðnbyltingu til 2014. Þetta er ein aðalástæðan fyrir því að losun vegna breytinga á land­ nýtingu er ekki hluti af loftslagsút­ reikningunum sem við þurfum að standa skil á. Vegna þess að það er ekki orsök vandans. Heldur hin langa kolefnishringrás sem mann­ kynið hefur raskað. Það er grundvallarvandinn og hann þurfum við að leysa. Með því er ég ekki að gera lítið úr losun vegna landnýtingar, hún er veruleg. Einnig virðast vera mikil sóknarfæri í því að binda kolefni í jarðvegi og í gróðri/timbri með því að bæta auðlindanýtingu. En stundum virðist manni sem að við missum fókus á aðalatriðum í þessari umræðu. Það er bruni á jarðefnaeldsneyti. Hann leysum við með því að aftengja líf okkar og hagvöxt frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Það gerum við með orkuskiptum. Kári Gautason Höfundur er í forvali fyrir 2. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Tómatatilraun er farin af stað um áhrif ljósmeðferðar í forræktun og lýsingarmeðferð í áframhaldandi ræktun Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á tómötum undir LED lýsingu og HPS lampa með rafeindastraumfestu (electronic ballast) og áhrif ljósameðferðar í forræktun eru ekki til á Íslandi. Þess vegnar hefur farið af stað tómatatilraun með HPS eða LED lýsingu í forræktun og mismunandi áframhaldandi LED meðferðum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í vetur 2020. Þessi tilraun mun standa til vors 2021. Því ætlum við, sem störfum við tilraunir, að kynna uppsetningu tilraunar. Eins og við síðustu tómatatilraun var ákveðið að að skipta út gömlu HPS lömpunum með vírundin­ straumfestu (electromagnetic ball­ ast) út fyrir nýja HPS lampa með rafeindastraumfestu. Nýju HPS lamparnir hafa sýnt að rafmagns­ sparnaður er töluverður og einnig skila þeir meira µmol/s á hvert Watt miðað við eldri HPS lampa. Við það sjónarmið að raforkukostnað­ ur er stór þáttur í rekstrarkostnaði hjá garðyrkjubændum og niður­ greiðsluhlutfall fer lækkandi gæti það verið mjög mikilvægt fyrir þá garðyrkjubændur sem eru að hugsa aðeins um HPS ljós en ekki LED ljós og þurfa að endurnýja ljósa­ búnað að skoða þennan möguleika. Í síðustu tómatatilraun kom Hybrid topplýsingu (blandað HPS + LED topplýsingu, ljósið fyrir ofan laufþekkju, 1:1 HPS:LED) með LED millilýsingu (lampar milli plönturaða) best út. Þess vegna erum við að halda einnig í núverandi tómatatilraun áfram með þessu meðferð með hagkvæmari orkunýtingu og orkusparnað í huga. Þessu uppsetning er í tveimur ræktunarklefum, einn klefi með tómataplöntunar sem fengu í forræktun HPS topplýsingu (mynd 1) og einn með tómataplöntunar sem fengu í forræktun LED topplýsingu (mynd 2). Þar sem skilyrði til að fá gróða uppskeru byggist meðal annars á gæðum af forræktunarplöntun, er spurningin hvort áhrif ljóssins í forræktun mun skila sér einnig í áframhaldandi ræktun. Eins og staðan er, eru garðyrkju­ bændur enn þá að nota háan HPS ljósstyrk. Þess vegna er mikilvægt að prófa einnig Hybrid topplýsingu, þar sem HPS ljós er með stærstan hlut í, því garðyrkjubændur mun líklega frekar verða tilbúin að bæta nokkrum LED ljósum við í staðin fyrir að skipta HPS ljósum út. Því verður tvær meðferðir prófað þar sem eingöngu Hybrid topplýsingu (2:1 HPS:LED), einn klefa með HPS forræktaðir tómataplöntur (mynd 3) og einn klefa með LED forræktaðir tómataplöntur (mynd 4). Ljósdreifing er sambærileg miðað við fyrrnefnda ljósameðferð. Christina Stadler, Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson og Elías Óskarsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, 810 Hveragerði Mynd 1: Hybrid topplýsing (1:1, HPS:LED) og LED millilýsing hjá tómata- plöntum sem fengu HPS topplýsingu í forræktun. Mynd 2: Hybrid topplýsing (1:1, HPS:LED) og LED millilýsing hjá tómata- plöntum sem fengu LED topplýsingu í forræktun. Mynd 3: Hybrid topplýsing (2:1, HPS:LED) hjá tómataplöntum sem fengu HPS topplýsingu í forræktun. Mynd 4: Hybrid topplýsing (2:1, HPS:LED) hjá tómataplöntum sem fengu LED topplýsingu í forræktun. SAMFÉLAGSRÝNI Að bera saman losunarappelsínur og losunarepli Kári Gautason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.