Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202146 Frá því að ég fyrst ók Isuzu D-Max og skrifaði hér í Bændablaðið 28. janúar 2010 er komin fjórða útgáf- an af Isuzu D-Max pallbílunum. Fyrri bílarnir voru allir með 163 hestafla vélar og máttu draga kerrur frá 3.000–3.500 kg. Á pallinn mátti setja rétt frá 500 og upp í 1.000 kg. Ég prófaði í fjórða sinn á 10 árum D-Max. Betri vél, meira tog og hleðsla Samkvæmt upplýsingum frá fram- leið anda er vélin nú 188 hestöfl, togið er 450 Newton-metrar (Nm), ýmist beinskiptur eða með sex gíra sjálf skiptingu. Á pallinn má nú setja 1.065 kg og dráttargetan er 3.500 kg á 50 mm dráttarkúlu. Í boði eru þrjár tegundir af bíln- um sem nefnast Basic, Pro og Lux. Ég tók rúmlega 100 km prufutúr á Lux bílnum og á eftir smá hring á Basic bílnum, sem er ódýrasti bíll- inn, beinskiptur og á stálfelgum. Fyrst ók ég innanbæjarakstur þar sem meðalhraðinn var í hærri kantinum, eða 34 km – og var þá eyðsla mín samkvæmt aksturstölvu 12,1 l á hundraðið. Næst var það um 35 km akstur þar sem meðal- hraðinn var 45, en þá var ég að eyða 9,9 lítrum á hundraðið, en uppgefin eyðsla frá framleiðanda er 7,7 lítr- ar á hundraðið. Þess ber að geta að meðan ég var með bílinn var frostið frá -7 niður í -11 gráður. Betri fjöðrun og þægilegri sæti Að keyra bílinn er gott, sætin þægi- leg og öll stjórntæki og takkar á þægilegum stöðum. Þó var eitt sem ég hefði viljað sjá í bílnum sem sárlega vantaði, sérstaklega í ljósi þess að úti var frostið á bil- inu 7–11 gráður, en það var hiti í stýrið. Í þessum mikla kulda fannst mér bíllinn fulllengi að hitna inni í farþegarýminu, en eftir að hann hitnaði var hitinn jafn og góður. Að keyra bílinn á möl og í tor- færum fannst mér nú fjöðrunin vera mun betri en á fyrri bílunum (fór ágætlega í gegnum holóttan vegkaflann og ekkert laus að aftan eins og oft vill vera á óhlöðnum pallbílum). Í torfærum er í boði að vera í lágadrifinu sem er ekki í öllum sambærilegum pallbílum sem er kostur við akstur í miklum snjó og torfærum. Ekki tókst mér þó að finna heppilegan stað í frostinu til að láta reyna á torfærugetuna, en undir lægsta punkt eru 24 cm og því ætti bíllinn að henta vel við ýmsar torfærar aðstæður. Gott verð á notadrjúgum bíl Ódýrasti D-Maxinn er á verði frá 7.090.000 og þá beinskiptur sex gíra. Myndi sjálfur kjósa þann bíl eingöngu útaf eigin sérvisku. Ég vil keyra mína bíla sjálfur og gírskipta en ekki að vera með sjálfskiptingu sem sér um þetta fyrir mig, þrátt fyrir að vera orðin lúinn í hnénu á kúplingslöppinni. Sjálfskiptingin er sex þrepa og finnur maður nánast ekkert fyrir því þegar skiptingin skiptir sér. Vélin er 3000 cc. dísilvél með túrbínu og uppgefin 140 kw (sem er um 188 hestöfl). Hámarks tog er 450 Nm við 1.600 til 2.200 snún- inga á mínútu. Eins og alla aðra bíla þá hávaða- mældi ég bílinn á 90 km hraða, en hann mældist í dísibílum vera 68,9 db., en var töluvert hærri þegar ég gaf bílnum inn til að ná 90 km hraða þar sem að glamrið í vélinni, sem er hluti af einkennum Isuzu, heyrðist inn í bílinn. Miðað við þessa mælingu þá hefur hávaðinn inni í farþegarýminu lækkað tölu- vert síðan síðasti D-Max kom á markað sem mældist 71 db. Ýmis mál, plúsar og mínusar Plúsar: Pallinn mældi ég nánast sömu mælingu og á síðasta D-Max, lengd 1.520 mm og breidd 1.530 mm. Með lokið niðri (afturgaflinn) er hann 2.100 mm og á hann má hlaða 1.065kg. Fullbúið varadekk er undir bíln- um að aftan. Uppgefin vatnsdýpt sem bíllinn má fara í er 80 cm. D-Max er nú með fimm ára ábyrgð og togmikinn mótor. Mínusar ekki margir. Einna helst að það vantar meiri snerpu úr kyrrstöðu, en í staðinn er mikið tog. Þá vantar hita í stýri og mið- stöð mætti vera fljótari að hitna. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Þyngd 2.020 kg Hæð 1.785 mm Breidd 1.870 mm Lengd 5.265 mm Helstu mál og upplýsingar Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Nýr Isuzu D-Max 2021: Með fimm ára ábyrgð og togmikinn mótor Isuzu D-Max Lux. Myndir / HLJ Ódýrasti D-Maxinn nefnist Basic og kemur á stálfelgum. Fremst á pallinum er svelgur til að hleypa vatni niður, en pallurinn mældist 152x153 lokaður. Ágætis árangur í eyðslu á tveggja tonna bíl í 10 stiga frosti. Nota mikið þessa mynd í akstri til að læra inn á eyðslu, sem er mjög þægilegt. Auðvelt að skipta á milli drifa og setja í lága drifið. Freka óskýr mynd, en á línuritinu má sjá að mælingin var hærri meðan verið var að ná 90, en lækkaði svo örlítið þegar komið var í jafna keyrslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.