Bændablaðið - 29.04.2021, Side 45

Bændablaðið - 29.04.2021, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 45 Ylplast / Gróðurhúsaplast eru margra laga plastplötur úr polycarbonate, með gott einangrunargildi. Plöturnar henta mjög vel fyrir stórar og smáar byggingar. Þykktir á lager eru 6, 10 og 16 mm, í glæru og hvítlituðu (opallitað). Hægt að útvega aðrar þykktir og liti. Selt í heilum plötum, og einnig niðurskorið að þínum þörfum. Að auki bjóðum upp á alla fylgihluti fyrir uppsetningu, svo sem gúmílista állista, dropalista, öndunartape og áltape. Þekking, reynsla, þjónusta. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum Fást í síma 587 6677. Gróðurhúsaplast fyrir íslenskar aðstæður Fást ehf Köllunarklettsvegi 4,104 Reykjavík Sími:587 6677 Netfang:fast@fast.is www.fast.is LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf SAMFÉLAGSRÝNI Vaxandi atvinnugrein í landbúnaði Nýlega fékk ég boð um að kynna mér starfsemi líftæknifyrirtæk- isins Ísteka, sem hefur aðsetur í Reykjavík. Þingmenn fengu margir sambærilegt boð og var ástæða þess nýlegt frumvarp um að banna alla blóðtöku úr merum sem gerð er í þeim tilgangi að vinnu úr því vöru til útflutnings. Alvarlegt er að komið sé fram á þingi frumvarp um að banna til- tekna atvinnustarfsemi, sem hefur verið starfrækt hér á landi í yfir 40 ár. Ríka kröfu verður að gera um vönduð vinnubrögð og ítarlegan rökstuðning þegar gengið er fram með slíkum hætti. Með boði sínu vildi fyrirtækið kynna þingmönnum starfsemi sína og svara spurningum, sem ég nýtti mér. Verðmætt hormón Hjá fyrirtækinu starfa yfir 40 manns, helmingur þeirra háskólamenntað starfsfólk svo sem líf-, lífeinda-, lífefna-, efna-, lyfja- og matvælafræðingar. Í fyrirtækinu er unnið verðmætt hormón úr merarblóði (ECG) sem nýtt er til að samstilla gangmál dýra. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sýndi mér vinnsluferlið og kynnti fyrir mér starfsemina. Hundrað bændur Á bak við framleiðsluna eru um 100 bændur um allt land sem halda nálægt 5.000 hryssur. Það er því óhætt að segja að hér sé um mikilvæga og stækkandi landbúnaðargrein að ræða. Afurðaverð til bænda hefur haldist stöðugt undanfarin ár og hækkað töluvert umfram verðlagsþróun. Verðið er fyrirsjáanlegt og fyrirtækið gefur út verðskrá fram í tímann. Það var því ánægjulegt að kynnast vaxandi atvinnugrein í landbúnaði. Dýravelferðarsamningar Fyrirtækið tók að eigin frumkvæði að gera sérstaka velferðarsamninga við þá bændur, sem þeir eru í við- skipum við og halda hryssurnar og er slíkt líklega einsdæmi hér á landi. Samningarnir hafa það að markmiði að tryggja velferð meranna. Vel er fylgst með hryssunum og í öllum til- vikum er það dýralæknir sem sér um blóðtökuna einu sinni í viku og hann fylgist jafnframt með ástandi dýr- anna og aðbúnaði. Tímabil blóðtöku er frá 2-3 vikum upp í átta hjá hverri einstakri hryssu, en hryssuhóparnir eru frjálsir úti í náttúrunni, en ekki í húsum. Á vegum Ísteka er að auki dýralæknir sem fylgist með að vel- ferðarsamningarnir séu haldnir. Aðspurður sagði framkvæmdastjór- inn að afföll í hópi meranna væru ekki meiri en almennt gerist í hrossa- hópum, en sérstaklega væri fylgst með líðan þeirra. Matvælastofnun og Lyfjastofnun hafa eftirlit með viðeigandi hlutum framleiðslunnar, sem undir þeirra verksvið heyrir. Afurðin ekki mikil að vöxtum Afurðin sjálf er ekki mikil að vöxtum eftir að hafa farið í gegnum langt og strangt vinnsluferli í fyrirtækinu, því einungis 2-3 kílógrömm af hormón eru flutt er úr landi. Þá er búið að skilja að allan blóðvökva og prótein úr hráefninu, sem telur tugþúsundir lítra. Fyrirtækið vinnur nú að því að þróa aðferð til að nýta það sem fellur út í vinnsluferlinu til uppgræðslu. Brýnt að kynna sér málin Kom ég af fundi fyrirtækisins margs vísari og upplýstur um að fyrirtækið nýtur viðurkenningar og vinnur í samræmi við ítrustu kröfur á grunni alþjóðlegra staðla og eftirlits. Atlaga þingmanna að starfsemi fyrirtækisins geigar af þeirri ástæðu að hún styðst ekki við rök eða vísindalega þekkingu. Slík framganga gagnvart innlendri atvinnustarfsemi sem framleiðir fyrir erlendan markað undir ströngum kröfum dæmir sig sjálf. Í sumar mun ég að sjálfsögðu taka boði um að vera viðstaddur blóðtökuna sjálfa. Karl Gauti Hjaltason kgauti@althingi.is þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Karl Gauti Hjaltason. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla Bænda bbl.is Facebook HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.