Bændablaðið - 29.04.2021, Page 35

Bændablaðið - 29.04.2021, Page 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 35 ULLARVINNSLA &NÝTING Hefðum haldið við Ullarvinnslan hefur reynst mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að halda við hefðum í ullarvinnslu og ekki síður að skapa nýjar. Ullin á mikla framtíð fyrir sér nú þegar augu fólks eru að opnast fyrir því að nota ull og önnur náttúruleg efni til fatagerðar o.fl. í stað gerviefna. Við leggjum einnig mikla áherslu á gæðastjórnun, siðræna verslun og sjálfbæra framleiðslu. Sjá má vöruúrval á www.thing­ borg.is Ullarselið – Borgarfjörður Í Halldórsfjósi á Hvanneyri er að finna draumaheim ullarfíkilsins. Veröld sem umvefur þig hlýju og fegurð íslensku ullarinnar. Hvert sem litið er, er ull í einhvers konar formi. Peysur af öllum toga, húfur bæði hefðbundnar og óhefðbundnar, jurtalitað einband í öllum regnbogans litum, flókaskór, íleppar, púðar, teppi, sjöl, band og mynd af kindinni sem það kom af, og svo er það handspunna bandið. Handspunnið band, hvað er það? Margir Íslendingar eiga minningar af því þegar móðir þeirra eða amma sátu við rokk og spunnu ull í band. Taktfastur sláttur rokksins og liprar hendur sem teygðu lopann og mötuðu inn á snældu rokksins. Verk sem gekk kynslóða á milli lengur en búið hefur verið á Ísafold, fyrst var spunnið á spunatein, svo halasnældu og loks gamla góða rokkinn. Gömul tóvinnuhefð En það er þessi gamla hefð fyrir tóvinnu sem varð að stórum hluta til þess að Ullarselið var stofnað árið 1992. Ári áður hafði kennsla í tóvinnu hafist í Bændaskólanum og strax varð ljóst að vantaði vinnustofu eða gallerí fyrir handverksfólk á Vesturlandi. Farið var að leggja grunn að því sem síðar varð Ullarselið. Lykilfólk í stofnun Ullarselsins voru Sveinn Hallgrímsson, þáverandi skólastjóri Bændaskólans, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, en hún hefur kennt tóvinnu frá 1991 til dagsins í dag. Ullarselið var stofnað með það að leiðarljósi að halda lífi í gömlum handverkshefðum, vera staður fyrir handverksfólk til að starfa saman og skapa frjósaman jarðveg. Einnig stuðla að því að handverk kvenna sé metið að verðleikum. Frá upphafi hefur verið lögð gífurleg áhersla á gæði og vandað handverk, engin vara fer í sölu án þess að fara í gegnum strangt gæðaeftirlit. Ullarselir eru um 30 talsins, handverksfólk víðs vegar af Vesturlandi, nánast allt konur en með hópnum starfa tveir karlmenn. Reynt er að hittast reglulega yfir vetrartímann á spunakvöldum. Þau eru oftast haldin í kringum þann tíma er tóvinnan er kennd í Bændaskólanum og þá býðst nemendum að mæta og vinna í sinni handavinnu og fá aðstoð frá þeim viskubrunnum sem mæta. Spunakvöldin hafa undanfarin ár verið opin þeim sem langar að fá örnámskeið í spuna og fólk innan og utan héraðs hefur komið og lært. Þetta hefur vakið mikla lukku enda er alltaf gaman að fá inn nýtt fólk. Allt sem Ullarselið lætur frá sér er handgert úr íslensku hráefni og þar fer mest fyrir ullinni. Sú ull sem er notuð er ýmist gamli góði lopinn, handspunnið band, kembd eða ókemd ull í þæfðar vörur og ofnar. Svo með tilkomu smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna eru konur farnar að senda ull úr eigin ræktun og fá til baka full­ unnið band eða lyppur til að spinna úr. Einnig er hægt að fá handspunnið band úr kanínufiðu og geitafiðu. Íslenska geitin gefur af sér dásam­ lega mjúka ull sem loksins er hægt að nýta til hins ýtrasta með tilkomu Uppspuna. Í Ullarselinu er eitt besta úrval landsins af handspunnu bandi og vörum úr því. Einnig er gott úrval af skartgripum og tölum og alls lags góssi úr hornum og beinum. Ullarselið er til húsa í Halldórs­ fjósi á Hvanneyri, það er opið allt árið um kring og tekið er vel á móti öllum sem vilja leggja leið sína til þangað. Uppspuni – Rangárvallasýsla Uppspuni er fjölskyldurekin smáspunaverksmiðja, staðsett