Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 2021
ULLARVINNSLA&NÝTING
Fræðasetur um forystufé
– Þingeyjarsýsla
Daníel Hansen forstöðumaður
greinir hér frá starfseminni:
„Þegar ég flutti í Þistilfjörð fyrir all-
nokkrum árum sá ég fyrst hvernig
forystufé vinnur og varð alveg heill-
aður. Ég fór að kynna mér þetta fé
betur og sá fljótlega að þetta eru
einstakar skepnur með hæfileika
sem annað sauðfé er ekki með. Mér
fannst sérstaklega merkilegt að það
er hvergi til í heiminum nema hér
á landi og er allt ættað úr Norður-
Þingeyjarsýslu. Á Svalbarði er gam-
alt samkomuhús og fékk ég hugmynd
að því að stofna setur um forystufé og
fá afnot af húsinu. Húsið hafði staðið
autt í mörg ár og eftir að Fræðafélag
um forystufé var stofnað 1. apríl 2000
fór allt af stað. Mestur tími fór í að
safna styrkjum til að gera við húsið
og byggja upp Fræðasetur um for-
ystufé. Allt tókst að lokum með mik-
illi sjálfboðavinnu og aðstoð margra
sérfræðinga. Setrið á hvergi betur
heima en á því svæði þar sem allt
forystufé á uppruna sinn. Fræðasetur
um forystufé var formlega opnað í
júní 2000.
Upplýsingasetur
Í Fræðasetri um forystufé er búið
að safna saman óhemju miklum
upplýsingum um forystufé, greinum,
frásögnum, myndum og öllu því sem
þessu fé tengist. Þar geta allir sem
áhuga hafa sótt upplýsingar og höfum
við talsvert aðstoðað nemendur og
vísindamenn sem eru að vinna að
verkefnum bæði innanlands og
erlendis. Þá hefur talsvert verið leitað
til okkar, sérstaklega erlendis frá að
fá okkur til að flytja fyrirlestra um
forystufé en mikill áhugi á því er víða
í nágrannalöndum okkar.
Rannsóknir
Ekki eru miklar rannsóknir til um
forystufé en þær sem gerðar hafa
verið eru aðgengilegar í setrinu. Við
höfum stuðlað að rannsóknum, m.a.
samanburði á ull af forystufé og öðru
fé og kom þar í ljós að forystufé er
með öðruvísi ull.
Allstór rannsókn fór fram á
erfðum forystufjár með tilliti til
viðkvæmni gagnvart riðu. Voru
tekin sýni úr nánast öllu forystufé
í Norðausturhólfi. Þar kom í ljós
að stór hluti forystufjár á svæðinu
er með áhættuarfgerð gagnvart
riðusmiti. Í kjölfar rannsóknarinnar
hafa ræktendur reynt að nota þær
upplýsingar sem þeir hafa til þess
að eyða út forystukindum með
áhættuarfgerð og nýta hinar til
undaneldis.
Nú er að ljúka verkefni þar sem
gagnagrunninum Fjárvís er breytt
aðeins með tilliti til áherslna í ræktun
forystufjár og forystufé er skilið frá
hinum fjárstofni landsins í gagna-
grunninum. Í kjölfar þess að forystu-
fé verður í sér gagnagrunni er hægt
að fara að sækja um hjá UNESCO
að fá forystufé viðurkennt sem stofn
í útrýmingarhættu en stofninn upp-
fyllir flest það sem þarf til þess.
Aðeins eru um 1.400 hreinræktaðar
forystukindur til í landinu og allar
ættaðar af Norðausturlandi.
Ull
Fljótlega fórum við að kaupa ull
af forystufé hjá bændum. Þá hófst
þrautaganga. Engin spunaverksmiðja
var í landinu sem gat unnið svo lítið
magn sem við látum vinna, eða um
100 kíló á ári. Mest létum við spinna
fyrstu árin í Noregi en einnig svolítið
í Svíþjóð og Litháen.
