Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 20

Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202120 Samkvæmt fyrirliggjandi opinberum tölum hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár, eða síðan 1861 þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór niður í 327.000. Í öðrum búfjárstofnum hafa ekki orðið miklar sveiflur ef alifuglar eru undanskildir, þar hefur orðið gríðarleg aukning í stofninum. Þó eftir sé að staðfesta sumar tölur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um búfé landsmanna samkvæmt endanlegum skýrslum þá liggur heildarmyndin samt nokkuð ljós fyrir. Alifuglarækt hefur lengst af á síðustu 40 árum verið umfangsminni en sauðfjárræktin. Árið 1981 voru hér samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins 416.799 varphænsni og holda hænsni samanlagt. Auk þess voru 1.363 endur. Alifuglarækt fór vaxandi til 1985 þegar stofninn taldist vera 584.904 fuglar. Þá var sauðfé til samanburðar 710.190. Alifuglaræktin var í mestri lægð 2001 Frá 1985 til 2001 fór alifuglarækt hrakandi þó með tveim uppsveiflum, þ.e. 1990 og 1999, en var samt langt undir sauðfjárfjöldanum. Neðst fór alifuglaræktin í 207.102 fugla á árinu 2001, en fór síðan hratt stígandi fram til 2007 þegar alifuglaræktin fór í fyrsta sinn fram úr sauðfjárræktinni. Þá töldust alifuglar í landinu vera 469.682, en sauðfé 456.007. Eftir þetta varð hökt á alifuglaræktinni fram til 2015 þegar stofninn taldist vera 249.044 fuglar. Alifuglastofninn tók risastökk 2016 Á árinu 2016 varð gríðarlegt stökk og á einu ári stækkaði alifuglastofninn um 793.424 fugla og fór upp í 1.042.468. Það sama ár taldist sauðfjárstofninn vera 476.647 skepnur. Þetta er aukning upp á rúm 318,5%. Sauðfjárstofninn ekki hálf- drættingur á við alifugla stofninn. Á árinu 2020 var sauðfjárstofninn ekki einu sinni hálfdrættingur á við alifuglana eða 400.724 og munurinn því 440.118. Sauðfjárbændur í landinu eru samkvæmt opinberum tölum samtals 2.127, en alifuglaeigendur 201. Ekki er ljóst hvað olli þessari miklu uppsveiflu í tölum varðandi alifuglaeldið árið 2016, hvort um er að ræða hreina aukningu í ræktun, eða sambland af því og breyttri aðferðarfærði við talningu. Allavega er þetta langmesti fjöldi alifugla sem sést hefur í opinberum tölum hérlendis og hefur hvorki fyrr né síðar farið yfir eina milljón fugla. Síðan hefur þetta sveiflast nokkuð milli ára og rokkað frá um 840.000 til 970.000. Mikil aukning í alifuglarækt virðist endurspegla þær miklu breytingar sem hafa verið að eiga sér stað á neysluvenjum landsmanna líkt og hjá íbúum fjölmargra vestrænna landa. Þar hefur kjúklingakjöt verið að ná hæstu hæðum í vinsældum á kostnað annarra kjöttegunda. Þannig nam sala á alifuglakjöti frá afurðastöðvum 2020 um 9.038 tonnum eða svipað og framleiðslan. Hins vegar nam salan á kindakjöti „ekki nema“ rúmum 6.204 tonnum á meðan framleiðslan nam tæpum 9.477 tonnum. Salan á kindakjötinu var því ekki „nema“ um 65% af framleiðslunni og var salan á þessari kjöttegund 2.834 tonnum minni en af alifuglakjöti. Það þýðir að kindakjötssalan nam tæplega 69% af alifuglakjötssölunni. Mikil áskorun og tækifæri fyrir sauðfjárræktina Þótt mörgum finnist þessi staða nokkuð döpur fyrir sauðfjárræktina, má líka líta á það sem mikla áskorun og tækifæri fyrir vöruþróun í sauðfjárafurðum. Sauðfjárbændur hafa heldur ekki verið þekktir fyrir uppgjöf í gegnum tíðina og hljóta að skoða gaumgæfilega þau tækifæri sem í stöðunni geta falist. Reyndar hefur verið markviss vinna í