Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202112 FRÉTTIR Frumkvöðlafyrirtækið Marea er með Þaraplast í þróun: Samtal við garðyrkjubændur um umbúðalausnir Á næstu árum mun þörfin fyrir umhverfisvænar umbúðir utan um matvæli aukast jafnt og þétt, með harðari takmörkunum á notkun á plasti. Nú þegar er þess farið að gæta að verulegu leyti hér á Íslandi og í öðrum svokölluðum þróuðum löndum. Ein af vænlegum lausnum gæti falist í þróun umbúða úr þara og sprotaverkefni hafa skotið upp kollinum sem veðja á hann. Eitt af þeim heitir Marea og tók frumkvöðullinn Julie Encausse þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita í haust, í þeim tilgangi að þoka verk efninu lengra í þróunarferlinu. Hugmyndin hjá Marea er að þróa fyrst vöru sem heitir „Þaraplast“ og stefnt er á að hafi sömu virkni og plast og sé að auki umhverfisvænt. Til þess þarf það að vera með tiltekna eiginleika sem umbúðir utan um matvæli þurfa meðal annars að hafa; koma í veg fyrir matarskemmdir, vera fullkomlega niðurbrjótanlegar, gegnsæjar, mótanlegar, varnar gegn örverumyndun, þola raka, innihalda engin skaðleg efni og drepa bakteríur. Að sögn Julie spratt hugmyndin að „þaraplasti“ fram árið 2019 í frumkvöðla- og nýsköpunar- áfanga í Háskólanum í Reykjavík. „Við vorum þar saman að klára meistaranám okkar, við Edda Björk Bolladóttir,“ segir Julie. Von á vörunni á næsta ári Julie segir að vonir standi til að varan komi á markað árið 2022, þá í heildsölu til fyrirtækja. „Við erum einnig að vinna í útgáfu þaraplasts fyrir notkunina á heimilinu í formi þaraplastsfilmu til að vefja inn til dæmis matarafgöngum,“ segir hún. Fyrst verður sjónum beint að grænmetismarkaðnum og hafa þær verið í samskiptum við Sölufélag garðyrkjubænda (SG), sem státar reyndar af því að vera með allt umbúðaplast endurvinnanlegt á grænmetinu sem er merkt félaginu. „SG hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og vita af okkar starfsemi og við hlökkum til að varan verði tilbúin svo þau geti prufukeyrt hana. Það skiptir okkur miklu máli að fá endurgjöf frá neytendum og viðskiptavinum þegar varan er nýkomin á markaðinn svo við getum unnið að því að gera hana sem notendavænsta og tryggt sem bestu gæðin á sem hagkvæmasta máta. Við vitum að SG hefur verið að vinna hörðum höndum að því að minnka þeirra plastnotkun og taka stór skref til að stuðla að minni mengun. Eina leiðin til að leysa vandamálið þegar kemur að einnota plasti á Íslandi er einmitt að bæði einstaklingar og fyrirtæki taki á vandanum,“ segir Julie. Mikil þörf á vistvænum umbúðum í sjávarútveginum Að sögn Julie hafa þær einnig augastað á sjávarútveginum, því þar sé mikil þörf á vöru sem getur komið í stað einnota plasts. „Við höfum rætt við nokkra aðila í sjávarútveginum en það er einmitt næsta skref hjá okkur að tengjast formlega við fyrirtæki í sjávarútvegi sem er til í að vera samstarfsaðili með okkur í þessari þróun fyrir fiskiðnaðinn frá upphafi. Gott er að nefna að það er langur vegur fram undan í þessari þróun en það hefst allt með drifkrafti og að hafa rétta fólkið kringum sig sem er einmitt það sem við höfum verið að sjá.“ /smh Frumkvöðullinn Julie Encausse vinnur að þróun á matvælaumbúðum fyrir garðyrkjuna og sjávarútveginn. 40% samdráttur á umferð um Víkurskarð Umferð um Víkurskarð árið 2020 var alls 106.880 bílar sem gera 293 bíla á dag í svonefndri árdagsumferð. Þetta er um það bil 40% samdráttur á milli ára en árdagsumferð í fyrra var 593 bílar. Mesta umferð um Víkurskarð í fyrra var í júlímánuði, alls 908 bílar að meðaltali á dag. Minnsta umferð var í mars, 33 bílar að meðaltali á dag. Þetta kemur fram á Facebook- síðu Vaðlaheiðarganga. Aukning varð á umferð um Vaðlaheiðargöng í desem ber mánuði síðastliðnum um 2% milli ára. Þetta er eini mánuðurinn á þessu ári sem umferð er meiri en á fyrsta starfs- ári Vaðlaheiðarganga. Umferð í desem bermánuði samkvæmt nokkrum mælum Vegagerðarinnar fyrir Norðurland allt dróst saman um 12% milli ára. Teljarar á Víkur- skarði sýndu 16% samdrátt á milli ára. /MÞÞ Aukning varð á umferð um Vaðlaheiðargöng í desembermánuði síðastliðnum um 2% milli ára. Mynd / Vaðlaheiðagöng Landbúnaðarráð Húnaþings vestra: Hefur áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur lýst áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýra­ læknaþjónustu í sveitar félaginu. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir þær áhyggjur. Fram kemur í bókun landbúnaðar- ráðs að á komandi vormánuðum er óvíst hvort starfandi dýralækn- ir verði með viðunandi aðstöðu í sveitarfélaginu og það valdi bænd- um áhyggjum. Landbúnaðarráð telur mikilvægt að málið verði skoðað með tilliti til þeirrar stöðu sem nú er uppi í sveitarfélaginu. Landbúnaðarráð hvetur Mat- væla stofnun og atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytið að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er í Húnaþingi vestra. Jafnframt er óskað eftir fundi með fulltrúum MAST og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. /MÞÞ Framkvæmdasjóður ferðamannastaða starfandi frá 2011: Úthlutað hefur verið um 5,5 milljörðum – til uppbyggingar, náttúruverndar og öryggis Alls hefur 3,6 milljörðum króna verið varið til uppbygg ingar ferða mannastaða hér á landi, frá árinu 2011 þegar Fram­ kvæmdasjóður ferðamanna staða var stofnaður. Þá hefur 1,6 millj­ örðum króna verið varið til ver­ kefna í þágu náttúruverndar og öryggis á sama tímabili og rúmum 300 mill jónum til hönnunar og skipu lags. Þannig hefur samtals um 5,5 milljörðum króna verið úthlut að til stórra og smárra verkefna um land allt og snúast þau um náttúruvernd og öryggi, uppbygg ingu ferðamannastaða og hönnun og skipulag. Þetta kemur fam í nýrri skýrslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lét taka saman. Í skýrslunni er farið yfir reynslu af starfi sjóðsins í takt við þróun í regluverki og breyttar aðstæður í starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjón- ustu. Þrátt fyrir auknar fjárveitingar til uppbyggingar ferðamannastaða á liðnum árum er, að því er fram kemur í skýrslunni, enn brýn þörf fyrir meiri uppbyggingu víða um land. Uppbygging og viðhald á fjölsóttum ferðamannastöðum er og verður einnig viðvarandi verkefni. Áhersla á uppbyggingu á kaldari svæðum Í skýrslunni er einnig horft til fram- tíðar og hvernig hægt sé að bregð- ast við áskorunum mikils vaxtar m.a. í tengslum við áfangastaði þar sem uppi eru ólíkar áherslur meðal landeigenda og mögulegt frumkvæði annarra að undirbún- ingi framkvæmda. Styrkir eru nú eingöngu veittir sveitarfélögum og einkaaðilum og er áhersla sjóðsins að byggja upp á svæðum sem eru „kaldari“ og styðja við svæðis- bundna þróun. Sveitarfélög sækja nú um styrki fyrir stærri og dýrari framkvæmdum en áður og eru þær vel útfærðar, hugað að hönnun, skipulagningu og innviðum. Fram kemur í skýrslunni að slíkar fram- kvæmdir geti laðað að fjölda ferðamanna og þar með skapað störf og önnur verðmæti fyrir nær- samfélög. Ferðamálaráðherra segir að sann kölluð bylting hafi orðið í aðstöðu og innviðum á fjöl mörg um áfangastöðum fyrir til stilli fram- kvæmdasjóðsins. Sjóð urinn hafi tekið jákvæðum breyt ingum sem endurspegla breytta nálgun hins opinbera í stuðn ingi við innviða- uppbyggingu á ferðamannastöðum. „Ég tel ljóst að hann hafi enn miklu hlutverki að gegna við að stuðla að því að íslensk ferðaþjónusta sé í fremstu röð hvað varðar upplif- un gesta,“ segir Þórdís Kolbrún í frétt um skýrsluna á vefsíðu Stjórnarráðsins. /MÞÞ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðgengi að ferðamannastöðum hefur víða verið stórbætt eins og við Goða- foss. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.