Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202142 Á undanförnum árum hefur starfsumhverfi landbúnaðarins tekið ýmsum breytingum. Sífellt er leitað leiða til að samræma þar ýmis sjónarmið sem stundum stangast líka á innbyrðis. Í þessari grein verður fjallað um hvernig ESB og Noregur standa vaktina í hagsmunagæslu fyrir framleiðendur landbúnaðarvara til að tryggja framleiðslu þeirra. Hvað gerir ESB til að tryggja framleiðslu? ESB greiðir stóran hluta stuðnings síns til bænda í formi styrkja sem ekki eru skilyrtir framleiðslu tiltekinna afurða. Af hverju framleiða þá bændur innan ESB landbúnaðarafurðir? Jú, af því að verð á þeim er nógu hátt (þ.e. yfir breytilegum einingarkostnaði) til að það borgi sig að framleiða. Það skyldi þó aldrei vera þannig að m.a. tollverndin sé stillt af þannig að verð til bænda verði að minnsta kosti nógu hátt til að framleiðsluviljinn haldist? M.ö.o. að markaðsverðið sé hærra en breytilegur einingarkostnaður. Hvað gerir Noregur gagnvart ESB varðandi EES-samninginn? Í grein sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda ritaði ný­ verið í Kjarnanum (sjá nánar hér: https://kjarninn.is/skodun/2021- 01-07-tollar-vernd-og-vorn/) gerir hann 19. gr. EES­samningsins að umtalsefni, en ákveður að taka einungis hluta hennar upp í grein sína. Sá hluti sem hann vitnar til (2. mgr. 19. gr.) er svohljóðandi: „Samningsaðilar skuldbinda sig til að halda áfram viðleitni sinni til að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurð- ir.“ Af einhverjum ástæðum kýs hann að vitna aðeins til þessarar 2. mgr. 19. gr. en ekki til annarra hluta þessarar 19. gr. EES­samningsins. Í 4. mgr. sömu greinar (þ.e. 19. gr.) segir til að mynda: Samningsaðilar munu, í ljósi þeirra niðurstaðna sem fást af þessari endurskoðun, innan ramma landbúnaðarstefnu hvers um sig [...], ákveða, innan ramma samn- ings þessa, á grundvelli fríðinda, með tvíhliða eða marghliða hætti og með gagnkvæmu samkomulagi sem er hagstætt hverjum aðila, frekara afnám hvers kyns viðskipta- hindrana í landbúnaði...“ (undir­ strikanir og feitletranir greinarhöf­ undar) Samkvæmt þessu ákvæði EES­samningsins ráða Ísland og Noregur hvort og að hvaða marki vernd fyrir innlendan landbúnað er til staðar þegar það kemur að innflutningi evrópskra landbún­ aðarvara. Fyrrnefnd tilvísun í 19. gr nær einungis eins hluta 19. gr. og gefur því ranga mynd af inntaki og eðli 19. gr. EES­samningsins. Greinarnar þarf að lesa í samhengi eins og gjarnan er gert í góðri lög­ fræði. Sú spurning er vægast sagt áleitin af hverju íslensk stjórnvöld hafa gengið mun lengra í opnun á innflutningi fyrir evrópskar land­ búnaðarvörur en norsk stjórnvöld hafa gert. Skýrsla utanríkisráðu­ neytisins, Landbúnaðarsamningur Íslands og Evrópusambandsins, úttekt á hagsmunum Íslands, sem út í desember 2020 staðfestir að mikið hallar á íslenskan landbúnað gagnvart ESB í þeim viðskiptum. Norsk stjórnvöld hafa fyrir löngu áttað sig á þessari stöðu og hafa tekið tillit til hennar í hagsmuna­ gæslu sinni. Í samningaviðræðum Noregs og ESB þann 14. nóvember 2019 skoraði ESB á norsk stjórnvöld að auka innflutning evrópskra land­ búnaðarvara til Noregs með vísan til 2. mgr. 19. gr. EES­samningsins. Norska sendinefndin hafnaði þessu með vísan til þess að 2. mgr. 19. gr. EES­samningsins væri ekki einungis ætlað að auka frjálsræði í viðskiptum heldur enn fremur að jafna stöðu norskra bænda gagn­ vart evrópskum bændum (e. level of playing field). Af hverju ganga norsk stjórnvöld harðar fram í að vernda innlenda framleiðslu en íslensk stjórnvöld? „Jöfn staða“ framleiðenda Enn skemmtilegri er þó spurningin um af hverju ESB notar hugtök sem skírskota til jafnræðis hvað