Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 19 Bændasamtökum Íslands til minn­ ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reið­ kennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Úrslit voru þessi: 1. sæti: Helga Rún Jóhannsdóttir 2. sæti: Steindóra Ólöf Haralds­ dóttir 3. sæti : Sverrir Geir Guðmundsson 4. sæti: Laufey Rún Sveinsdóttir 5. sæti: Elínborg Árnadóttir 6. sæti: Björn Ingi Ólafsson Eiðfaxabikarinn Eiðfaxabikarinn hefur verið veittur síðan 1978. Hann er veittur þeim nemanda sem hlýtur bestu einkunn í bóklegum áfanga og hlaut hann í ár Elínborg Árnadóttir. Ásetuverðlaun FT Félag tamningamanna hefur veitt ásetuverðlaun frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum. Þau hlaut Steindóra Ólöf Haraldsdóttir. Framfarabikar Reynis Verðlaunin hafa verið veitt síðan 2013 þeim nemanda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku II, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamn­ ingaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar. Verðlaunin í ár hlaut Björn Ingi Ólafsson. /HKr. SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGI SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMINN TÍMI Á NÝTT GLER ? VIÐ SÉRSMÍÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM • EINANGRUNARGLER • SÓLVARNARGLER • HLJÓÐVARNARGLER • ÖRYGGISGLER • HAMRAÐ GLER • HERT GLER • LAKKAÐ GLER • SPEGLAR Verðlaunahafar frá vinstri: Björn Ingi, Elínborg, Helga Rún, Steindóra Ólöf og Laufey Rún.Steindóra Ólöf Haraldsdóttir hlaut ásetuverðlaun Félags tamingamanna. Norðurþing: Njóta ekki lækkunar vatnsgjalds Kostnaður við meðhöndlun úrgangsmála hefur aukist gríðar- lega og er ein af ráðstöfunum meirihluta Norðurþings til að mæta honum að lækka vatns- gjald sem innheimt er með fast- eignagjöldum. Heildarupphæð lækkunarinnar nam um 18 millj- ónum króna, tekjur Orkuveitu Húsavíkur ohf. lækkuðu því sem því nemur. Hjálmar Bogi Hafliðason óskaði eftir því á fundi skipulags­ og fram­ væmdaráðs Norðurþings á dögun­ um að umræða yrði um lækkun vatnsgjalds og gjaldskrá sorpgjalda. Málum er þannig háttað í Norðurþingi að aðeins hluti íbúa sveitarfélagsins nýtur afsláttar­ ins. Í hinum dreifðu byggðum eru íbúar í mörgum tilfellum með eigin vatnsveitu sem hefur ekki kallað á fjárfestingar eða viðhald af hálfu sveitarfélagsins. Þessir aðilar njóta því ekki ávinning af áðurnefndri lækkunar­ aðgerð og greiða þar af leiðandi hækkun sorpgjalda í mun meira mæli en aðrir íbúar sveitarfélagsins. Óskað er eftir aðgerðum fyrir þessa aðila með tilliti til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.