Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 22

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202122 Úthlutun Landgræðslunnar úr Landbótasjóði: Hlutfall verkefna á beitarfriðuðum svæðum hækkar – Margföld aukning hefur orðið í dreifingu á lífrænum áburði í verkefnum styrktum af Landbótasjóði á undanförnum árum Landgræðslan úthlutaði á dögunum úr Landbótasjóði til 95 verk efna. Heildarupphæð styrkja nam 93.270.000 krónum og meðalstyrkhlutfall var 55 prósent af kostnaði verkefna. Stærstur hluti þeirra er á sviði uppgræðslu og gróðurstyrkingar. Á vef Landgræðslunnar er fjallað um úthlutunina og þar kemur fram að í reglum Landbótasjóðs sé ákvæði um að beitarfriðuð svæði séu í for- gangi og geti fengið hærra styrk- hlutfall en beitt svæði. Af styrktum verkefnum nú eru 21 á friðuðum svæðum en 68 á beittum svæðum. Sjóðurinn gerir þá tillögu að verk- efni á friðuðum svæðum hljóti 80 prósenta styrk miðað við reiknaðan kostnað án fræs og umsjónar, en verkefni á beittum svæðum hljóti 65 prósenta styrk. Landbótasjóður útvegar fræ Líkt og undanfarin ár útvegar Landbótasjóður fræ í verkefnin eftir því sem við á. Verður rúmlega níu tonnum af túnvingulsfræi og um einu tonni af melgresisfræi dreift á þessu ári. Andvirði þess metur Landgræðslan á um 18,4 milljónir króna og er heildarúthlutun Landbótasjóðs fyrir árið 2021 því 111.670.000 krónur. „Styrkþegar eru fjölbreyttur hópur og koma úr röðum land- eigenda og sveitarfélaga, einnig félagasamtaka sem vinna að land- bótum á friðuðum svæðum og stunda gjarnan fræðslustarfsemi sem hluta verkefnis,“ segir á vef Landgræðslunnar. Margföld aukning í dreifingu lífræns áburðar Margföld aukning hefur orðið í dreifingu lífræns áburðar í verk- efnum styrktum af Landbótasjóði. Til samanburðar eru borin saman árin 2015, þegar 671 tonni var dreift, og 2020 þegar þau voru 4.715. „Þessi rúmlega sjöfalda aukn- ing er ánægjulegur vitnisburð- ur um aukinn áhuga og skilning landeigenda á því að nota lífræn- an áburð og í samræmi við þær áherslur sem Landgræðslan hefur sett í sínu starfi,“ segir í umfjöllun Landgræðslunnar. Landbætur á 5.200 hekturum Samtals er áformað að vinna að landbótum á um 5.200 ha lands auk dreifingar á heyrúllum og kjötmjöli, auk gróðursetningar og sáningu á birki. Skipting verkefna eftir sviði landbóta er eftirfarandi: • Dreifing á tilbúnum áburði: 4.318 ha. • Dreifing á lífrænum áburði: 347 ha. • Sáning gras- og melfræs: 500 ha. • Dreifing á heyrúllum: 2.609 stk. • Kjötmjölsdreifing: 45 ha. • Gróðursetning á birki 7.600 stk. „Við úthlutun er meginregla sú að upphæð styrks getur numið allt að 2/3 af reiknuðum kostnaði við vinnu og kaup á aðföngum. Landgræðslan leggur mat á kostnað verkefna og miðar við gildandi verðskrá stofn- unarinnar. Tilgangur Landbótasjóðs er að færa ábyrgð og framkvæmd land- græðsluverkefna heim í héruð og veita umráðahöfum lands styrki til landbótaverkefna. Við ákvörðun um styrkveitingar er lögð áhersla á stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðinga, endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis, sjálfbæra landnýtingu og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi,“ segir á vef Landgræðslunnar. /smh Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 FRÉTTIR Umsækjandi Sveitarfélag Verkefni Úthlutun 2021 Hafsteinn Hrafn Daníelsson Hvalfjaraðarsveit Uppgræðsla mela með búr- hænsnaskít í landi Geldingaár í Hvalfjarðarsveit 1.350.000 Hvanneryrarbúið ehf Borgarbyggð Uppgræðsla mela suður í landi á Hvanneyri 220.000 Albert Guðmundsson Borgarbyggð Uppgræðsla mela á Heggstöðum 1.000.000 Þórólfur Árnason Borgarbyggð Uppgræðsla mela og endurheimt birkis á Svarfhóli 1.380.000 Jóhann Ingi Ásgeirsson Skagabyggð Uppgræðsla mela á Hafursstöðum 260.000 Eingarhaldsf. Grímstungu- og Haukagilsheiðar Skagabyggð Uppgræðsla mela á Grímstunguheiði 480.000 Lionsklúbbur Skagafjarðar Sveitarfélagið Skagafjörður Uppgræðsla ofan