Bændablaðið - 29.04.2021, Page 12

Bændablaðið - 29.04.2021, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202112 Starfsmenn Verkfræðistofunnar Mannvits voru nýverið á ferðinni á Norðurlandi vestra. Tilgangur þeirra var að mæla rennsli átta vatnsfalla á svæðinu. Í apríl 2020 var auglýst eftir umsóknum um styrki í Skref 1, frummat smávirkjana, sem eru grunnrannsóknir á rennsli vatns- falla og fyrstu hugmyndir um virkjanir og kostnað við byggingu þeirra. Alls bárust 12 umsóknir og var 8 styrkjum úthlutað. Niðurstöður í næsta mánuði Gert var ráð fyrir að mælingar færu fram sl. haust en vegna mikillar úrkomu var mælingum frestað þar til núna í apríl þar sem þær þurfa að fara fram þegar lág- rennsli er í vatnsföllunum. Búast má við niðurstöðum í maí. Rennslismælingarnar eru kostaðar að miklu leyti af Smávirkjanasjóði Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra en greint er frá rennslismælingun- um á heimasíðu ssnv. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skref- in í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra. /MÞÞ FRÉTTIR Bændur í Villingadal í Eyja­ fjarðar sveit, þau Árni Sigur­ laugs son frá Ragnheiðar- stöð um í Flóa og Guðrún Jóns dóttir, hlutu Sauðfjár ræktar- verð laun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir góðar afurðir fjár ins og snyrtilegan og vel rekinn búskap árið 2019. Guðrún og Árni hófu búskap árið 1985 og til 2013 í félagsbúi með Ingibjörgu, systur Guðrúnar. Þær systur tóku við af foreldr- um sínum, Jóni Hjálmarssyni og Hólmfríði Sigfúsdóttur, en afi og amma þeirra systra höfðu komið vestan úr Skagafirði og hófu búskap í Villingadal 1922. Á fyrstu árum sínum í búskap byggðu Árni og Guðrún íbúðarhús og fjós og eru þau með um 20 kýr auk geldneyta og 150 kindur. Hjá þeim hefur umgengni og snyrtimennska verið áberandi og fallegt er að koma upp í Villingadal. Í útreikningi vegna sauðfjárrækt- arverðlauna BSE kemur fram að í Ytri-Villingadal eru 119 ær með 36,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á, sem má nefna að vaxtarhraði er 143 g á dag í lömbum, gerð 10,8 og fituhlut- fall 1,56. Afurðir eftir 25 gemlinga er 19,4 kg. /MÞÞ Sauðfjárræktarverðlaun BSE fóru til bænda í Villingadal Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap. Mynd / BSE Starfsmenn Mannvits voru á ferð um Norðurland vestra: Mældu rennsli átta vatnsfalla Starfsmenn Mannvits við mælingar á Djúpadalsá í Skagafirði. Ársþing Samtaka sveitar­ félaga á Norðurlandi vestra var haldið nýlega og af því tilefni voru Byggða gleraugu SSNV veitt í fyrsta sinn.Viður­ kenningin er veitt þeirri stofnun eða ráðuneyti sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa og verk­ efna á Norðurlandi vestra. Vinnu málastofnun hlaut viðurkenninguna fyrir árangursríka upp bygg ingu starfsstöðva stofnunar­ innar á Hvammstanga og Skaga strönd. Yfir 40 störf Á vef SSNV kemur fram að starfsstöðvarnar báðar hafi mikla þýðingu fyrir samfé- lögin á Norðurlandi vestra og þyki fyrirmyndardæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggð- ina. Frá opnun þeirra hafi þær eflst verulega og starfi þar nú samtals vel yfir 40 starfsmenn. Slíkur fjöldi starfa hafi mikil áhrif í hag- kerfi svæðisins og stuðli að aukinni byggðafestu og uppbyggingu í lands- hlutanum. Veitt þeim sem skara fram úr við fjölgun verkefna á Norðurlandi vestra „Undanfarið hefur mikið verið rætt um störf án staðsetningar og almennt flutning starfa út á land sem m.a. hefur lengi verið baráttumál sveitar- stjórnarmanna á Norðurlandi vestra. Til að vekja athygli á þessu og jafn- framt hvetja og þakka þeim sem vel hafa staðið sig hefur stjórn SSNV ákveðið að veita á ársþingi ár hvert, viðurkenninguna Byggðagleraugun, þeirri stofnun eða ráðuneyti sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna á Norðurlandi vestra eða með öðrum hætti stuðlað að upp- byggingu hans,“ segir í frétt á vef- síðu samtakanna. Er viðurkenningunni ætlað að hvetja forsvarsmenn stofnana til að horfa með „byggðagleraugunum“ á verkefni sinna eininga og nýta þau tækifæri sem gefast til flutnings starfa/verkefna á landsbyggðina í samræmi við áherslur byggðaáætl- unar og annarra áherslna ríkisins. Viðurkenningarskjalið er hannað af Ólínu Sif Einarsdóttur, grafískum hönnuði ÓE Design, sem búsett er í Skagafirði. /MÞÞ Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, með viðurkenningarskjalið. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Byggðagleraugu fyrirmyndardæmi um flutning verkefna á landsbyggðina Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.