Bændablaðið - 29.04.2021, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202122
Úthlutun Landgræðslunnar úr Landbótasjóði:
Hlutfall verkefna á beitarfriðuðum svæðum hækkar
– Margföld aukning hefur orðið í dreifingu á lífrænum áburði í verkefnum styrktum af Landbótasjóði á undanförnum árum
Landgræðslan úthlutaði á
dögunum úr Landbótasjóði til
95 verk efna. Heildarupphæð
styrkja nam 93.270.000 krónum
og meðalstyrkhlutfall var 55
prósent af kostnaði verkefna.
Stærstur hluti þeirra er á sviði
uppgræðslu og gróðurstyrkingar.
Á vef Landgræðslunnar er fjallað
um úthlutunina og þar kemur fram
að í reglum Landbótasjóðs sé ákvæði
um að beitarfriðuð svæði séu í for-
gangi og geti fengið hærra styrk-
hlutfall en beitt svæði. Af styrktum
verkefnum nú eru 21 á friðuðum
svæðum en 68 á beittum svæðum.
Sjóðurinn gerir þá tillögu að verk-
efni á friðuðum svæðum hljóti 80
prósenta styrk miðað við reiknaðan
kostnað án fræs og umsjónar, en
verkefni á beittum svæðum hljóti
65 prósenta styrk.
Landbótasjóður útvegar fræ
Líkt og undanfarin ár útvegar
Landbótasjóður fræ í verkefnin
eftir því sem við á. Verður rúmlega
níu tonnum af túnvingulsfræi og
um einu tonni af melgresisfræi
dreift á þessu ári. Andvirði þess
metur Landgræðslan á um 18,4
milljónir króna og er heildarúthlutun
Landbótasjóðs fyrir árið 2021 því
111.670.000 krónur.
„Styrkþegar eru fjölbreyttur
hópur og koma úr röðum land-
eigenda og sveitarfélaga, einnig
félagasamtaka sem vinna að land-
bótum á friðuðum svæðum og
stunda gjarnan fræðslustarfsemi
sem hluta verkefnis,“ segir á vef
Landgræðslunnar.
Margföld aukning
í dreifingu lífræns áburðar
Margföld aukning hefur orðið í
dreifingu lífræns áburðar í verk-
efnum styrktum af Landbótasjóði.
Til samanburðar eru borin saman
árin 2015, þegar 671 tonni var dreift,
og 2020 þegar þau voru 4.715.
„Þessi rúmlega sjöfalda aukn-
ing er ánægjulegur vitnisburð-
ur um aukinn áhuga og skilning
landeigenda á því að nota lífræn-
an áburð og í samræmi við þær
áherslur sem Landgræðslan hefur
sett í sínu starfi,“ segir í umfjöllun
Landgræðslunnar.
Landbætur á 5.200 hekturum
Samtals er áformað að vinna að
landbótum á um 5.200 ha lands auk
dreifingar á heyrúllum og kjötmjöli,
auk gróðursetningar og sáningu á
birki. Skipting verkefna eftir sviði
landbóta er eftirfarandi:
• Dreifing á tilbúnum
áburði: 4.318 ha.
• Dreifing á lífrænum
áburði: 347 ha.
• Sáning gras- og melfræs:
500 ha.
• Dreifing á heyrúllum:
2.609 stk.
• Kjötmjölsdreifing: 45 ha.
• Gróðursetning á birki
7.600 stk.
„Við úthlutun er meginregla sú að
upphæð styrks getur numið allt að
2/3 af reiknuðum kostnaði við vinnu
og kaup á aðföngum. Landgræðslan
leggur mat á kostnað verkefna og
miðar við gildandi verðskrá stofn-
unarinnar.
Tilgangur Landbótasjóðs er að
færa ábyrgð og framkvæmd land-
græðsluverkefna heim í héruð og
veita umráðahöfum lands styrki til
landbótaverkefna. Við ákvörðun
um styrkveitingar er lögð áhersla
á stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og
gróðureyðinga, endurheimt gróðurs,
jarðvegs og votlendis, sjálfbæra
landnýtingu og bindingu kolefnis
í gróðri og jarðvegi,“ segir á vef
Landgræðslunnar. /smh
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
FRÉTTIR
Umsækjandi Sveitarfélag Verkefni Úthlutun 2021
Hafsteinn Hrafn Daníelsson Hvalfjaraðarsveit
Uppgræðsla mela með búr-
hænsnaskít í landi Geldingaár í
Hvalfjarðarsveit
1.350.000
Hvanneryrarbúið ehf Borgarbyggð
Uppgræðsla mela suður í landi á
Hvanneyri
220.000
Albert Guðmundsson Borgarbyggð Uppgræðsla mela á Heggstöðum 1.000.000
Þórólfur Árnason Borgarbyggð
Uppgræðsla mela og endurheimt
birkis á Svarfhóli
1.380.000
Jóhann Ingi Ásgeirsson Skagabyggð Uppgræðsla mela á Hafursstöðum 260.000
Eingarhaldsf. Grímstungu- og
Haukagilsheiðar
Skagabyggð Uppgræðsla mela á Grímstunguheiði 480.000
Lionsklúbbur Skagafjarðar
Sveitarfélagið
Skagafjörður
Uppgræðsla ofan Grensborgar á