Þegar spunaverksmiðjan
Uppspuni var opnuð var það eins
og himnasending fyrir okkur og var
öll okkar ull unnin þar í nokkur ár
þar til Spunaverksmiðjan í Gilhaga
í Öxarfirði var stofnuð. Hún er
í nágrenninu og minnkar það
sendingarkostnað fyrir okkur og
kolefnissporið minnkar mikið.
Svolítill hluti ullarinnar er
handspunninn og er hægt að fá
allt hjá okkur, óþvegna ull, þvegna
ull, lyppur, handspunnið band og
vélspunnið. Þá höfum við látið
sérspinna band í tweed-vinnslu. Það
er ofið á Suðureyjum fyrir Kormák
og Skjöld og er þar í gangi hönnun
á vörum úr forystu-tweedi.
Ull af forystufé er mýkri en ull
af öðru fé og allt öðruvísi viðkomu.
Þetta gerir ullina eftirsóknarverða
og að auki er meðhöndlun hennar
þannig að bandið er feitara viðkomu.
Í dag er unnið úr um 100 kílóum af ull
og er mestöll ullin mislit og verðlítil
fyrir bændur nema við kaupum kílóið
á 500 krónur. Við getum ekki keypt
mikla ull utan norðaustursvæðisins
vegna sauðfjársjúkdóma.
Gaman er að geta þess að gamlar
sagnir segja: „Ef þú klæðist fatnaði
unnum úr ull af forystufé þá ratar þú
alltaf heim.“ Það er ekki ónýtt að fá
það í kaupbæti.
Gilhagi – Öxarfirði
Í tilefni fyrsta evrópska ullardagsins
sýndu þau Brynjar Þór og Guðrún
Lilja í Gilhaga, Öxarfirði, úr
Ullarvinnslunni Gilhaga á sínum
samfélagsmiðlum vinnsluferlið
í máli og myndum, frá ullarreyfi
yfir í tilbúna hespu sem er tilbúin á
prjónana. Farið var yfir hvert þrep
í vinnsluferlinu og handtökin þar á
bakvið útskýrð. Þar sem ullin kemur
algerlega ómeðhöndluð til vinnslu
hefst ferlið á því að ullin er þvegin.
Síðan tekur við vinnsluferli þar sem
ullarþræðirnir eru opnaðir, skilið
í sundur tog og þel og ullin síðan
kembd í lyppur sem fara síðast í
gegnum spunavélina. Eftir það er
bandið tvinnað eða þrinnað, gufað
og að lokum hespað í rétta lengd.
Dagurinn byrjaði á því að þrír
góðir bændur frá nágrannabæjum
komu við með rúningsgræjur og
tóku léttan rúning. Eftir það tók
við hefðbundinn vinnudagur í
ullarvinnslunni en í hjáverkum var
tekið upp vinnsluferlið til að deila á
samfélagsmiðlum. Í tilefni dagsins
var ákveðið að setja kynningarpakka
í sölu en hann inniheldur 5 hespur í
þeim spunagerðum sem þau bjóða
upp á. Hann er til sölu í vefverslun
þeirra á www.gilhagi.is.
Ullarvinnslan Gilhagi hefur
núna í sumar verið starfrækt í ár,
við vinnsluna er einn starfsmaður í
fullu starfi. Vinnur hún einungis ull
af sínu sóttvarnarsvæði.
Stórhóll – Skagafirði
Á Stórhól í Skagafirði býr Sigrún
Helga Indriðadóttir, handverkskona,
bóndi og garðyrkjufræðingur.
Stórhóll er við veg 752 tæpa 20
km frá Varmahlíð. Þar rekur hún
Rúnalist Gallerí, litla Beint frá
Býli verslun og vinnustofu þar sem
seldar eru vörur beint frá býlinu,
Sauðaband, Lambaband, Bekraband,
Geitaband, ull og Stökur. Undir
merkjum BændaBita eru einnig í
boði kjötvörur unnar úr sauðfjár- og
geitaafurðum, ásamt fleiru.