Grensborgar á Goðdalafjalli 770.000 Benjamin Davíðsson Akureyrarbær Uppgræðsla í landi Engimýri 1.050.000 Kristján B. Garðarsson Akureyrarbær Uppgræðsla vegna skriðu á Gilsá II í Eyjafirði 200.000 Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins 4x4 Akureyrarbær Gróðursetning á birki við Réttartorfu 150.000 Steingrímur Þór Einarsson Eyjafjarðarsveit Uppgræðsla mela með rúllum í landi Torfufells í Eyjafirði 150.000 Grýtubakkahreppur Grýtubakkahreppur Stöðvun jarðvegseyðingar og upp- græðsla á Leirdalsheiði 460.000 Páll Kjartansson Þingeyjarsveit Uppgræðsla rofabarða milli Svartárkots og Víðikers 810.000 Þingeyjarsveit Þingeyjarsveit Uppgræðsla mela og rofabarða við Íshólavatn á Vesturafrétt Bárðdæla 1.110.000 Svartárkotsbúið Þingeyjarsveit Uppgræðsla rofabarða í skógræktar- svæði í landi Svartárkots 90.000 Svartárkotsbúið Þingeyjarsveit Uppgræðsla við Grjót og svæði kringum Réttartorfu á Austurafrétt Bárðdæla 940.000 Norðlenska Þingeyjarsveit/ Norðurþing Uppgræðsla með gor í Húsavíkurlandi 640.000 Sigurður Á. Þórarinsson Norðurþing Uppgræðsla mela í landi Skarðaborgar og Einarsstaða á Reykjaheiði 640.000 Skútustaðir ehf Skútustaðahreppur Uppgræðsla við Kolatorfu í Krákárbakkahólfi í Skútustaðaafrétt 260.000 Halldór Árnason Skútustaðahreppur Uppgræðsla í landi Garðs 400.000 Vogabú ehf Skútustaðahreppur Uppgræðsla við Hverfell 800.000 Félagsbúið Baldursheimi 1 Skútustaðahreppur Uppgræðsla hálfuppgrædda mela 950.000 Skútustaðahreppur - NÍN Skútustaðahreppur Uppgræðsla með rúllum í Þingeyjarsveit 380.000 Skútusaðahreppur - NÍN Skútustaðahreppur Uppgræðsla með rúllum og lífrænum áburði vítt og breitt um Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp 3.510.000 Skútustaðahreppur Skútustaðahreppur Uppgræðsla á Austurafrétt Mývetninga og á Gæsafjöllum 2.470.000 Norðurþing Norðuþing Uppgræðsla með moltu og tilbúnum áburði austan Húsavíkurfjalls 1.110.000 Búnaðarfélag Tjörnesinga Tjörneshreppur Uppgræðsla og gróðurstyrking á Mánárheiði, við Gyðuhnjúk og í Breiðuvík 850.000 Kristinn Rúnar Tryggvason Norðurþing Uppgræðsla með rúllum á rofnu landi á Ássandi í Kelduhverfi 290.000 Halldór S. Olgeirsson Norðurþing Uppgræðsla mela og rofabarða á Stórási í landi Bjarnastaða 820.000 Benedikt Kristjánsson Norðurþing Uppgræðsla rofabarða og mela austan og norðan við Hvammagil 400.000 Félagsbúið Sandfellshaga Norðurþing Uppgræðsla mela norðan og austan Sandfells í landi Sandfellshaga 850.000 Urðir ehf. Norðurþing Uppgræðsla mela og gróðurstyrkingí landi Axla í landi Sandfellshaga og við Skóga 610.000 Hafsteinn Hjálmarsson Norðurþing Uppgræðsla mela og rofmóa í landi Gilsbakka í Öxarfirði 400.000 Stefán L Rögnvaldsson Norðurþing Uppgræðsla mela og rofmóa í landi Leifsstaða í Öxarfirði 400.000 Landgr.félag Öxarfjarðarhrepps Norðurþing Stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðslur á Öxarfjarðarheiði 3.470.000 Gunnar Einarsson Norðurþing Uppgræðsla mela og rofabarða á Daðastöðum 920.000 Björn Halldórsson Norðurþing Stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla á Valþjósstaðafjalli 780.000 Hafrafellstunga ehf Norðurþing Uppgræðsla rofmóa í Hafrafellstungu og Tunguheiði/Búrfellsheiði 330.000 Helgi Árnason og Sigurlína J. Jóhannesdóttir Norðurþing Uppgræðsla með gor á gróðursnauðu landi innan Snartarstaðagirðingar 1.020.000 Helgi Árnason Norðurþing Stöðvun uppblásturs og uppgræðsla í landi Snartastaða 600.000 Landgr.félag Svalbarðshrepps Svalbarðshreppur Stöðvun jarðvegsrofs og styrking gróðurs í Súlnafjallgarði 2.560.000 Haraldur Páll Guðmundsson Svalbarðshreppur Uppgræðsla flagmóa, moldarflaga og mela í landi Brekknakots 230.000 Sigurður Max Jónsson Fjarðabyggð Uppgræðsla til að auka gróðurþekju á Skjöldólfsstöðum. 470.000 Sigmar Búi Sigþórsson Vopnafjarðarhreppur Uppgræðsla rofgeila við Viðfell norðan Krókavatns 270.000 Úthlutun úr Landbótasjóði árið 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.