Goðdalafjalli
770.000
Benjamin Davíðsson Akureyrarbær Uppgræðsla í landi Engimýri 1.050.000
Kristján B. Garðarsson Akureyrarbær
Uppgræðsla vegna skriðu á Gilsá II
í Eyjafirði
200.000
Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins
4x4
Akureyrarbær Gróðursetning á birki við Réttartorfu 150.000
Steingrímur Þór Einarsson Eyjafjarðarsveit
Uppgræðsla mela með rúllum í landi
Torfufells í Eyjafirði
150.000
Grýtubakkahreppur Grýtubakkahreppur
Stöðvun jarðvegseyðingar og upp-
græðsla á Leirdalsheiði
460.000
Páll Kjartansson Þingeyjarsveit
Uppgræðsla rofabarða milli
Svartárkots og Víðikers
810.000
Þingeyjarsveit Þingeyjarsveit
Uppgræðsla mela og rofabarða við
Íshólavatn á Vesturafrétt Bárðdæla
1.110.000
Svartárkotsbúið Þingeyjarsveit
Uppgræðsla rofabarða í skógræktar-
svæði í landi Svartárkots
90.000
Svartárkotsbúið Þingeyjarsveit
Uppgræðsla við Grjót og svæði
kringum Réttartorfu á Austurafrétt
Bárðdæla
940.000
Norðlenska
Þingeyjarsveit/
Norðurþing
Uppgræðsla með gor í Húsavíkurlandi 640.000
Sigurður Á. Þórarinsson Norðurþing
Uppgræðsla mela í landi
Skarðaborgar og Einarsstaða á
Reykjaheiði
640.000
Skútustaðir ehf Skútustaðahreppur
Uppgræðsla við Kolatorfu í
Krákárbakkahólfi í Skútustaðaafrétt
260.000
Halldór Árnason Skútustaðahreppur Uppgræðsla í landi Garðs 400.000
Vogabú ehf Skútustaðahreppur Uppgræðsla við Hverfell 800.000
Félagsbúið Baldursheimi 1 Skútustaðahreppur Uppgræðsla hálfuppgrædda mela 950.000
Skútustaðahreppur - NÍN Skútustaðahreppur
Uppgræðsla með rúllum í
Þingeyjarsveit
380.000
Skútusaðahreppur - NÍN Skútustaðahreppur
Uppgræðsla með rúllum og
lífrænum áburði vítt og breitt um
Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp
3.510.000
Skútustaðahreppur Skútustaðahreppur
Uppgræðsla á Austurafrétt
Mývetninga og á Gæsafjöllum
2.470.000
Norðurþing Norðuþing
Uppgræðsla með moltu og tilbúnum
áburði austan Húsavíkurfjalls
1.110.000
Búnaðarfélag Tjörnesinga Tjörneshreppur
Uppgræðsla og gróðurstyrking á
Mánárheiði, við Gyðuhnjúk og í
Breiðuvík
850.000
Kristinn Rúnar Tryggvason Norðurþing
Uppgræðsla með rúllum á rofnu landi
á Ássandi í Kelduhverfi
290.000
Halldór S. Olgeirsson Norðurþing
Uppgræðsla mela og rofabarða á
Stórási í landi Bjarnastaða
820.000
Benedikt Kristjánsson Norðurþing
Uppgræðsla rofabarða og mela
austan og norðan við Hvammagil
400.000
Félagsbúið Sandfellshaga Norðurþing
Uppgræðsla mela norðan og austan
Sandfells í landi Sandfellshaga
850.000
Urðir ehf. Norðurþing
Uppgræðsla mela og gróðurstyrkingí
landi Axla í landi Sandfellshaga og
við Skóga
610.000
Hafsteinn Hjálmarsson Norðurþing
Uppgræðsla mela og rofmóa í landi
Gilsbakka í Öxarfirði
400.000
Stefán L Rögnvaldsson Norðurþing
Uppgræðsla mela og rofmóa í landi
Leifsstaða í Öxarfirði
400.000
Landgr.félag Öxarfjarðarhrepps Norðurþing
Stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðslur
á Öxarfjarðarheiði
3.470.000
Gunnar Einarsson Norðurþing
Uppgræðsla mela og rofabarða á
Daðastöðum
920.000
Björn Halldórsson Norðurþing
Stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla
á Valþjósstaðafjalli
780.000
Hafrafellstunga ehf Norðurþing
Uppgræðsla rofmóa í Hafrafellstungu
og Tunguheiði/Búrfellsheiði
330.000
Helgi Árnason og Sigurlína J.
Jóhannesdóttir
Norðurþing
Uppgræðsla með gor á gróðursnauðu
landi innan Snartarstaðagirðingar
1.020.000
Helgi Árnason Norðurþing
Stöðvun uppblásturs og uppgræðsla í
landi Snartastaða
600.000
Landgr.félag Svalbarðshrepps Svalbarðshreppur
Stöðvun jarðvegsrofs og styrking
gróðurs í Súlnafjallgarði
2.560.000
Haraldur Páll Guðmundsson Svalbarðshreppur
Uppgræðsla flagmóa, moldarflaga og
mela í landi Brekknakots
230.000
Sigurður Max Jónsson Fjarðabyggð
Uppgræðsla til að auka gróðurþekju á
Skjöldólfsstöðum.
470.000
Sigmar Búi Sigþórsson Vopnafjarðarhreppur
Uppgræðsla rofgeila við Viðfell
norðan Krókavatns
270.000
Úthlutun úr Landbótasjóði árið 2021