Bændablaðið - 29.04.2021, Page 1

Bændablaðið - 29.04.2021, Page 1
8. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 29. apríl ▯ Blað nr. 585 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Stöðugt fækkar í íslenska sauðfjárstofninum: Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi síðan 1861, eða í 160 ár Samkvæmt fyrirliggjandi tölum Mælaborðs landbúnaðarins held- ur sauðfé enn áfram að fækka í landinu og var vetrarfóðrað fé á síðasta ári 2020 samtals 400.724, en var 415.847 á árinu 2019. Þetta er fækkun um 15.123 fjár á milli ára, eða um 3,63%. Hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár, eða síðan 1861, þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór niður í 327.000. Mesti fjárfjöldinn var 1977 Mesti fjárfjöldi í landinu frá upp­ hafi var fyrir 44 árum, eða árið 1977, en þá taldist vera hér 896.000 fjár í vetrarfóðrun. Af sauðfjártölum 2020 voru 314.025 ær í landinu, 10.909 hrút­ ar, 66.584 lambgimbrar og 8.064 lambhrútar. Í gögnum sem dr. Ólafur R. Dýrmundsson tók saman fyrir kennslubókina Sauðfjárrækt árið 1975 og voru endurskoðuð árið 1980 er merkilegur fróðleikur um vetrarfóðrað fé á Íslandi allt aftur til 1703. Nokkrum sinnum á 318 árum hefur íslenski sauðfjárstofn­ inn orðið fyrir áföllum vegna sjúk­ dóma og eldgosa. Móðuharðindin Árið 1760 var fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár í landinu 357.000 og hafði þá fjölgað úr 279.000 árið 1703. Lakagígagosið, eða Skaftáreldar, á árunum 1783 til 1784 olli miklum búsifjum í því sem nefnt var „móðuharðindi“ vegna eitraðrar brennisteinsdíoxíðsmóðu frá gos­ inu. Þá fækkaði sauðfjár stofninum niður í 50.000 fjár og landsmönnum fækkaði um 20%, létust þá um 10.000 manns að talið er. Eftir þessar hörmungar fór sauðfé að fjölga nokkuð ört og var komið í 304.000 um aldamótin 1800 og 490.000 árið 1855. Fækkun vegna fjárkláða Næsti skellur í búfjárrækt var síðan í kringum 1861. Það ár var fjöldi vetrarfóðraðs fjár í gögnum Ólafs talinn hafa verið 327.000. Ástæða fækkunar sauðfjár var fjárkláði. Áfall vegna innflutnings Karakúl-fjár Þriðja stóra áfallið varð í kjölfar þess að hingað til lands voru fluttar 20 kindur af Karakúl­kyni frá Halle í Þýskalandi árið 1933. Með þessu fé bárust sjúkdómarnir votamæði, þurramæði, visna, garnaveiki og kýlapest. Sauðfjárstofninn var kominn í 699.000 árið 1934, en fækkaði niður í 402.000 árið 1949. Fækkun fjár á kalárunum Á sjöunda áratug síðustu aldar var mikið um hafís við landið. Árið 1966 var sauðfé í vetrarfóðrun talið vera um 850.000. Á kalárinu mikla árið 1970 var fjöldinn kominn niður í 763.000. Metfjöldi náðist í sauðfjár­ stofninum frá upphafi byggðar á Íslandi árið 1977, eða 896.000 fjár. Síðan hefur fé farið nær stöðugt fækkandi af ýmsum mannlegum orsökum, eins og upptöku kvótakerf­ is, vegna markaðsmála og breytinga á þjóðfélagsmynstri og neysluvenj­ um. Á síðasta ári var sauðfjárfjöldinn svo orðinn sá minnsti í 160 ár. Miðað við alþjóðlegar skyldur Íslendinga um verndun tegunda fer trúlega að vakna spurning um hvar mörkin liggja um lágmarksstærð stofnsins. Um 50% fækkun á síðustu 40 árum Tölur hins nýja mælaborðs landbún­ aðarins ná aftur til ársins 1981. Þá var vetrarfóðrað sauðfé talið vera samtals 794.097 og fór hratt fækk­ andi, en það var 828 þúsund árið 1980. Fækkunin frá 1981, eða á 40 árum, nemur því 394.515 fjár, eða um rétt tæplega 50%. Fjárfjöldi í landinu og fjölda­ breytingar frá 1703 koma vel fram í tölum dr. Ólafs: 1703 ­ 279.000 1760 ­ 357.000 1784 ­ 50.000 (Móðuharðindin) 1800 ­ 304.000 1855 ­ 490.000 1861 ­ 327.000 (Fjárkláði) 1901 ­ 482.000 1924 ­ 583.000 1934 ­ 699.000 1945 ­ 532.000 1949 ­ 402.000 (Mæðiveiki) 1955 ­ 658.000 1960 ­ 834. 000 1966 ­ 850.000 1970 ­ 736.000 (Kalár) 1974 ­ 864.000 1977 ­ 896.000 (Mesti fjárfjöldi) 1980 ­ 827.927 Frá 1980 hefur verið fækkun vegna kvótakerfis og markaðsmála. Ekki góð þróun Dr. Ólafur R. Dýrmundsson telur þessa þróun í sauðfjárrækt lands­ manna ekki æskilega. „Þetta er ekki góð þróun á sama tíma og verið er að flytja inn korn í vaxandi mæli fyrir flestar aðrar búgreinar, eða, einfaldlega verið að flytja inn kjöt í stórum stíl, allt með vaxandi sótspori. Síðan á að moka ofan í skurði og rækta skóga um allt til að vega á móti og takast á við þessar skuggahliðar kapítalismans. Þar að auki kemur byggðaröskunin sem fylgir fækkun sauðfjár og sauð­ fjárbænda,“ segir Ólafur. /HKr. – Sjá einnig umfjöllun á bls. 20 Lára Guðnadóttir á bænum Lynghóli í Skriðdal með kiðling í fanginu. Foreldrar hennar, þau Þorbjörg Ásbjörnsdóttir og Guðni Þórðarson, eru stöðugt að þróa nýjar vörur sem unnar eru úr geitamjólk. – Sjá bls. 28–29 Mynd / ÞÁ Heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins aflýst FEIF, Alþjóðasamtök íslenska hestsins, hafa gefið það út að Heimsmeistaramóti íslenska hestsins 2021 sé aflýst, en mótið átti að vera í Herning í Danmörku 1.–8. ágúst. Ástæðan er óvissuástand vegna COVID­19 faraldursins. Talið er að talsverðar líkur séu á því að einhverjar FEIF­þjóðir muni ekki geta tekið þátt í mótinu og því verði ekki möguleg sanngjörn keppni bestu hesta og knapa innan samtakanna. Næsta Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður í Hollandi 2023. /smh Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku hefur verið aflýst en næsta mót verður haldið í Hollandi 2023. Greindist með Parkinson- sjúkdóminn 2015 en lætur það ekki stoppa sig 24 28 Í startholum með að framleiða skyr og gríska jógúrt úr geitamjólk 32– 33 Þróun vörumerkis er langhlaup

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.