Bændablaðið - 29.04.2021, Side 2

Bændablaðið - 29.04.2021, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 20212 FRÉTTIR Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti (annar frá vinstri), ásamt Guðbjörgu, Jónasi og Guðmundi Jóhannesbörnum, sem fengu verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2013. Mynd / Íris Þórlaug Ármannsdóttir Jörfi frá Jörfa í Borgarbyggð stendur nú hæstur allra nauta í kynbótamati – fyrir júgur og endingu og er eitt af alhæstu nautum í heildareinkunn Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nauta­ stöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna COVID­19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi Jóhannesarbörnum. Segja má að tímasetningin hafi hins vegar verið með ágætum því kýrnar á Jörfa eru nýfluttar í nýtt legubásafjós sem börn Jónasar byggðu en þau hafa nú tekið við búrekstri á Jörfa. Sveinbjörn sagði við þetta tækifæri að Jörfi væri eitt þeirra fáu nauta sem næði þeim vinsældum meðal bænda að sæði úr honum kláraðist. Það er í góðu samræmi við gæði Jörfa sem endur- speglast kannski hvað best í dóms- orðum hans: „Dætur Jörfa eru fremur mjólk- urlagnar með há efnahlutföll í mjólk. Þetta eru meðalstórar og háfættar kýr, bolgrunnar, ekki útlögumiklar en yfirlína er bein. Malirnar eru fremur grannar, bein- ar og nokkuð flatar. Fótstaða er nokkuð bein og gleið. Júgurgerðin er frábær, geysimikil festa, áber- andi júgurband og júgrin einstak- lega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilegir að lengd og þykkt og mjög vel settir. Mjaltir þessara kúa eru í góðu meðallagi og gallar í mjöltum fátíðir. Skapið er um meðallag.“ Hæstur allra nauta í kynbótamati Þess má geta að Jörfi stendur nú hæstur allra nauta í kynbótamati fyrir júgur og endingu og er eitt af alhæstu nautum í heildareinkunn. Jörfi var undan hinu mikla kyn- bótanauti Birtingi 05043 Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Gústa var fædd á Brúnastöðum í Flóa en keypt sem kvíga að Jörfa þar sem hún ól sinn fyrsta kálf. Jörfi á því ekki langt að sækja afbragðs- góða júgurgerð og góða byggingu en þess má geta að móðuramma hans, Þvara 500 á Brúnastöðum, fékk á sínum tíma 92 stig í út- litsdómi sem þótti á þeim tíma einstakt. Ráðgjafarmiðstöð landbúnað- arins og Nautastöð BÍ óska Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi innilega til hamingju og senda þeim sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir ræktun Jörfa fyrir hönd íslenskra kúabænda. /GJ/HKr. Jörfi frá Jörfa. Nautastöðin á Hesti. Heimsmarkaðsverð á minkaskinnum heldur áfram að hækka: Verð komið í 6 þúsund krónur á skinn og stendur undir framleiðslukostnaði – 15 til 20% íslensku framleiðslunnar seldist á skinnauppboðinu í Kaupmannahöfn sem lauk á mánudag „Þetta er rosalega ánægjulegt,“ segir Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra­Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands loðdýrabænda, um nýafstaðið uppboð á skinnum í Kaupmannahöfn. Því lauk í byrjun vikunnar og fengust um 6 þúsund krónur fyrir skinn að meðaltali. Það er um eða yfir 20% hærra verð fyrir skinn en á síðasta uppboði sem var í febrúar. Þá hafði verð á milli uppboða hækkað um 79%, þ.e. frá uppboðinu sem var í september 2020. Einar segir að brúnin á loðdýrabændum hafi lyfst töluvert við þessar nýju vendingar og meiri bjartsýni ríki í hópi þeirra bænda sem enn stunda loðdýrarækt á Íslandi. Uppboðið í Kaupmannahöfn stóð yfir í 7 daga og var rafrænt. Alls voru boðin um 2,8 milljónir skinna og seldist allt sem í boði var, eftirspurn var meiri en framboð að sögn Einars. Hann gerir ráð fyrir að á þessu uppboði hafi á bilinu 15 til 20% íslensku framleiðslunnar selst. „Þetta lofar góðu og mér sýnist þetta nú allt vera á uppleið. Það eru tvö uppboð eftir á þessu ári, í júní og september, og mér sýnist þessi tvö fyrstu lofa mjög góðu um framhaldið,“ segir hann. Verðið sem fékkst nú, 6 þúsund krónur fyrir skinn, er yfir framleiðslukostnaði og er það í fyrsta sinn í um fimm ár sem það gerist. „Það var kominn tími til, þetta er mjög jákvætt,“ segir Einar. Loðdýrabúin hafi verið rekin með tapi undanfarin ár. Verð í sögulegu hámarki árið 2013 Verð á minkaskinnum náði sögulegu hámarki á árinu 2013 þegar yfir 12 þúsund krónur fengust fyrir skinn að meðaltali. Árin á eftir voru að sögn Einars líka góð, þ.e. 2014 og 2015, en þá fór að halla undan fæti. „Það var þannig að