Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 17

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 17 Opið fyrir umsóknir fyrir skóla- árið 2021–2022. Nánari upplýsingar er að finna á www.lydflat.is lýðskólinn á flateyri Sushi og safaríkar steikur Túnfiskur er sælkerafæða. Hann er ómissandi í sushi-rétti og safa- ríkar steikur sem gefa nauta- kjöti lítt eftir. Vel að merkja er hér ekki verið að tala um allar túnfisktegundir, heldur eingöngu bláuggatúnfisk. Aðrar túnfisk- tegundir enda helst í dós. Nokkrar tegundir túnfiska finn- ast í heiminum. Sá túnfiskur sem veiðist mest af nefnist randatún- fiskur (skipjack). Afli hans nam um 3 milljónum tonna árið 2018. Var hann jafnframt í þriðja sæti yfir mest veiddu fisktegundir heims það ár. Næstur í röðinni er guluggatún- fiskur með 1,5 milljónir tonna. Þar á eftir koma glápari (bigeye) og guli túnfiskur (albacore). Lestina rekur bláuggatúnfisk- ur. Samanlagður afli hans í öllum heimshöfum var aðeins rúm 68 þús- und tonn árið 2018, eða um 1,3% af heildartúnfiskveiðinni. Þess má geta að talsvert er framleitt af bláugga- túnfiski í áframeldi, í Miðjarðarhafi og víðar, sem bætist við framboðið. Heildarveiði túnfiska nam 5,2 milljónum tonna árið 2018 og afla- verðmæti var 11,7 milljarðar dollar- ar, um 1.500 milljarðar íslenskra króna. Að minnsta kosti þrír fjórði hluti af túnfiskafla heimsins er unnið sem lagmeti. Bláuggatúnfiskur er glæsileg skepna. Hann er með stærstu bein- fiskum og getur orðið allt að 3,3 metrar að lengd og 725 kíló að þyngd. Hann er með spretthörðustu fiskum og nær allt að 80 kílómetra sundhraða á klukkustund. Bláuggatúnfiskur er gríðarlega verðmætur fiskur. Á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo fyrir Covid gat ferskur túnfiskur verið seldur á 10 þúsund krónur á kílóið, en verð hans var og er breytilegt og veltur það á framboði og eftir- spurn og gæðum fisksins. Talað er um þrjá megin- stofna bláuggatúnfisks en þeir eru í Atlantshafi, Kyrrahafi og Suðurhöfum. Atlantshafs bláuggatúnfiski er skipt í tvær stjórnunareiningar, austur og vesturstofn. Einhver samgangur er á milli þessara stofna. Austur-Atlantshafs bláugga- túnfiskur hrygnir í Miðjarðarhafi en fer á fæðuslóðir allt frá Vestur- Afríku norður í Noregshaf og til Íslands. Túnfiskur hefur verið mikilvægur nytjafiskur í Miðjarðarhafi frá því í fornöld. Aðal fiskveiðiþjóðirnar eru Spánn, Frakkland og Ítalía. Austur-Atlantshafs bláugga- túnfiskur var lengi vel ofveiddur. Áætlað er að aflinn hafi verið 50 til 60 þúsund tonn á ári 1996 til 2007, rúmlega tvöfalt meiri en útgefinn kvóti. Vísindamenn ótt- uðust að stofninn myndi hrynja. Kvótinn var skorinn niður og eftirlit hert. Aflinn fór niður í 11 til 12 þúsund tonn á ári. Á síðustu árum hefur stofninn náð sér töluvert á strik í kjölfar áætl- unar um uppbyggingu á vegum Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins. Kvótinn er nú kominn í 36 þús- und tonn á ári. /KS Túnfiskur á uppboðsmarkaði í Japan. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is RANDEX - VAGNAR AF VÖNDUÐUSTU GERÐ Gerðu kröfur - hafðu samband við Snorra Árnason í síma 590 5130 og kynntu þér þína möguleika • Við bjóðum margar stærðir og útfærslur af RANDEX vögnum • Hardox 450 stál með allt að 80% meiri endingu • Hagstætt verð Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt. - des. 2020. BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 36,2% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið Hvar auglýsir þú? 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins Hafðu samband
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.