Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 26

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202126 Ferðamálafélag Eyjafjarðar­ sveitar hefur sett af stað söfnun til að standa straum af kostnaði við smíði á risakú sem Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ætlar að smíða á næstu mánuðum. Markmiðið er að safna 5 milljónum króna, en ýmislegt fleira þarf að borga en bara smíðina, frágang og fleira. María Pálsdóttir, sem sæti á í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, segir að innan félagsins gæli menn einnig við að gera heimildamynd samhliða smíði og uppsetningu listaverksins, sem á að vera nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit. Kýrin hefur hlotið nafnið Edda og verður engin smásmíði, 3 metra há og 5 metrar á lengd. Krafthamar frá Kína Hönnun er að fullu lokið og fram undan krefjandi smíði. Beate bíður nú eftir krafthamri sem hún pantaði frá Kína sem nauðsynlegur er til að smíða svo stórt listaverk. Kýrin verður að mestu leyti hol að innan, en 13 járnborðar eru eftir henni og á þeim textabrot héðan og þaðan sem tengjast kúm. Blóm sem prýða hliðar hennar vísa í víravirkið á íslenska upphlutnum. María segir tilvalið að hvetja kúabændur til að leggja söfnuninni lið, „og bara alla sem vettlingi geta valdið og vilja eiga hlut í Eddu að taka þátt í þessu með okkur,“ segir hún. „Kýrin verður minnisvarði um allar gæðakýr þessa lands.“ Um fimmtungur allrar mjólkur sem framleidd er hér á landi er framleidd í Eyjafirði, rúmlega 30 milljón lítrar á ári. /MÞÞ Viltu aðstoð frá góðum granna? samfélagsverkefni Unga fólkið í verkefninu Margar hendur vinna létt verk vill aðstoða ykkur í sumar. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman starfrækt sumar­ vinnu flokka sem sinna uppbyggingu og fegrun starfsstöðva fyrirtækisins og nágrennis. Jafnframt taka flokkarnir að sér ýmis samstarfsverkefni með nágrönnum okkar vítt og breitt um landið. Við bjóðum fram vinnu sumarvinnuhópa og verkstjórn í verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum, ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí og má nálgast umsókn og allar nánari upplýsingar á landsvirkjun.is. Hafðu samband ef þú ert nágranni okkar og vilt fá vinnuhóp í heimsókn í sumar. LÍF&STARF Hacking Norðurland – veflægt lausnamót: Grænlamb úr Kelduhverfi hlutskarpast – Vörumerki fyrir kolefnishlutlausa sauðfjárrækt á sjálfbæru landi Svokallað lausnamót, Hacking Norðurland, var haldið dagana 15.–18. apríl. Um hugmynda­ samkeppni var að ræða þar sem lagt var upp með að virkja sköp­ unarkraftana til sjálfbærrar nýt­ ingar auðlinda út frá „orku, vatni og mat“. Vinningshugmyndin heitir Grænlamb – Keldhverfskt kjöt af algrónu landi, sem þær Salbjörg Matthíasdóttir, Guðríður Baldvinsdóttir og Berglind Ýr Ingvarsdóttir standa á bak við. Hugmyndin snýst um að búa til vörumerki fyrir sauðfjárbændur úr Kelduhverfi í Norðurþingi sem er með vottun um að féð gangi á vel grónu og sjálfbæru landi. Með vottun um slíka sjálfbærni er ætlunin að auka verðmæti sauðfjárafurða Kelduhverfis og um leið gefa neytendum tækifæri til að kaupa kolefnishlutlausan próteingjafa. Allar stunda þær Salbjörg, Guðríður og Berglind sauðfjárbúskap í Kelduhverfi. Frumlegasta verkefnið var valið Geothermal Ginger, sem hefur það að markmiði að rækta engifer á Íslandi með hitaveituvatni og raflýsingu. Veflægt mót í gegnum Hugmyndaþorp Lausnamótið var veflægt, haldið í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp sem þróuð er af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka var því ekki háð staðsetningu. Í kynningu á verkefninu Grænlamb kom fram að markmiðið sé að stækka lambakjötsmarkað- inn, ná til nýrra viðskiptavina sem hafa hætt að kaupa lambakjöt vegna þess að ekki hefur verið í boði að kaupa kjöt eftir ástandi beitilanda eða kolefnisspori búskaparins. Í kynningunni kom einnig fram að Kelduhverfi er talið henta vel til slíks verkefnis þar sem tæplega 90 prósent af beitilandinu er vel gróið og aðeins þrjú til fimm pró- sent af beitilandi í heimalöndum er framræst. Stefnt að sambærilegum mótum í öðrum landshlutum Tæplega 70 þátttakendur skráðu sig til leiks og sjö þátttakendur kynntu verkefni sín fyrir dómnefnd. Um helmingur þátttakenda voru af Norðurlandi og þar af átta búsettir á Norðurlandi vestra. Alls komu um 50 manns að lausnamótinu á einn eða annan hátt sem fyrirles- arar, mentorar eða dómarar. Markmið lausnamótsins var að efla frumkvöðlastarf og sköpunar- kraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum viðskiptatækifærum og ver- kefnum, ásamt því að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi. Áður hefur sams konar lausn- amót verið haldið á Suðurlandi, Hacking Suðurland, þar sem ver- kefni um frumuræktun ávaxta bar sigur úr býtum. Stefnan er sett á fleiri sambæri- leg lausnamót í öðrum landshlut- um. /smh Guðríður Baldvinsdóttir, Salbjörg Matthíasdóttir og Berglind Ýr Ingvarsdóttir. Sauðfé í Kelduhverfi. Smíði að hefjast á risakúnni Eddu í Eyjafjarðarsveit – Stefnt að því að safna 5 milljónum króna til að standa straum af kostnaði Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni. Mynd / MÞÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.