þegar vel gekk og skinn seldust á gríðarháu verðu sáu margir sér leik á borði að ná sér í skjótfenginn gróða, það byrjuðu margir í loðdýrarækt, einkum í Asíulöndum þar sem skamma stund getur tekið að koma sér upp búum. Menn sáu pening í þessu og hann var þar vissulega um skeið, en svo fór allt á hliðina, framboð varð of mikið og allt fór á hvolf. Það er farsælast ef hægt er að halda nokkurn veginn jafnvægi í þessari atvinnugrein, þannig að bændur fái ríflegan framleiðslukostnað og geti auk þess að greiða sér laun fjárfest og haldið búum sínum í þokkalegu horfi,“ segir Einar. Áttum von á hækkun en ekki svona bratt Hann segir að því hafi verið spáð að verð myndi hækka á árinu 2020, en sáu þá vitanlega ekki fyrir þau miklu áhrif sem kórónuveiran hafði í för með sér. „Það er nokkuð merkilegt að þessi hækkun er að koma til á fyrsta ársfjórðungi, menn áttu von á hækkun á árinu, en ekki að það gerðist svo bratt og svona snemma árs,“ segir Einar en gerir ráð fyrir að mikil uppsöfnuð vöntun hafi verið á skinnum. Hjólin séu á ný farin að snúast í atvinnulífinu og af meiri krafti eftir faraldurinn, til að mynda víða í Asíulöndum þar sem verið er að ræsa verksmiðjur hverja á fætur annarri. Þær reyni af fremsta megni að næla sér í hráefni. Eins nefnir hann að niðurskurður á öllum bústofni í Danmörku á liðnu ári hafi líka sín áhrif, framboðið sé umtalsvert minna þegar Danir séu úr leik. Fáir eftir í loðdýraræktinni Einar segir sorglegt hversu margir loðdýrabændur hafi brugðið búi liðin ár, frá því samdráttarskeiðið hófst á árinu 2016. Nú eru eftir tíu bændur í loðdýrarækt á Íslandi. Þó svo að bjartari tímar virðist fram undan í greininni segist Einar ekki hafa heyrt af því að bændur ætli sér að hoppa á vagninn og hefja búskap með loðdýr á ný. „Við höfum misst marga úr okkar röðum í niðursveiflunni en það er svo ég viti til ekki í farvatninu að menn ætli sér að byrja aftur,“ segir hann. /MÞÞ Einar Eðvald Einarsson. Skúli Magnússon kjörinn umboðs- maður Alþingis Alþingi kaus á mánudag Skúla Magnússon, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, umboðs­ mann Alþingis til næstu fjögurra ára. Skúli var kjörinn umboðs­ maður með 49 atkvæðum. Hann tekur við embætti 1. maí nk. Skúli tekur við af Tryggva Gunnarssyni sem verið hefur umboðsmaður Alþingis í rúm 22 ár, en hann hefur gegnt embættinu síðan 1. nóvember 1998. Fjórir sóttust eftir embættinu Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í embætti umboðsmanns. Það voru Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Skúli Magnússon dómstjóri. Áslaug tilkynnti 6. apríl sl. að hún hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Skúli valinnn af þriggja manna undirnefnd forsætisnefndar Það var þriggja manna undir- nefnd forsætisnefndar, sem skipuð var Steingrími J. Sigfússyni, Guðjóni S. Brjánssyni og Bryndísi Haraldsdóttur, sem lagði til við for- sætisnefnd að gerð yrði tillaga til Alþingis um Skúla Magnússon sem umboðsmann Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar naut ráðgjafar nefndar þriggja sérfræðinga, en hana skipuðu Helgi I. Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem var skipaður formaður, Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs og mannauðsstjóri Deloitte. Báðar nefndirnar starfa samkvæmt reglum sem forsætisnefnd hefur sett um undirbúning fyrir kosn- ingu einstaklings til embættis rík- isendurskoðanda og umboðsmanns Alþingis. /HKr. Kaupmáttur jókst um 2,5% árið 2020 Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila á árinu 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% borið saman við fyrra ár. Sammkvæmt tölum Hagstofu Íslands er áætlað að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna á árinu 2020 og hafi aukist um 5,4% frá fyrra ári. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% á sama tímabili. Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans s amkvæmt að fe rð a f ræ ð i þjóðhagsreikninga en hingað til hafa fyrstu niðurstöður birst um 15 mánuðum eftir lok viðmiðunartímabils. Eftir sem áður mun Hagstofan birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar til- færslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári, eða um 27%. Auknar lífeyristekjur heimila skýrast einkum af tímabund- inni heimild til úttektar séreignalíf- eyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. /HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.