Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 1

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 1
8. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 29. apríl ▯ Blað nr. 585 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Stöðugt fækkar í íslenska sauðfjárstofninum: Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi síðan 1861, eða í 160 ár Samkvæmt fyrirliggjandi tölum Mælaborðs landbúnaðarins held- ur sauðfé enn áfram að fækka í landinu og var vetrarfóðrað fé á síðasta ári 2020 samtals 400.724, en var 415.847 á árinu 2019. Þetta er fækkun um 15.123 fjár á milli ára, eða um 3,63%. Hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár, eða síðan 1861, þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór niður í 327.000. Mesti fjárfjöldinn var 1977 Mesti fjárfjöldi í landinu frá upp­ hafi var fyrir 44 árum, eða árið 1977, en þá taldist vera hér 896.000 fjár í vetrarfóðrun. Af sauðfjártölum 2020 voru 314.025 ær í landinu, 10.909 hrút­ ar, 66.584 lambgimbrar og 8.064 lambhrútar. Í gögnum sem dr. Ólafur R. Dýrmundsson tók saman fyrir kennslubókina Sauðfjárrækt árið 1975 og voru endurskoðuð árið 1980 er merkilegur fróðleikur um vetrarfóðrað fé á Íslandi allt aftur til 1703. Nokkrum sinnum á 318 árum hefur íslenski sauðfjárstofn­ inn orðið fyrir áföllum vegna sjúk­ dóma og eldgosa. Móðuharðindin Árið 1760 var fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár í landinu 357.000 og hafði þá fjölgað úr 279.000 árið 1703. Lakagígagosið, eða Skaftáreldar, á árunum 1783 til 1784 olli miklum búsifjum í því sem nefnt var „móðuharðindi“ vegna eitraðrar brennisteinsdíoxíðsmóðu frá gos­ inu. Þá fækkaði sauðfjár stofninum niður í 50.000 fjár og landsmönnum fækkaði um 20%, létust þá um 10.000 manns að talið er. Eftir þessar hörmungar fór sauðfé að fjölga nokkuð ört og var komið í 304.000 um aldamótin 1800 og 490.000 árið 1855. Fækkun vegna fjárkláða Næsti skellur í búfjárrækt var síðan í kringum 1861. Það ár var fjöldi vetrarfóðraðs fjár í gögnum Ólafs talinn hafa verið 327.000. Ástæða fækkunar sauðfjár var fjárkláði. Áfall vegna innflutnings Karakúl-fjár Þriðja stóra áfallið varð í kjölfar þess að hingað til lands voru fluttar 20 kindur af Karakúl­kyni frá Halle í Þýskalandi árið 1933. Með þessu fé bárust sjúkdómarnir votamæði, þurramæði, visna, garnaveiki og kýlapest. Sauðfjárstofninn var kominn í 699.000 árið 1934, en fækkaði niður í 402.000 árið 1949. Fækkun fjár á kalárunum Á sjöunda áratug síðustu aldar var mikið um hafís við landið. Árið 1966 var sauðfé í vetrarfóðrun talið vera um 850.000. Á kalárinu mikla árið 1970 var fjöldinn kominn niður í 763.000. Metfjöldi náðist í sauðfjár­ stofninum frá upphafi byggðar á Íslandi árið 1977, eða 896.000 fjár. Síðan hefur fé farið nær stöðugt fækkandi af ýmsum mannlegum orsökum, eins og upptöku kvótakerf­ is, vegna markaðsmála og breytinga á þjóðfélagsmynstri og neysluvenj­ um. Á síðasta ári var sauðfjárfjöldinn svo orðinn sá minnsti í 160 ár. Miðað við alþjóðlegar skyldur Íslendinga um verndun tegunda fer trúlega að vakna spurning um hvar mörkin liggja um lágmarksstærð stofnsins. Um 50% fækkun á síðustu 40 árum Tölur hins nýja mælaborðs landbún­ aðarins ná aftur til ársins 1981. Þá var vetrarfóðrað sauðfé talið vera samtals 794.097 og fór hratt fækk­ andi, en það var 828 þúsund árið 1980. Fækkunin frá 1981, eða á 40 árum, nemur því 394.515 fjár, eða um rétt tæplega 50%. Fjárfjöldi í landinu og fjölda­ breytingar frá 1703 koma vel fram í tölum dr. Ólafs: 1703 ­ 279.000 1760 ­ 357.000 1784 ­ 50.000 (Móðuharðindin) 1800 ­ 304.000 1855 ­ 490.000 1861 ­ 327.000 (Fjárkláði) 1901 ­ 482.000 1924 ­ 583.000 1934 ­ 699.000 1945 ­ 532.000 1949 ­ 402.000 (Mæðiveiki) 1955 ­ 658.000 1960 ­ 834. 000 1966 ­ 850.000 1970 ­ 736.000 (Kalár) 1974 ­ 864.000 1977 ­ 896.000 (Mesti fjárfjöldi) 1980 ­ 827.927 Frá 1980 hefur verið fækkun vegna kvótakerfis og markaðsmála. Ekki góð þróun Dr. Ólafur R. Dýrmundsson telur þessa þróun í sauðfjárrækt lands­ manna ekki æskilega. „Þetta er ekki góð þróun á sama tíma og verið er að flytja inn korn í vaxandi mæli fyrir flestar aðrar búgreinar, eða, einfaldlega verið að flytja inn kjöt í stórum stíl, allt með vaxandi sótspori. Síðan á að moka ofan í skurði og rækta skóga um allt til að vega á móti og takast á við þessar skuggahliðar kapítalismans. Þar að auki kemur byggðaröskunin sem fylgir fækkun sauðfjár og sauð­ fjárbænda,“ segir Ólafur. /HKr. – Sjá einnig umfjöllun á bls. 20 Lára Guðnadóttir á bænum Lynghóli í Skriðdal með kiðling í fanginu. Foreldrar hennar, þau Þorbjörg Ásbjörnsdóttir og Guðni Þórðarson, eru stöðugt að þróa nýjar vörur sem unnar eru úr geitamjólk. – Sjá bls. 28–29 Mynd / ÞÁ Heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins aflýst FEIF, Alþjóðasamtök íslenska hestsins, hafa gefið það út að Heimsmeistaramóti íslenska hestsins 2021 sé aflýst, en mótið átti að vera í Herning í Danmörku 1.–8. ágúst. Ástæðan er óvissuástand vegna COVID­19 faraldursins. Talið er að talsverðar líkur séu á því að einhverjar FEIF­þjóðir muni ekki geta tekið þátt í mótinu og því verði ekki möguleg sanngjörn keppni bestu hesta og knapa innan samtakanna. Næsta Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður í Hollandi 2023. /smh Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku hefur verið aflýst en næsta mót verður haldið í Hollandi 2023. Greindist með Parkinson- sjúkdóminn 2015 en lætur það ekki stoppa sig 24 28 Í startholum með að framleiða skyr og gríska jógúrt úr geitamjólk 32– 33 Þróun vörumerkis er langhlaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.