Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 33 segir Þorbjörg. Ekki leið langur tími frá því geiturnar komu á bæinn þar til þau fóru að hugleiða hvort ekki mætti nýta eitthvað frá þeim. „Það er mjög ríkt í okkur bænd- um að finna möguleika til að nýta alla hluti,“ segir hún. Margir miðluðu þekkingu Þorbjörg hafði samband við Jóhönnu á Háfelli sem er manna fróðust um geitur og fékk góð ráð en einnig leitaði hún ráða hjá gömlum skólabróður sínum, Þorgrími á Erpsstöðum, sem var meira en fús til að liðsinna henni fyrstu skrefin. Úr varð að hún brunaði vestur á Erpsstaði með geitamjólk í farteskinu og þau hófu tilraunastarfsemi sína þar. „Ég fann strax þá að þetta átti vel við mig, mér fannst þetta áhugavert og skemmtilegt og þarna má segja að boltinn hafi farið að rúlla,“ segir hún. Fleiri lögðu fram aðstoð og miðluðu af þekkingu sinni, m.a. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur en ekki er komið að tómum kofunum hjá honum þegar ostagerð er annars vegar. Eftir að hafa aflað sér þekkingar og prófað sig áfram varð til fullunnin vara, salatostur sem kallaður er Moli. Hann hefur verið í framleiðslu á Lynghóli undanfarin misseri og líkar vel. Aukavinna við smökkun Þorbjörg segir að Guðni hafi verið í eins konar aukavinnu við að smakka allan tilraunavarninginn sem hún hefur framleitt undanfarin misseri. „Hann hefur verið í því að borða það sem ég bý til og segja hvað honum finnst. Ég tek auðvitað mark á hans ráðleggingum,“ segir hún. Vinir og ættingjar hafa einnig samviskusamlega verið notaðir í smökkun og álitsgjöf og segir Þorbjörg frábært hversu fúsir allir hafi verið í að taka þátt í að bragða á misgóðum tilraunum sínum. „Það er svo skemmtilegt við ostagerð að mistök verða oft til þess að það fæðist ný afurð. Það var það fyrsta sem Þorgrímur kenndi mér. Ef eitthvað klúðrast, skoðaðu þá hvað þú getur gert við það, sagði hann. Langoftast verður til ný tegund af osti, stundum ost sem verður bara til í eitt skipti því oft áttar maður sig ekki á hvað gerðist og nær ekki að gera sama hlutinn á ný. En það sem er langskemmtilegast í þessu öllu er að fjölbreytnin er svo mikil,“ segir Þorbjörg. Nefnir hún að einmitt það hafi gerst þegar hún var að prófa sig áfram í skyrgerðinni. „Ég stóð allt í einu uppi með afurð sem var ansi lík grískri jógúrt og smakkaðist rosalega vel. Mín heppni í það skiptið var að ég vissi hvað ég hafði gert og gat því gert það aftur.“ Koma sér upp aðstöðu heima Síðastliðið haust fengust leyfi bæði frá Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti til að nýta geitamjólkina og framleiða úr henni varning til sölu. Þorbjörg hefur unnið vörur sínar í vottuðu eldhúsi í félagsheimilinu Arnhólsstöðum. Hún segir mjög gott að komast þar að, en hefur nú hug á að setja upp eigin aðstöðu heima á bæ. Segir að líklegast sé að keyptir verði tveir gámar og felldir saman í eitt hús. Aðstöðu til að vinna ost, skyr og jógúrt úr geitamjólk verði komið fyrir þar. „Við erum að leggja drög að þessu núna og planið er að byrja á að vinna við undirlagið, lagnir og þess háttar núna á haustdögum og fram á vetur og setja gámana upp þegar fer að vora, í mars apríl á næsta ári. Mitt markmið er að vinna við þetta sjálf og skapa mér vinnu. Það er ekki stefnan að vera með starfsfólk í þessu, ég vil að þetta sé handverksvara sem ég framleiði. Þannig að ég mun bara framleiða það magn sem ég kemst yfir sjálf,“ segir Þorbjörg. Gaman að þróa eitthvað nýtt Vel hefur gengið með ostinn þó hann sé til þess að gera nýlega kominn í sölu og kunna viðskiptavinir vel að meta hann. „Það selst alltaf allt upp á augabragði,“ segir hún. Síðustu mánuði hefur Þorbjörg verið að þróa fleiri vörur, skyr og gríska jógúrt, og segir að þegar hún fær nýja mjólk í sumarbyrjun verði hafist handa við framleiðsluna. „Það er alltaf gaman að þróa nýjungar, þetta hefur verið skemmtilegt ferli og kennt mér m.a. að það verður að nota nýja mjólk en ekki frysta til að búa þessar vörur til, þannig að nú er bara að bíða fram í júní og bretta svo upp ermarnar.“ Þorbjörg er í samstarfi við hótelhaldara á Hótel Blábjörg á Borgarfirði eystra sem ætla að nota vörur frá henni á sínum matseðli. Ostinn m.a. á nýjung sem nefnist kartöflupitsa svo dæmi sé nefnt. „Þetta er mjög hugmyndaríkt fólk og spennandi fyrir mig að komast í samstarf við þau. Ég hlakka til að sjá hver framvindan verður.“ Taka á móti gestum og brúa bil milli dreifbýlis og þéttbýlis Búið að Lynghóli er opið þeim gestum og gangandi sem langar að kynnast húsdýrunum og eftir að geiturnar komu á bæinn hefur töluverð ásókn verið í að koma þangað og skoða kiðlingana. Enda fátt fallegra og skemmtilegra en að fylgjast með þeim, þeir eru gæfir og fjörugir og Þorbjörg segir börn og kiðlinga eiga einkar vel saman. „Markmiðið með því að leyfa fólki að koma og skoða er fyrst og fremst til að leggja okkar af mörkum í þá átt að brúa bilið sem virðist vera milli sveitarinnar og kaupstaðarins. Það er ekki lengur sjálfsagt að eiga vini eða ættingja í sveit sem hægt er að heimsækja og kynnast dýrum á þann hátt,“ segir Þorbjörg. Leikskólar og stakir bekkir í grunnskólum hafa komið að Lynghóli á sauðburði og fengið að fylgjast með og fyrir marga er heimsókn í Lynghól partur af vorkomunni. „Við sjáum að foreldrar hafa ekki síður gaman af þessu en börnin,“ segir Þorbjörg. Kletthálsi 3 · 110 Reykjavík · Sími: 540 4900 · yamaha.is ÁREIÐANLEIKI KRAFTUR GÆÐI YAMAHA utanborðsmótorar hafa reynst afar vel við íslenskar aðstæður bæði á sjó og vötnum. Kraftur & öryggi fleytir þér langt Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hér er verið að búa til skyr úr geita- mjólk en framleiðsla á því hefst af krafti í sumar. Eins verður búin til grísk jógúrt úr geitamjólkinni. Salatosturinn Moli sem unninn er úr geitamjólk líkar vel og nýtur vinsælda. Ostur í krukku. Vel hefur gengið með ostinn þó hann sé til þess að gera nýlega kominn í sölu og kunna viðskiptavinir vel að meta hann. Geitur er skemmtilegar, gæfar og fjörugar og gefa eigendum sínum mikið. En afurðirnar má einnig nýta svo sem raunin er orðin á Lynghóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.