eftir annað í samskiptum við önnur lönd (sem eru fámennari en samanlagður íbúafjöldi landa innan ESB). Í við­ tali við BBC þann 10. desember sl. talaði Ursula vor der Leyen, for­ seti framkvæmdastjórnar ESB, til dæmis um „hárfínt jafnvægi sann­ girni“ (e. fine balance of fairness), Brexit: Ursula von der Leyen gives update before EU summit - BBC News þegar fjallað var um samn­ ingaviðræður ESB og Bretlands. Það á væntanlega ekki við þegar nokkrir tugir af nautakjötsframleið­ endum á Íslandi eru að keppa við innflutning frá 440­450 milljóna samfélagi í Evrópu sem kaupir kjöt inn á frost og veitir bændum beinan stuðning þegar illa árar. Eða hvað? Tollvernd ein stoð í kerfi ESB Landbúnaðarstefna ESB saman­ stendur af tollvernd, styrkjum óháðum framleiðslu og öðrum leiðum sem miða að því að koma í veg fyrir að verð til framleiðenda falli niður fyrir tiltekið lágmark. Það er vitaskuld gert til að tryggja að framleiðsla afurða haldi áfram. Það er ótrúlegt ef einhver telur að land­ búnaðarstefna ESB miði ekki að því að tryggja viðgang landbúnaðar og að fjölbreytt framleiðsla landbún­ aðarafurða eigi sér stað sem víðast í ríkjaheildinni. Það er beinlínis skrifað inn í Lissabon sáttmálann. Tollvernd er ein stoð í því kerfi bandalagsins. Þá lágmarkskröfu verður að gera til þeirra sem gera tillögur um gjörbreytingu á rekstrarumgjörð íslensks landbúnaðar að þeir segi þá sögu til enda en freisti þess ekki með hálfkveðnum vísum og fagurgala að afla fylgis við hug­ myndir sem verulegar líkur eru á að leiði til samfélagslegrar niðurstöðu sem fæstir landsmenn vilja sjá. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Tré og runnar í görðum og skógum liggja nú í djúpum vetrardvala eftir að hafa glatt okkur með laufskrúði sínu síðan í vor. Þau þreyja þorrann og góuna og bíða þess að vori. Garðeigendur og aðrir sem rækta trjágróður bíða vorsins líka af óþreyju þar til gróðurinn laufgast á ný. Vetrargreining trjáa og runna getur verið skemmtileg og gagnleg iðja að vetrinum og gefur okkur kost á að njóta garðsins allt árið. Fjölbreytileikinn ræður ríkjum Það getur verið skemmtilegt að þekkja útlit sumargræna trjágróðursins að vetrarlagi. Vaxtarlag hinna ýmsu tegunda verður allt miklu sýnilegra þegar laufið er fallið og leynd fegurð þeirra kemur í ljós. Árssprotar og dvalarbrum eru ólík að lit og lögun eftir tegundum, litur og áferð barkarins kemur skýrt fram að vetri og auðvelt er að sjá hvernig greinabygging er ólík á milli tegunda. Á berkinum sitja oft fléttur og mosar sem valda trjánum ekki sérstökum ama en getur gefið þeim sérkennilegri og fallegri svip á veturna en á sumrin. Sígræn tré eins og furu­, greni­ og einitegundir halda útliti sínu að mestu á veturna, en það er gaman að sjá köngla þeirra skreyta trén að vetrarlagi. Þeir framleiða mikið magn fræja sem er fæða fyrir fuglategundir, til dæmis hinn litríka skógarfugl krossnef, sem byggir tilvist sína að miklu leyti á fræi sem könglarnir geyma og er farinn að verpa í íslenskum skóg­ um. Lauftré halda líka sum hver fræreklum sínum fram á vetur, t.d. íslenska birkið og elritegundir. Börkur Mjallarhyrnir skartar logarauðum berki á ungum greinum sem sker sig úr flestum öðrum runnagróðri á veturna. Víðitegundir eru margar í görðum og barkarlitur þeirra er ólíkur milli tegunda. Sumar víðitegundir eru með gráleitan börk á veturna eins og viðja, aðrar hafa börk í mismunandi grænum og brúnum litum. Áferð barkarins er á sama hátt misjöfn. Næfurhegg má sjá í görðum, börkur hans er koparlitaður og gljáandi og flagnar með tímanum í hringlaga „næfrar“. Venjulegur heggur er með dekkri börk og sýnir ekki þennan eiginleika. Gullregn er með óvenju ljósgrænan, sléttan börk á