Sauðaband, Lambaband,
Bekraband og Geitaband er
unnið fyrir okkur af Uppspuna
smáspunaverksmiðju. Ullin kemur
öll af okkar kindum, og er rekjanleg
til viðkomandi kindar. Sauðaband
REBBA 2020 – er unnið úr ull af
Rebbu, spunnið árið 2020. Sauða-
og Lambabandið er rekjanlegt
til einstaklinga en Bekraband og
Geitaband er rakið til hjarðar.
Regnbogalitað Sauðaband er
handlitað á býlinu.
Mikil vinna liggur að baki
Geitabandinu. Geitur eru ekki rúnar
eins og kindur, heldur kembdar með
til þess gerðum kömbum. Að kemba
eina geit tekur drjúgan tíma og svo
þarf að hreinsa strý og óhreinindi frá
fiðunni áður en hægt er að spinna. En
að þessu ferli loknu verður útkoman
dásamlega létt og mjúkt Geitaband,
kasmír frá landnámsgeitunum okkar.
Í Rúnalist Gallerí býðst gestum
einnig að sjá tóvinnubrögð og
fræðast um ullina og geitafiðuna.
Tekið er ofan af, sýndur munur á togi
og þeli, kembt með ullarkömbum,
spunnið á rokk og halasnældu, sýndir
þráðaleggir og margt fleira er hægt
að skoða. Flestar vörurnar eru unnar
út hráefni frá býlinu eða hráefni úr
héraði (local) svo sem myndverk og
smámunir úr roði og skinnum.
Geiturnar eru einnig til sýnis
og einhverjar þiggja brauðmola og
klapp.
Við getum tekið á móti litlum
hópum í „kynnisferð“ um geiturnar
og galleríið, sem einnig geymir
gamla muni tengda búskap. Einnig
er hægt að panta smakk af afurðum
BændaBita.
Textílmiðstöðin á Blönduósi
Í gamla kvennaskólahúsinu á
Blönduósi fer fram merkilegt starf
sem snýst að öllu leyti um textíl.
Þangað er hægt að koma og
sækja sér þekkingu á ýmsum
sviðum og dvelja þar við handverk
undir leiðsögn í lengri eða skemmri
tíma. Haldin eru námskeið reglu-
lega, en einnig getur fólk komið og
nýtt sér þann tækjabúnað sem er á
staðnum og fengið leiðsögn ef þess
gerist þörf.
Á Blönduósi er til dæmis eini
stafræni vefstóllinn á landinu, en
fleiri stafræn tæki eru á leiðinni til
staðarins í gegnum verkefni sem
heitir Centrinno og er þverevrópskt
samstarfsverkefni, þar sem áherslan
er fyrst og fremst að tengja textíl við
stafræna þekkingu og ná í hráefni
til að vinna með úr nágrenni hvers
staðar.
Blönduós er staðsett í Austur-
Húnavatnssýslu og er því á Norð-
Vesturlandi. Þar eru flest bú sem
starfrækja sauðfjárrækt staðsett
og því sterk og öflug tengsl við
sauðfjárbændur í nágrenninu. Í
Textílmiðstöðinni er að byggjast upp
víðtæk þekking og færni sem mun
nýtast vel í framtíðinni og þar að auki
hefur verið unnið stórt verkefni í að
skrásetja gamlar og nýjar uppskriftir
og munstur tengd vefnaði í stafrænan
gagnagrunn.
Námskeiðshald er opið öllum,
Uppstoppaðir hausar af forystufé uppi á vegg. Mynd / úr einkasafni
Sigrún Helga Indriðadóttir, handverkskona, bóndi og garðyrkjufræðingur,
býr á Stórhóli í Skagafirði. Mynd / úr einkasafni
Jóhanna Erla Pálmadóttir er verkefnastjóri hjá Textílmiðstöðinni á Blönduósi.
Hún er hér með prjónana á garðabandinu á Ullardeginum.
Mynd / Svanhildur Pálsdóttir