Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202134
ULLARVINNSLA&NÝTING
Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa
og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins
Á dögunum var haldinn fyrsti
Evrópski ullardagurinn. Ísland
tók þátt í viðburðinum og safnað-
ist fólk saman í smærri og stærri
hópum til að upplifa viðburðinn
í beinu streymi frá Róm, þaðan
sem útsendingunni var stjórnað.
Allnokkrir aðilar, einstaklingar
og hópar, vinna markvisst að
ullarvinnslu í stórum og smáum stíl
á Íslandi og gjarnan í félagsskap sem
myndaður er utan um áhugamálið.
Hér á eftir fer umfjöllun um nokkra
þá sem tóku beinan þátt í Evrópska
ullardeginum auk annarra sem
héldu hann hátíðlegan og eru virkir
í ullarvinnslu með einum eða öðrum
hætti.
Spunasystur – Rangárvallasýsla
Spunasystur er hópur kvenna í
Rangárvallasýslu. Saga þeirra
hófst þegar nokkrar vinkonur tóku
sig saman og fóru á námskeið til að
læra að spinna. Þær hittust reglu-
lega til að æfa sig og vinna saman
að þessu nýja áhugamáli og fljótlega
bættust fleiri í hópinn sem höfðu
sama brennandi áhugann á spuna
og gömlu handverki.
Sextán Spunasystur
Í dag eru Spunasystur 16 talsins
og hittast hálfsmánaðarlega yfir
veturinn og skiptir þá engu hvernig
veðrið er, það stoppar þær ekkert við
að koma saman. Hver og ein mætir
með sinn rokk, kembivél eða bara
prjóna ef þeim sýnist svo. Þær eiga
flestar kindur og því eru þær mikið
að vinna sína eigin ull. Það gefur
spunanum annan blæ þegar verið
er að vinna með eigin ull því þá er
nákvæmlega vitað hvaðan hráefnið
er og hvað þær eru með í höndunum,
auk þess sem þekking á hráefninu
eykst og hægt að færa hana yfir í
ræktunarstarfið og þannig efla þá
eiginleika sem hverjum og einum
þykir eftirsóknarverður.
Þær hafa farið á ýmiss konar
námskeið í alls konar spuna bæði
hér á landi og erlendis og fengið
til sín kennara víðs vegar að úr
heiminum. Það má því segja að
í hópi Spunasystra sé orðin til
margþætt þekking á margs konar
spuna og meðferð ullar og öðru
hráefni sem má spinna úr. En þær
láta spunann ekki einan nægja,
heldur eru þær líka að lita, bæði
með jurtum og öðrum efnum. Þær
gera sápur, vefa, þæfa, flétta úr
hrosshárum og súta gærur og skinn.
Áhrif af vinnu Spunasystra gætir
orðið víða í Rangárvallasýslu og þá
sérstaklega í Rangárþingi ytra og
Ásahreppi. Þar má orðið finna þó
nokkrar vinnustofur þar sem unnið er
með ull, vefstofu, sútunarverkstæði
og spunaverksmiðju. Og
sauðfjárbændur horfa til þeirra
í sinni ræktun og hafa bætt við
litaflóruna í sínu fjárhúsi.
Því má segja að ull og ræktun
hennar hafi náð æði miklum fram-
förum síðan þær byrjuðu með sitt
starf, því þekking á ullargæðum
eykst þegar unnið er með ullina alla
leið frá ræktun lambsins til fullunn-
innar peysu.
Margar af Spunasystrum eru farn-
ar að rækta feldfé og hafa unnið bæði
ull og gærur af þeim, en þar á meðal
er einnig lögð áhersla á að rækta ull í
fjölbreyttum litum og með háragerð
sem hentar í ólík verkefni.
Handraðinn – Eyjafjörður
Handraðinn er hópur fólks í Eyjafirði
sem í upphafi kom saman til að að
sauma eða gera upp þjóðbúninga
undir leiðsögn. Það kveikti áhuga
fyrir þjóðlegum hefðum og hópur-
inn fór að sinna ýmsum tegundum
handverks um leið og hópurinn
stækkaði.
Einkenni Handraðans eru að
leita þekkingar um horfna starfs-
hætti og miðla henni áfram, taka
þátt í starfsdögum safna og menn-
ingartengdum viðburðum, að halda
fræðslufundi og vera með námskeið
til dæmis í spuna, vefnaði, tólgar-
sápugerð, útsaumi, skyrgerð, knipli
og ýmislegt fleira að ógleymdum
þjóðbúningasaumi sem er alltaf
fullbókaður.
Heimili Handraðans er í gamla
Húsmæðraskólanum á Laugalandi
í Eyjafirði.
