Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is driflæsing / hátt og lágt drif / rafléttistýri / dráttarkúla / spil / stór dekk / stillanleg fjöðrun Cobalt 550 Max ltd Kr. 1.469.000 með vsk. iron 450 Max ltd Kr. 1.298.000 með vsk. Bifreiðaskráð 1.790.000 m/vsk. T3b götuskráð Bifreiðaskráð 1.590.000 m/vsk. T3b götuskráð Íslenskar gjafagrindur Vélsmiðja Ingvars Guðna ehf. Vatnsenda Flóahreppi vig.is - vig@vig.is - S: 486 1810 Bendum á söluaðila okkar um land allt, www.vig.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í 20 ÁR. Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í febrúar bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Húsavík | Reykjanesbær Sauðárkrókur |Selfoss | Vestmannaeyjar Bænda 56-30-300 UTAN ÚR HEIMI Gullregn (Laburnum anagyroides) er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum. Norðmenn banna nokkrar tegundir framandi plantna Frá og með 1. janúar var bann- að að kynna, selja og setja út níu plöntutegundir í Noregi, þar á meðal tvær tegundir gullregns, balsamösp ásamt þremur tegund- um mispla. „Framandi tegundir geta verið mikil ógn við líffræðilega fjölbreytni og fer vaxandi. Ákveðnar tegundir flytja úr landi og koma í stað plantna og dýra á ákveðnum svæðum og bann er strangt tæki sem á að tryggja að við lágmörkum tap á náttúrunni og þeim samfélagslega kostnaði sem getur orðið þegar innleiddar eru framandi tegundir,“ segir lofts- lags- og umhverfisráðherra Noregs, Sveinung Rotevatn. Nú um áramótin voru fimm ár síðan reglugerðin um framandi líf- verur tók gildi. Þrátt fyrir að nokkrar plöntutegundir hafi verið bannað- ar fyrir fimm árum var ákveðið að bannið við ákveðnum tegundum myndi frestast. Þetta var gert vegna þess að framleiðsla á runnum og trjám krefst mikils tíma þannig að garðyrkjuskólar og greinin í heild fékk tíma til að aðlagast breyttum reglum. Eftirfarandi tegundir voru bann- aðar í Noregi frá og með 1. janúar 2021: • Sólbroddur (Berberis thun- bergii) • Hyrnitegundin (Swida sericea) • Alpagullregn (Laburnum alp- inum) • Gullregn (Laburnum anag- yroides) • Þrjár tegundir af mispli (Cotoneaster dielsianus, C. divaricatus, C. monopyrenus) • Balsamösp (Populus bals- amifera) • Víðitegund (Salix x fragilis) /ehg Tvöfalt fleiri geta orðið þurrkum að bráð á næstu áratugum Vísindamenn spá því að tvöfalt fleiri en í dag geti orðið miklum þurrkum að bráð fyrir árið 2100, en tveir þriðjuhlutar af landsvæði heimsins mun, ef þróunin held- ur áfram á sama veg, hafa minni aðgang að fersku vatni. Í tímaritinu Nature Climate Change birtist nýverið grein eftir vísindamenn um málefnið þar sem loftslagsbreytingum er að mestu kennt um. Þrátt fyrir að minnkun verði í losun á gróðurhúsaloft- tegundum þá er því spáð að hlut- fall landsvæða sem muni verða þurrkum að bráð aukist úr þremur prósentum í sjö. Það þýðir að fjöldi fólks sem verður fyrir barðinu eykst úr 230 milljónum í 500 millj- ónir manna. Vísindamennirnir spá verulegum vatnsskorti á Amasón- svæðinu, í Suður-Afríku, á Miðjarðarhafssvæðinu og í ákveðn- um ríkjum Bandaríkjanna. Loftslagsbreytingum að hluta kennt um Samkvæmt rannsókninni er því spáð, að ef ekki næst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að einn af hverjum tólf jarðarbúum muni lifa við alvarlegan vatnsskort á hverju ári til ársins 2100. Á síðustu öld voru sambærilegar tölur einn á móti 33. Þessari þróun er loftslagsbreytingunum að mestu kennt um en ekki auðlindastjórnun eins og áveitum og dælingu á grunnvatni. Jarðarbúar hafa lent í slæmum þurrkatímabilum löngu áður en losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti leiddi til hnatthlýnunar. En gögn, sem hefur verið safnað frá jörðinni og gervitunglum, sýna svart á hvítu að loftslagsbreytingarnar auka lengd þess og styrk. Mögulegar afleiðingar þessa urðu síðan augljósar þegar vatnsgeymslur í höfuðborg Suður- Afríku, Cape Town, þornuðu upp árið 2018 eftir þurrkatímabil til margra ára. Vatnsgeymslan sá 3,7 milljónum íbúa fyrir vatnsbirgðum. Hnatthlýnun hingað til, sem er aðeins yfir einni gráðu síðan um miðja 19. öld, hefur þrefaldað líkur á sambærilegum þurrkatímabilum. Ef hitastig heldur áfram að hækka um tvær gráður þrefaldast áhættan til viðbótar. Mexíkóborg á í vandræðum með vatn og Kalifornía, sem er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hefur átt í erfiðleikum með skort á regnvatni síðustu áratugi. Það er mikið áhyggjuefni vísindamannanna að mörg svæði heimsins muni á komandi árum standa frammi fyrir alvarlegum vatnsskorti. /ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.