rétt austan við Þjórsárbrú. Uppspuni tók til starfa 1. júlí 2017 og var opnað formlega 18. mars 2018. Í dag vinna tveir starfsmenn fulla vinnu við Uppspuna og 4 aðilar eru í hlutastarfi, enda verkefnin næg og fjölbreytt. Uppspuni vinnur alla ull sem til fellur á búi eigendanna, auk þess sem ull er keypt í nágrenninu til vinnslu og sölu í lítilli verslun sem er fyrir ofan vinnsluna. Þá er hægt að koma með ull af eigin kindum í Uppspuna og fá hana unna í band eftir óskum hvers og eins. Sérstök áhersla er lögð á að vinna með sauðalitina eins og hver kind gefur. Þannig verður hver vinnslulota einstök og ekki alltaf mögulegt að fá nákvæmlega sama lit að ári. Það er misjafn litur milli kinda og það er einnig misjafn litur á kindum milli ára og þar spilar margt inn í ferlið. Nokkrir áhrifaþættir eru veðurfar og fóður, en miklar rigningar hafa önnur áhrif á ull, bæði hvað varðar lit og gæði, heldur en mikið sólskin gerir. Eins er töluverður munur á ull af sauðfé sem gengur á hálendi Íslands yfir sumarið eða nýtir beit niðri við fjöruborðið. Flekkótt reyfi með því mýksta sem kemur í hús Vinna með ull eins og kindin gefur hefur einnig sýnt okkur að mismunandi litir geta gefið mismunandi áferð eða mýkt og hefur vakið sér staka athygli að flekkótt reyfi eru oft með því mýksta sem kemur í hús. Aldur kindarinnar getur sömuleiðis haft áhrif á garnið sem kemur úr vinnslusalnum og þótti sérstaklega áhugavert að elstu kindurnar voru stundum með allra mýkstu útkomuna. Það er áhugavert og spennandi verkefni að fást við ull af íslensku fé alla daga og búið að vera afskaplega gefandi. Uppspuni er með nokkrar ólíkar tegundir af garni í reglulegri vinnslu, en auk þess ýmsar hliðarafurðir úr ull eða hluti sem má nota til að vinna ull með. Fram undan eru spennandi tímar þar sem enn frekari vinnsla með ull og aðferðir við vinnslu munu líta dagsins ljós. Feldfjárbændur á Íslandi Feldfjárrækt er nokkuð nýleg hliðargrein í ræktun sauðfjár á Íslandi. Upp úr miðri síðustu öld var skoðað að rækta feldfé hér, en það náði ekki fótfestu. Um 1980 var farið að rækta það markvisst og þá helst í Meðallandi og fyrir vestan, m.a. á Vestfjörðum. Á Bakkakoti í Skaftafellssýslu hjá Guðna Runólfssyni og Ingunni Hilmarsdóttur, varð til eitt öflugasta feldfjárræktarbúið. Rétt fyrir síðustu aldamót varð hrun í feldfjárrækt og henni einungis haldið áfram að litlu leyti í Meðallandinu. Upp á síðkastið þegar fólk hefur uppgötvað að nýju hve ull er frábær, er ekkert skilið eftir og feldfjárrækt­ in fór að fá áhugasama ræktendur til liðs við sig sem töluðu máli hennar og óskuðu eftir að geta tekið þátt í þessari ræktun. Sauðfjárveikivarnir hömluðu dreifingu erfðaefnis, en þegar sæðingarstöðvar Íslands tóku inn hrúta með feldfjárgenum fór boltinn að rúlla og í dag eru til kindur með feldfjárblóði víða um land og áhuginn er mikill. Félag hefur verið stofnað um ræktunina og mikill metnaður lagður í að fylgja þeim markmiðum sem sett hafa verið til að kind geti talist til feldfjár. Eitt aðalmarkmið feldfjárræktar er að rækta gráar kindur með langa hrokkna lokka sem hafa mýkt og gljáa. Mesta áherslan er lögð á áferð og útlit ullarinnar og gefin einkunn fyrir hvern þátt hennar, lit og þéttleika. En holdfylling skiptir litlu sem engu máli. Fyrst og fremst er það gæran af feldfé sem er verðmæt, en ullin er sömuleiðis áhugaverð og hafa feldfjárbændur prófað sig áfram við nýtingu hennar. Uppspuni hefur spunnið ull fyrir feldfjárbændur, en einnig hefur verið sent til spunaverksmiðja erlendis til að fá fjölbreyttari útgáfur af garni. – Framhald á næstu opnu. Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS LAmb - ær - Hrútur www.gilhagi.is Nýull að norðan Ullarselið á Hvanneyri í Halldórsfjósi. Hannyrðir í Uppspuna, á efri hæðinni fyrir ofan vinnsluna. Gærur af feldfé.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.