yngri greinum. Börkur sígrænu trjánna hefur oft mun grófari áferð en algengt er meðal lauftrjáa. Íslenska birkið hefur mjög fjölbreyttan barkarlit, sumir einstaklingar þess hafa mjög dökkan börk meðan aðrir eru gljábrún eða nánast snjóhvít á litinn. Skófir og fléttur Trjábörkur er undirlag fyrir margar gerðir litríkra fléttna og skófna sem gefur berkinum óvæntan og sérkennilegan blæ. Þetta getur verið áberandi á eldri trjám með þykkan stofn og greinar, til dæmis reynitegundir og birki. Ekki er ástæða til að óttast að þessar ásætur valdi trjánum skaða. Brum Dvalabrumin hlífa vaxtar sprot­ unum yfir vetrarmánuðina. Þau eru með ýmsu móti; sum eru lítil og liggja þétt að stofninum meðan önnur eru stór og áberandi, eins og brum asksins sem eru nán­ ast kolsvört og gild. Alaskaösp hefur einnig nokkuð stór, odd­ dregin brum. Sumar tegundir eru þeirrar náttúru að þær halda sölnuðu laufinu fram eftir vetri til að hlífa brumunum enn frekar. Dæmi um slíkar tegundir eru eik, beyki og myrtuvíðir. Greinabygging Það getur verið gagnlegt að þekkja muninn á milli tegunda og jafnvel yrkja þegar meta skal hvernig standa skuli að trjáklippingum, sem oftar en ekki fer fram nú þegar gróðurinn er í dvala. Þá er auðvelt að meta greinabygginguna, hvernig nátt­ úru legt vaxtarlag er og hvaða greinar er rétt að fjarlægja, stytta og snurfusa. Sem dæmi er hægt að skoða berjarunna. Rifsrunna þarf að klippa reglulega til að veita sólarbirtu inn í runnann. Á sumrin getur þetta verið erfitt vegna þess hversu þéttir runnarnir verða og líkur eru á skemmdum á ungum greinum. Á veturna sést betur hvar best er að fjarlægja elstu og grófustu greinarnar og móta runnann rétt. Hindberjarunna er líka auðveldara að klippa að vetri. Þar er nauðsynlegt að fjarlægja reglulega elstu greinar þeirra til að viðhalda frjósemi runnanna. Eldri greinar er hægt að þekkja á því að börkur þeirra er dekkri en þær yngri og með grunnum lóðréttum rákum. Sumir runnar eru með greinarnar beinar, aðrir bogsveigðar og jafnvel slútandi. Hin sjaldséða hengibjörk vekur alltaf athygli með sínum hangandi greinum. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskólans á Reykjum, Ölfusi GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Trjágróður í vetrarskrúða Evrópuaskur, Fraxinus excelsior, endabrumi í vetrardvala. SAMFÉLAGSRÝNI Starfsskilyrði landbúnaðarins, tollvernd og beinir styrkir Erna Bjarnadóttir. Vetrarlitir trjáa. Matvælastofnun kynnir umsóknir um styrki: Vatnsveitustyrkir fyrir lögbýli Þann 1. febrúar næstkomandi opnar Matvælastofnun fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um fram- lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Umsókn um styrk til vatnsveitu­ framkvæmda (nr. 10.06) er í þjón­ ustugátt MAST sem er aðgengileg á vef Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafræn­ um skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar næstkomandi. Umsóknar frestur verður ekki fram­ lengdur. Eftirfarandi fylgigögn skulu fylgja með umsókninni: • Mat úttektaraðila á þörf býlis fyrir framkvæmd • Staðfest kostnaðar­ og fram­ kvæmdaráætlun • Teikningar sé um byggingar að ræða • Umsögn viðkomandi sveitar­ stjórnar um að skilyrði 1. mgr. 1. gr. ofangreindrar reglugerð­ ar séu uppfyllt, þ.e. að hag­ kvæmara sé að mati sveitar­ stjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004. Allt að 44% stuðningur Stuðningur fyrir hverja fram kvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis­ og búsþarfa. Vakin er athygli á því að þeir umsækjendur sem áttu samþykkta umsókn á síðastliðnu ári en luku ekki framkvæmdum þurfa að sækja um aftur. /VH ...frá heilbrigði til hollustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.