gangi varðandi þann þátt, t.d. í gegnum Icelandic lamb, en þar hafa menn ekki síst verið að horfa á gæðamálin. Svínakjötið vinnur á Þá seldist frá afurðastöðvum á síðasta ári meira svínakjöt en framleitt var það ár, eða rúm 6.819 tonn, en framleidd voru 6.812 tonn. Mismunurinn skýrist væntanlega af sölu birgða. Salan á svínakjötinu var því 615 tonnum meiri en af kindakjöti. Íslensk svínakjötsframleiðsla virðist því njóta vinsælda almennings og það mun örugglega ekki minnka eftir því sem búin verða sjálfbærari um framleiðslu á eigin fóðri. Flestir voru svínabændur árið 1988, eða 124 talsins, en nú eru 14 ræktendur í landinu samkvæmt tölum Mælaborðs landbúnaðarins. Eitthvað skrítin tölfræði um kalkúnaeldi Á síðasta ári, 2020, var alifugla- stofninn talinn vera 840.842 fuglar. Setja verður spurningarmerki við þær tölur þar sem fullorðnir kalkúnar eru þar einungis sagðir sjö talsins, eða sami fjöldi og 2019, en þeir voru aðeins 3 árið 2018. Samt voru sagðir vera 1.113 fullorðnir kalkúnar árið 2016. Sem kunnugt er hefur talsvert verið ræktað af kalkúnum hérlendis. Ekkert lát hefur heldur verið á kalkúnakjötsneyslunni undanfarin ár, eins og fólk þekkir vel í kringum hina aðfluttu þakkargjörðarhátíð og einnig um jól og áramót. Það ætti því að koma fram í talningu ekki síður en holdahænsni. Á síðasta ári voru framleidd rétt tæp 310 tonn af kalkúnakjöti samkvæmt tölum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og fór allt það kjöt í sölu frá afurðastöðvum. Þetta hefur varla sprottið upp af sjö fullorðnum fuglum. Það varð lítils háttar samdráttur í sölu kalkúnakjöts frá 2019, eða um 2,7%, sem skýrist væntanlega af COVID-19 og hruni í ferðaþjónustu. Nautgriparæktin í þriðja sæti Nautgriparæktin er í þriðja sæti að umfangi í íslenskum landbúnaði hvað fjölda gripa varðar. Þar voru 80.625 gripir á síðasta ári. Hefur talan haldist nokkuð stöðug fyrir ofan 80.000 síðan 2016 og eru nautgripabændur nú sagðir vera 747 talsins. Þar hefur holdakúm verið að fjölga á kostnað mjólkurkúa. Þannig voru 3.295 holdakýr 2020, en 2.891 árið 2019. Mjólkurkýr voru aftur á móti 2.617 árið 2020, en 2617 árið 2019. Flestar voru mjólkurkýrnar þó árið 2015, eða 27.441, en þá voru 2.049 holdakýr í landinu. Af nautgripakjöti voru framleidd 4.652 tonn árið 2020, eða 3,6 % minni en árið 2019. Salan á nautakjöti frá afurðastöðvum var mjög svipuð, eða um 6.667 tonn og þar hafa menn eitthvað verið að ganga á birgðir frá fyrra ári þó um 3,1% samdráttur hafi verið í sölu frá 2019. Líkt og í kindakjötsframleiðslunni felast áskoranir í stöðunni í nautgripakjötsframleiðslunni. Í gegnum Landssamband kúabænda hefur sú áskorun reyndar verið tekin mjög alvarlega með sérstakri áherslu á gæðamálin. Flöktandi tölur um hrossaeign landsmanna Hrossaræktin í landinu er sú búgrein sem hefur verið að skila einna undarlegustu tölunum í mörg ár. Erfitt hefur reynst að fá áreiðanlegar tölur um fjölda hrossa í landinu frá því eftirfylgni var hætt af hálfu forðagæslumanna. Starfsfólk Búnaðarstofu sem síðar fluttist búferlum til MAST og þaðan til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, hefur reynt sitt besta til að móta utan um þessa grein skráningarkerfi sem byggir á mörgum þáttum. Eigi að síður heyrast enn fullyrðingar um að tölfræðin geti ekki staðist. Er þetta bagalegt á tímum þegar útflutningur hrossa hefur aldrei gengið betur. Tveggja tuga þúsunda sveifla á milli ára Á árunum 1990 til 2009 fór fjöldi hrossa aldrei undir 70 þúsund undir vökulum augum forðagæslumanna. Flest