Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 15 Sveitarstjórn Húnaþings vestra: Mikilvægt að tryggja nýtingu á bújörðum Sveitarstjórn Húnaþings vestra áréttar í bókun frá fundi sínum fyrr í þessum mánuði að það sé vilji sveitarstjórnar að jarð­ ir í héraði séu seldar til búsetu. „Mikilvægt er að tryggja nýtingu á bújörðum og búsetu enda er slík nýting um allt sveitarfélagið lífæð samfélagsins“, segir í bókun sveit­ arstjórnar. Tilefni bókunarinnar er umsögn sveitarfélagsins vegna kaupa Flaums ehf. á jörðinni Núpsdalstungu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að eign jarðar fylgja ekki aðeins réttindi til nýtingar hlunninda viðkomandi jarðar heldur einnig skyldur við jörðina og samfélagið allt. Það sé eindreginn vilji sveit- arstjórnar að allar jarðir í sveitar- félaginu verði nýttar með það að markmiði að styðja við fjölbreytta atvinnusköpun, eflingu byggðar og styrkingu búsetu. Þar af leiðandi er mikilvægt að ábúð sé á sem flest- um jörðum. Sveitarstjórn telur ekki æskilegt að margar jarðir safnist á fárra hendur. Þurfti að óska eftir gögnum Jafnframt bendir sveitarstjórn á að engin gögn hafi fylgt beiðni um um- sögn frá atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu varðandi málið í upphafi og það því verið mjög óljóst þegar það barst sveitarfélaginu. Þurfti sveitarstjórn að kalla sér- staklega eftir gögnum. „Eðlilegast hefði verið að viðkomandi fylgi- gögn hefðu fylgt með beiðni um umsögn strax í upphafi og er mælst til að það verði gert í framtíðinni“, segir í bókun. Of stuttur umsagnarfrestur Einnig er bent á að sveitarstjórn telji eðlilegt að ráðuneytið móti sér hið fyrsta verklagsreglur varðandi fram- kvæmd laga nr. 81/2004 með síðari breytingum, frekar en að leggja þá ábyrgð alfarið á hendur sveitarfé- laga, enda virðist það afar misjafnt eftir málaflokkum hverju sveitarfé- lögum er treyst fyrir. Þá kann að vera eðlilegt að ráðuneytið vinni stutta umsögn um málið með hliðsjón af þeim atriðum sem tíunduð eru í 10. gr. a í jarðalögum áður en það er sent sveitarstjórn til umsagnar. Að lokun bendir Sveitarstjórn Húnaþings vestra á að sveitarfélaginu hafi verið veittur of stuttur frestur til að gefa umsögn. /MÞÞ Léttmál er hrein grísk jógúrt með hollum og stökkum toppi eða jarðarberjum í botni. Handhægur, próteinríkur og bragðgóður réttur sem létt er að grípa með og njóta hvar og hvenær sem er. Íbúar og sveit ar­ stjórn Rangár­ þings eystra sitja ekki með tærn­ ar upp í loftið á nýju ári því mik ill kraftur og uppbygging á sér stað í sveit­ arfélaginu, ekki síst á Hvolsvelli. Íbúum fjölgar jafnt og þétt enda mikið byggt. Þá hefur verið ákveðið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli. „Já, það er rétt, öll undir- búningsvinna er hafin og það styttist í að framkvæmdir við nýja leikskólann hefjist en þetta verður stærsta verkefnið okkar á árinu. Um er að ræða 8 deilda leikskóla og er áætlað að opna leikskólann fyrir lok kjörtímabilsins. Byggingin verður með þeim hætti að það eru stækkunarmöguleikar til framtíðar,“ segir Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri. Nýjar lóðir og nýr miðbær Þá má geta þess að auglýsing á nýjum lóðum við Hallgerðartún á Hvolsvelli er í farvatninu en þar eru á þriðja tug lóða. Einnig hefur nýtt og spennandi miðbæjarskipulag litið dagsins ljós og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. „Við munum á næstunni aug- lýsa úthlutun lóða fyrir verslun og þjónustu í nýja miðbænum en auk þess er umtalsverður fjöldi íbúða fyrirhugaður í miðbænum,“ segir Lilja. Þá er gaman að segja frá því að miðbæjarskipulagið fékk skemmtilega umfjöllun sem áhuga- vert skipulagsverkefni í Torginu, nýútkomnu fréttabréfi skipulags- stofnunar, og segir þar m.a.: „Við gerð deiliskipulagsins var lagt upp með að auka gönguhæfi bæjarins með því að breyta yfir- bragði þjóðvegarins í gegnum bæinn, tengingum yfir þjóðveginn, breiðari gangstéttum og göngu- og hjólastígum. Ætlunin er að hægja á bílaumferð, auka umferðaröryggi og gera virkum ferðamátum hærra undir höfði. Áhersla er á gróður og sjálfbærar ofanvatnslausnir. Einnig er ráðgert að færa byggðina nær þjóðveginum með nýrri blandaðri byggð sunnan vegar og útfærð stefna um fjölnota útivistar- og samkomu- svæði í hjarta bæjarins. Skipulaginu er ætlað að stuðla í senn að heilsuefl- andi samfélagi, fallegri bæjarmynd, öruggu og vönduðu búsetuumhverfi, bættu öryggi við þjóðveginn og grænni ásýnd bæjarins.“ /MHH Rangárþing eystra: Mikill kraftur á nýju ári Lilja Einarsdóttir. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.