Bændablaðið - 29.04.2021, Side 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 17
Opið fyrir umsóknir fyrir skóla-
árið 2021–2022. Nánari upplýsingar
er að finna á www.lydflat.is
lýðskólinn
á
flateyri
Sushi og safaríkar steikur
Túnfiskur er sælkerafæða. Hann
er ómissandi í sushi-rétti og safa-
ríkar steikur sem gefa nauta-
kjöti lítt eftir. Vel að merkja er
hér ekki verið að tala um allar
túnfisktegundir, heldur eingöngu
bláuggatúnfisk. Aðrar túnfisk-
tegundir enda helst í dós.
Nokkrar tegundir túnfiska finn-
ast í heiminum. Sá túnfiskur sem
veiðist mest af nefnist randatún-
fiskur (skipjack). Afli hans nam
um 3 milljónum tonna árið 2018.
Var hann jafnframt í þriðja sæti yfir
mest veiddu fisktegundir heims það
ár. Næstur í röðinni er guluggatún-
fiskur með 1,5 milljónir tonna. Þar
á eftir koma glápari (bigeye) og guli
túnfiskur (albacore).
Lestina rekur bláuggatúnfisk-
ur. Samanlagður afli hans í öllum
heimshöfum var aðeins rúm 68 þús-
und tonn árið 2018, eða um 1,3% af
heildartúnfiskveiðinni. Þess má geta
að talsvert er framleitt af bláugga-
túnfiski í áframeldi, í Miðjarðarhafi
og víðar, sem bætist við framboðið.
Heildarveiði túnfiska nam 5,2
milljónum tonna árið 2018 og afla-
verðmæti var 11,7 milljarðar dollar-
ar, um 1.500 milljarðar íslenskra
króna. Að minnsta kosti þrír fjórði
hluti af túnfiskafla heimsins er
unnið sem lagmeti.
Bláuggatúnfiskur er glæsileg
skepna. Hann er með stærstu bein-
fiskum og getur orðið allt að 3,3
metrar að lengd og 725 kíló að
þyngd. Hann er með spretthörðustu
fiskum og nær allt að 80 kílómetra
sundhraða á klukkustund.
Bláuggatúnfiskur er gríðarlega
verðmætur fiskur. Á uppboði á
fiskmarkaði í Tokyo fyrir Covid
gat ferskur túnfiskur verið seldur
á 10 þúsund krónur á kílóið, en
verð hans var og er breytilegt og
veltur það á framboði og eftir-
spurn og gæðum fisksins.
Talað er um þrjá megin-
stofna bláuggatúnfisks en þeir
eru í Atlantshafi, Kyrrahafi
og Suðurhöfum. Atlantshafs
bláuggatúnfiski er skipt í tvær
stjórnunareiningar, austur og
vesturstofn. Einhver samgangur
er á milli þessara stofna.
Austur-Atlantshafs bláugga-
túnfiskur hrygnir í Miðjarðarhafi
en fer á fæðuslóðir allt frá Vestur-
Afríku norður í Noregshaf og
til Íslands. Túnfiskur hefur
verið mikilvægur nytjafiskur í
Miðjarðarhafi frá því í fornöld.
Aðal fiskveiðiþjóðirnar eru
Spánn, Frakkland og Ítalía.
Austur-Atlantshafs bláugga-
túnfiskur var lengi vel ofveiddur.
Áætlað er að aflinn hafi verið 50
til 60 þúsund tonn á ári 1996 til
2007, rúmlega tvöfalt meiri en
útgefinn kvóti. Vísindamenn ótt-
uðust að stofninn myndi hrynja.
Kvótinn var skorinn niður og
eftirlit hert. Aflinn fór niður í
11 til 12 þúsund tonn á ári. Á
síðustu árum hefur stofninn náð
sér töluvert á strik í kjölfar áætl-
unar um uppbyggingu á vegum
Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins.
Kvótinn er nú kominn í 36 þús-
und tonn á ári.
/KS
Túnfiskur á uppboðsmarkaði í Japan.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
RANDEX - VAGNAR
AF VÖNDUÐUSTU GERÐ
Gerðu kröfur - hafðu samband við Snorra Árnason
í síma 590 5130 og kynntu þér þína möguleika
• Við bjóðum margar stærðir og útfærslur af RANDEX vögnum
• Hardox 450 stál með allt að 80% meiri endingu
• Hagstætt verð
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
H
eim
ild: Prentm
iðlakönnun G
allup. K
önnunartím
i okt. - des. 2020.
BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI
36,2% fólks á
landsbyggðinni
les Bændablaðið
Hvar auglýsir þú?
36,2%
Lestur Bændablaðsins
á landsbyggðinni
Lestur Bændablaðsins
á höfuðborgarsvæðinu
17,8% 24,3%
Lestur landsmanna á
Bændablaðinu
Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
Lestur Bændablaðsins
Hafðu samband