Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 45 Einkenni ormasýkinga geta verið vanþrifnaður, þyngdartap, blóðleysi, niðurgangur og uppköst, jafnvel dauði en oft er minnkuð fluggeta í kappflugum það eina sem eigendur taka eftir. Egg þessara orma skiljast út með saur og því viðheldur saurmengað vatn og fóður sýkingunni. Hníslar eru einfrumungar af tegundum Eimeria og Isospora sem lifa í slímhúð þarmanna. Hníslar eru mjög tegundasérhæfðir þannig að hver dýrategund á sínar tegundir hnísla. Mismunandi er eftir tegund- um hnísla hversu alvarlegum ein- kennum þeir valda. Hnísildýrin fjölga sér í þekjufrumum þarma með því að bora sig inn í frumurnar. Skemmdirnar geta verið svo stór- vægilegar að þær draga fuglana til dauða en þær greiða einnig leið baktería inn í blóðrásina. Hníslar skiljast út með saur. Lífsferillinn er beinn og verður smit ef fuglar kom- ast í saurmengað fóður eða vatn. Tíu tegundir hnísla eru þekktar í dúfum erlendis en ekki hefur enn verið greint hvaða tegundir er að finna hér á landi. Ytri sníkjudýr Þau ytri sníkjudýr sem greind hafa verið á dúfum hérlendis eru nag- lýsnar Columbicola columbae og Campanulotes compar. Þó hafa fleiri ytri sníkjudýr sem geta farið á dúfur verið greind hér á landi en þau hafa fundist m.a. á hænsnum en ekki verið greind á dúfum enn sem komið er. Má þar nefna fótamítil- inn Knemidocoptes mutans, rauða hænsnamítilinn Dermanyssus gall- inae og fuglaflóna Ceratophyllus gallinae. Mismunandi er milli tegunda þessara sníkjudýra hvort þau eyði öllum sýnum lífsferli á fuglun- um eða einungis að hluta. En þau eiga það þó sameiginlegt að valda fuglunum óþægindum annað hvort með því að sjúga blóð eða valda skemmdum á yfirborði húðar- innar og fjöðrum. Stress og órói eykst hjá smituðum fuglum sem hefur neikvæð áhrif á ónæmiskerfi þeirra. Ætla má að tegundir ytri sníkjudýra hérlendis telji fleiri tegundir. Erlendis þekkjast til við- bótar á dúfum, að minnsta kosti 2 aðrar tegundir naglúsa, dúfnaflóin Ceratophyllus columbae ásamt mörgum tegundum mítla. Ef grunur vaknar um að upp sé komin sjúkdómur hjá dúfunum er nauðsynlegt að leita til dýralækn- is. Ýmis lyf eru til gegn sýkingum af völdum baktería og sníkjudýra en þau þarf að nota rétt. Í fyrstu þarf að greina sjúkdómsvaldinn áður en meðhöndlun hefst til að tryggja virkni meðhöndlunarinnar og minnka líkur á sýklalyfjaónæmi. Sýklalyfjaónæmi Ef bakteríur eða aðrir sýklar mynda ónæmi eða þol gegn ákveðnum sýklalyfjum hætta þessi lyf að virka og sýkingar af völdum þessara sýkla geta því orðið erfiðar viðureignar. Sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast í heiminum, meðal annars vegna óhóflegrar og óábyrgrar notkunar sýklalyfja. Hér á landi er fylgst með ónæm- um stofnum baktería í dýrum, dýra- afurðum og umhverfi og hafa þegar fundist ónæmir stofnar baktería í búfé, innlendu og erlendu kjöti og í íslenskri náttúru. Á okkar tímum er mikilvægt að fylgjast með tíðni sýklalyfjaónæmra baktería en sýk- ingar af þeirra völdum geta verið dýrum og mönnum lífshættulegar vegna mögulegrar vöntunar á virk- um sýklalyfjum. Engar upplýsingar eru til um sýklalyfjaónæmi hjá bakteríum í dúfum á Íslandi. Lokaorð Eins og textinn hér á undan útlistar er lítið vitað um stöðu sjúkdóms- valda í íslenskum dúfum. Nokkrir hafa verið greindir í tilfallandi sýnum sem komið hafa til rann- sókna á Tilraunastöðina að Keldum á liðnum árum og áratugum en engar markvissar rannsóknir hafa verið gerðar. Rannsókninni sem nú er hrundið af stað er ætlað að kort- leggja sjúkdómsvalda í bæði rækt- uðum og villtum dúfum á Íslandi. Mikilvægi rannsókna af þessu tagi liggur í þeirri þekkingu sem af þeim hlýst og nýtast niðurstöðurnar ekki einungis eigendum fuglanna, dýra- læknum og dúfunum sjálfum heldur einnig almenningi. Höfundur óskar eindregið eftir samvinnu við dúfnaeigendur við fyrirhugaðar rannsóknir. Þátttaka felur í sér söfnun drits af hálfu eigenda og leyfi til þess að heim- sækja kofa til frekari sýnatöku. Ef áhugi er fyrir þátttöku er hægt að hafa samband í tölvupósti, sar- athor@hi.is eða í síma 691-3369. Kristbjörg Sara Thorarensen, dýralæknir hjá Tilraunastöð HÍ í meinafræðum að Keldum. Meffíkar skrautdúfur. Mynd / Olgeir Andresson Höfum opnað nýjan sýningarsal og útisýningarsvæði Verið velkomin í Trönuhraunið Ávallt spritt og kaffi á könnunniVallarbraut.is S-4540050 HEY! Við seljum góð tæki á góðu verði í sumarverkin, gerið verðsamanburð Ávinnsluherfi: 2-4-6-8 metra Áburðardreifarar: 200-2500 lítra Sláttuvélar 1,2-2,9 m vinnslubreidd Heytætlur 2,4 - 5,2 m vinnslubreidd Rakstrarvélar 2,4 - 4,4 m vinnslubreidd PERKINS 113hp verð: 6.400.000+vsk Helsti búnaður: • HiTech4: 16+16 4 milligírar + 4 rafskiptir • Vökvavendigír • 3. hraða aflúrtak 540/540E/1000 • Auka ökuljós í topp • 4 vinnuljós framan + 4 aftan. • Loftpúðasæti • Húsfjöðrun • Dekk 540/65R34 440/65R24 • Ámoksturstæki með rafstýrðum stýripinna innbyggðum í armhvílu • Dempari á tækjum og rammi sem tekur bæði Euro og SMS festingar. • High visibility roof, glerþak að hluta fyrir aukið útsýni Verð kr. 10.990.000 án vsk. Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA A114 H4 Ve rð m iða st við ge ng i E UR 15 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.