voru þau talin árið 1996, eða 80.595. Árið 2009 var fjöldinn talinn vera 77.291 hross, en hrundi skyndilega niður í 55.781 árið 2010 af einhverjum undarlegum ástæðum. Ekki kom það fram í aukningu á hrossakjöti á markaðnum, sem nam 21.510 hrossum. Áfram stórar sveiflur í opinberri skráningu hrossa Frá 2010 hefur talan um fjölda hrossa alltaf þótt tortryggileg, en á árinu 2014 tók talan óvæntan kipp úr 52.467 í 67.997 hross, eða um 15.530 hross. Talan féll svo niður í 64.816 hross árið 2017, 53.453 hross árið 2018 og jókst svo á ný upp í 55.230 hross árið 2019. Á síðasta ári voru hrossin svo talin 58.362 og hrossaeigendur voru samtals 3.463. Reynt að ná fram rauntölum Ýmislegt hefur þó verið gert til að reyna að fá fram raunverulegri tölu um fjölda hrossa í landinu, eins og að hreinsa út af skrá dauð hross og skrá fædd folöld. Svo virðist sem bættar aðferðir séu að skila meiri nákvæmni, þó eflaust vanti enn eitthvað upp á að nákvæm rauntala fáist um fjölda hrossa í landinu. Bjartara yfir loðdýrabúskapnum eftir hrun á heimsmarkaði Loðdýrabúskapur hefur verið æði sveiflukenndur og átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár. Þar hefur orðið veruleg fækkun búa í kjölfar hruns á heimsmarkaði. Nú eru ekki eftir nema 10 loðdýrabændur á Íslandi. Aðeins hefur rofað til með hækkun skinnaverðs á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn. Þannig stendur verðið í dag undir kostnaði. Talsvert er þó í að bændur nái að vinna upp tap undanfarinna missera og ára. Ólíklegt má því teljast að einhver hinna eldri búa, sem mörg voru afar vel búin, verði endurreist á næstunni. Ekki færri minkar í eldi síðan 1985 Samkvæmt haustskýrslum voru aliminkar 15.764 talsins (læður og högnar) árið 2020, eða heldur fleiri en 2019 þegar þeir voru 14.229. Minkar hafa reyndar aldrei verið eins fáir á Íslandi síðan 1985 þegar þeir voru 11.490. Þá voru hins vegar 18.395 refir í eldi, en nú eru þeir einungis 4. Fyrir 40 árum, eða árið 1981, voru eldisminkar taldir vera 8.922 og refir í eldi voru þá 1.443. Flestir voru minkarnir í eldi hérlendis árið 1988 eða 86.645, en það ár voru einnig 9.000 refir í eldi. Næst flestir minkar voru þegar allt lék í lindi á uppgangstímanum 2013 eða 64.484. Þá voru refir hinsvegar horfnir út úr myndinni og einungis 4 skráðir í eldi. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Sviptingar í búfjáreign og miklar áskoranir í sumum greinum sem fela líka í sér tækifæri 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 90.000 Skráð hrossaeigna landsmanna í 40 ár frá 1981 -2021 Fjöldi hrossa Eigendur Bæ nd ab la ði ð / H Kr . Heimild: Mælaborð landbúnaðarins - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 0 100000 200000 300000 400000 500000 600000 700000 800000 900000 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 Series2 400.724 473.553 477.275 420.235 465.637 458.367 548.707 710.190 827.927 896.000 864.000 736.000 850.000 834.000 658.000 402.000 532.000 699.000 583.000 482.000 327.000 490.000 304.000 50.000 357.000 279.000 Series1 2020 2015 2010 2005 2000 1995 1990 1985 1980 1977 1974 1970 1966 1960 1955 1949 1945 1934 1924 1901 1861 1855 1800 1784 1760 1703 Fjöldi sauðfjár í vetrarfóðrun á Íslandi frá 1703 til 2020 - Samkvæmt gögnum Mælaborðs landbúnaðarins 1981-2000 og samantekt dr. Ólafs R. Dýrmundssonar 1703-1980 M es ti fjá rfj öl d frá u pp ha fi Fj ár kl áð i M óð uh ar ði nd in M æ ði ve ik i Ka lá r Bæ nd ab la ði ð / H Kr .

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.