Stofnfundur var haldinn
fimmtudaginn 22. nóvember
2001 og hét félagsskapurinn þá
Laufáshópurinn.
Stofnfélagar árið 2001 voru tæp-
lega 30, nokkrum árum seinna var
nafni félagsins breytt í Handraðann
með nokkra undirhópa.
Það geta allir gerst félagar og
eru þeir núna um 190, en ekki nema
um 50 virkir.
Tveir undirhópar Handraðans
Handraðinn er með tvo fasta daga
í mánuði fyrir fundi og undirhópar
í félaginu eru líka með einn til tvo
fasta fundardaga í mánuði
Undirhópar, eða hópar innan
félagsins, eru:
• Laufáshópur, sem er
með starfsdaga í Laufási
nokkrum sinnum á ári í
samstarfi við Minjasafnið
á Akureyri. Það fólk hefur
saumað sér fatnað til að
skarta þessa daga og eru það
búningar frá um 1900-1930.
• Gásahópur/miðaldahóp-
ur hefur líka saumað sér
búninga tengda tímabili
Gásakaupstaðar og hafa
verið í búðum þar eina helgi
að sumri.
Báðir þessir hópar eru líka með
ýmsa muni tengda þessum tímum
og hafa verið með sýningar á
Handverkshátíðinni á Hrafnagili.
Spunahópur hittist nokkrum
sinnum í mánuði og spinnur saman og
á Laugalandi er aðgangur að vefstól/
stólum til að vefa þjóðbúningasvuntur
eða Brekán svo eitthvað sé nefnt.
Þingborg – Árnessýsla
Þingborgarullin er sérvalin úrvals
lambsull.
Ullarvinnslan Þingborg rekur
sögu sína aftur til ársins 1990,
er hópur kvenna á Suðurlandi
sótti þar námskeið í ullariðn,
undir stjórn Helgu Thoroddsen
vefjarefnafræðings og Hildar
Hákonardóttur veflistakonu. Kennd
voru bæði gömul og ný vinnubrögð
við ullarvinnslu og almenn fræðsla
um eiginleika ullar og vinnslu hennar.
Fljótlega kom upp hugmynd að
verslun með ullarvörur og innan
árs frá því fyrsta námskeiðið var
haldið opnaði námskeiðshópurinn
verslun í gamla samkomuhúsinu í
Þingborg í gamla Hraungerðishreppi,
nú Flóahreppi, og stofnað var
samvinnufélag utan um hópinn og
reksturinn og voru stofnfélagar 35.
Fyrstu árin skiptu Þingborgar-
konur með sér verkum í verslun-
inni á sumrin, en hún var eingöngu
opin yfir sumarmánuðina. Síðan
hafa einstakar konur innan hópsins
tekið að sér að reka verslunina og
stundum tvær saman. Verslunin var
lengi rekin á kennitölu samvinnufé-
lagsins en frá 1. janúar 2019 hefur
hún verið rekin sem einkahlutafé-
lag einnar í hópnum. Auk þess er
starfskraftur í 60 prósent hlutastarfi
og því hefur ræst sú sýn sem lagt
var upp með, að skapa atvinnu fyrir
konur á svæðinu.
Verslunin tekur ullarvörur í
umboðssölu og eins er keypt inn
nokkuð af vörum til að selja. Allar
prjónavörurnar í versluninni eru
úr Þingborgarlopa en hann er sér-
unninn fyrir Þingborg af Ístex og
svo hefur verið allt frá árinu 1992.
Þingborgarkonur fara í Þvottastöð
Ístex á Blönduósi einu sinni á ári
og velja lambsull sem svo er þveg-
in á Blönduósi og kembd hjá Ístex
í Mosfellsbæ. Einnig er þvegin ull
og kembd í kembivélinni okkar í
Þingborg, bæði til sölu í versluninni
og í verktöku.
Lopapeysur eru aðal söluvaran í
Þingborg. Konur í hópnum sem og
þær sem leggja inn peysur hanna sín
eigin mynstur og þannig verður til
mjög fjölbreytt flóra af lopapeysum.
Einnig er mikið úrval af lituðu
bandi og lopa, Þingborgarlopinn er
eftirsóttur af prjónafólki.
Á fimmtudögum hittast Þing-
borgarkonur og bera saman bækur
sínar. Oft er gestkvæmt þessa daga,
áhugafólk leitar í þekkingarsmiðjuna
og öll förum við glöð heim.
Spunasystur hittast hálfsmánaðarlega og láta ekki óblítt veður stoppa sig.
Hópur úr Handraðanum prjónar saman á Evrópska ullardeginum.
Lopapeysur eru aðalsöluvaran í Þingborg.