Bændablaðið - 29.04.2021, Page 14

Bændablaðið - 29.04.2021, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202114 Óskar Þór Jónasson kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hann prjónaði sér fína og fallega lopapeysu á meðan hann dvaldi á sóttvarnarhótelinu nýlega í Reykjavík vegna COVID- 19. Óskar hefur búið í Tromsö, Noregi í um ellefu ár. Hann er á öðru ári í leikskólakennaranámi og var orðinn leiður á að vera svona langt frá fjölskyldu sinni á Íslandi enda allt lokað meira og minna í Tromsö. Hann fékk að taka námið í fjarnámi svo hann kæmist til Íslands. Óskar tók með sér garn í peysuna að utan og prjónaði hana þá fimm daga sem hann var í sóttvarnarhús- inu. Svo setti hann rennilás á peys- una þegar hann komst í saumavél hjá foreldrum sínum. Óskar Þór stefnir á að fara aftur út til náms í ágúst í sumar. Á myndunum, sem mamma hans, Hrefna Ósk, tók má sjá hann í fínu peysunni sinni. /MHH FRÉTTIR Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Hjörleifur Árnason og Hrafn Stefánsson, nýir eigendur Polynorth á Akureyri. Nýir eigendur hjá Polynorth á Akureyri: Vél sem steypir kubba til húsbygginga væntanleg Nýir eigendur hafa tekið við félaginu Polynorth við Óseyri 4 á Akureyri. Hjörleifur Árnason, viðskiptafræðingur og mat- reiðslumaður, hefur verið í fyr- irtækjarekstri undanfarin ár, m.a. í veitingageiranum. Hrafn Stefánsson er vélfræðingur að mennt og hefur reynslu af plast- framleiðslu bæði hér á landi og erlendis. Félagið var stofnað árið 1987 og hefur aðalframleiðsla þess verið einangrunarplast til byggingafram- kvæmda. Nýir eigendur stefna að því að fjölga vörulínum, en m.a. hafa náðst samningar við austur- rískt fyrirtæki um kaup á vél sem steypir kubba fyrir húsbyggingar. Polynorth verður þá eina fyrirtæk- ið hér á landi sem framleiðir slíkar einingar, en þær þykja bæði þægi- legar og einfaldar í uppsetningu, segir í frétt um eigendaskiptin frá félaginu. Jafnframt segir að þær séu með afburða einangrunargildi og hljóðvist. Meðal þeirra verkefna sem fyr- irtækið sinnir er viðhald á lokum fyrir heita potta og alls kyns áfyll- ingar eins og í brjóstgjafapúða og grjónapúðasekki. Nýjum eigendum er mikið í mun að halda áfram framleiðslu einangrunarplasts norðan heiða, en þannig gefst tækifæri til að viðhalda persónulegum tengslum við við- skiptavini. Þá segir í tilkynningu að fyrirtækið sé opið fyrir hvers kyns hugmyndum um vörur úr frauðefni svo og öðrum plastefnum. /MÞÞ Nýr og afkastamikill götusóp- ur hefur verið tekinn í notkun á Akureyri en honum er ætlað að vinna gegn svifryksmengun í bænum. Götusópurinn, sem er af gerðinni Schmidt 660, er fyrsta flokks tæki, vel búinn með góðum tromlukústi, sjö rúmmetra safnkassa og getur tekið vatn inn á sig. Hliðarsópur er stillanlegur og getur sópað alveg upp að kanti sem er mikill kostur. Þá er sogkraftur tækisins óvenjumikill. Sópurinn á metanbíl Sópurinn er á metanbíl í samræmi við umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins. Með þessu tæki er hægt að hreinsa göturnar á skilvirkan og vandaðan hátt og stuðla þannig að fallegra umhverfi og hreinna lofti. Fjárfestingin er liður í aðgerðum Akureyrarbæjar til að stemma stigu við svifryksmengun sem mælist reglulega of mikil. Rík áhersla er lögð á þetta verkefni um þessar mundir og er meðal annars unnið að greiningu á efnasamsetningu og uppruna svifryks á Akureyri. Vonir standa til að með samhentu átaki bæjarins við að hreinsa betur göturnar og íbúa við að draga úr bílaumferð og notkun nagladekkja megi ná góðum árangri í baráttunni við svifrykið. Hafist handa við vorverkin Götusópurinn var boðinn út síð- asta vor og er keyptur af fyrirtæk- inu Aflvélum ehf. fyrir 40 millj- ónir króna. Hann kom til lands- ins á dögunum og er nú kominn á götur Akureyrar þar sem hann verður við stífa vinnu á næstunni. Vorverkin eru enda að hefjast og einn liður í því er að hreinsa bæ- inn og koma honum í sumarbún- inginn. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. /MÞÞ Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. Mynd / Akureyrarbær Akureyri: Afkastamikill götusópur gegn svifryksmengun Fór á sóttvarnarhótel og prjónaði lopapeysu Óskar Þór Jónasson í nýju „COVID“ peysunni sinni. Mynd / MHH Þórður í Skógum 100 ára „Mér líður mjög vel og hef ekki yfir neinu að kvarta, ég hugsa ekkert um það hvað ég er gamall eða hvað ég verð gamall, ég er sáttur við guð og menn og líður vel,“ segir Þórður Tómasson, fyrrverandi safnvörður í Skógum undir Eyjafjöllum, en hann varð 100 ára miðvikudaginn 28. apríl. Þórður er fæddur og uppalinn í Vallnatúni í Vestur-Eyjafjallahreppi. Hann býr í Skógum með Guðrúnu, systur sinni, sem er 90 ára og Þóra Sigríður, systir þeirra, sem er búsett á Hvolsvelli, er 97 ára. Þá áttu þau bróður, sem dó árið 2016, þá 96 ára en hann hét Kristinn. Þórður og Guðrún hafa búið í Skógum frá 1959. Þórður hefur stundað ritstörf af miklu kappi síðustu ár og gefið út nokkrar bækur, nú síðast fyrir síðustu jól bókina „Hér er kominn gestur“, sem er bók um gesti og gangandi í aldanna rás. Í dag á hann handrit í þrjár bækur, sem hann stefnir á að gefa út. /MHH Þórður Tómasson í Skógum, sem fagnaði 100 ára afmæli sínu miðvikudaginn 28. apríl. Oddafélagið og Skógasafn munu halda Þórði til heiðurs samkomu föstudaginn 30. apríl í Skógum að viðstöddum forseta Íslands. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.