Bændablaðið - 29.04.2021, Page 46

Bændablaðið - 29.04.2021, Page 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202146 LÍF&STARF Af viðbrögðum Þrastar Ólafssonar, stjórarformanns Votlendissjóðs, að dæma við greinarkornum höfundar hér í Bændablaðinu upp á síðkastið, er eins og hann sjái ekkert nema hvítt og svart. Annars vegar rígheldur hann sér í hvítþvegnar kerfistölur um kolefnislosun, flestar af erlendum toga, sem eiga að túlka hinn eina, heilaga sannleika um losun kolefnis við framræslu mýrlendis hér á landi, þar sem eina raunhæfa ráðið til mótvægis sé að molda yfir sem allra mest af framræsluskurðum fortíðarinnar; – sökkva framræstu landi í bleytu og órækt, eins og ekkert annað geti verið í spilunum. Hins vegar er svo svartnættið og hrokinn gagnvart tölum af innlendum toga, sem undirritaður hefur vitnað til, að ekki sé nú minnst á þau ráð til kolefnisbindingar til mótvægis við moldun skurðanna, sem nefnd hafa verið, sem hvergi eru þó tæmandi. Innlendar rannsóknir og umfjöllun um þær Varðandi barning Þrastar við að níða niður málflutning þeirra Þorsteins Guðmundssonar og Guðna Þorvaldssonar, sem undirritaður vitnaði til í Bændablaðinu 25. mars, þykist höfundur vita að Guðni mun ekki láta því ósvarað í þessu blaði og vísar hér með á þá grein. Þröstur fjallar nokkuð um umsögn höfundar varðandi rann- sókn Brynhildar Bjarnadóttur og félaga um kolefnisbindingu aspar- skógar í svonefndri Sandlækjarmýri á Suðurlandi og stóð yfir í tvö ár, 2015- 16. Þar gætir verulegrar ónákvæmni hjá Þresti, svo ekki sé meira sagt, varðandi framræslu til- raunalandsins ásamt leiðinda vand- lætingu af aðstæðum, sem vissulega eru nokkuð óvenjulegar, en alls ekki óeðlilegar, enda ber greinin öll með sér mjög faglegt og trúverðugt verk- lag. Það sem hins vegar virðist fara mjög í taugarnar á Þresti, er hvesu mikilli nettóbindingu á kolefni til- raunasvæðið skilar eða 7,14 tonnum kolefnis á ha á ári, þar af batt öspin 91% og botngróður, jarðvegur, svörður og fínrætur samanlagt 9% af bindingunni. Um framræsluna fullyrðir Þröstur að jarðvegurinn hafi verið ,,haugblautur, sem jafngildir því eins og um óframræsta mýri sé að ræða“. Sannleikurinn er sá, sem glöggt má lesa af línuriti með niðurstöðum rannsóknarinnar, að þótt grunnvatn sé vissulega æði hátt yfir vetrarmánuðina (ca 0-40 sm), snarlækkar það yfir sumartím- ann, allt frá 50 sm og niður í 80 sm bæði árin frá byrjun júni og fram í september, þegar haustrigninga fór að gæta að ráði. Annars ættu gæði framræslunnar varla að skipta neinu höfuðmáli varðandi nettó kolefn- isbindinguna. Þó má almennt telja að há grunnvatnsstaða yfir vetur- inn sé kostur í því að minnka C- útblástur og varðveita áburðaefni. Á einum stað í greininni grípur Þröstur fegins hendi það hálmstrá að ætla að áhrif fallinna laufblaða til öndunar og C útblásturs hafi ekki verið tekin með í reikninginn í tilraun Brynhildar og meðhöfunda. Þetta er á misskilningi byggt, þar sem losun frá öndun og niðurbroti (5,71 t C/ ha/ári) var innifalin og dregin frá heildarupp- töku C (12,85 t C/ha/ári) . Gott dæmi um þau hálmstrá, sem Þresti virðist tamt að grípa til, veikum málflutn- ingi sínum ti stuðnings. Nettó kolefnis(C) bindingin upp á 7,14 t C/ha/ár, gerir mun meira en að vinna upp þau 5,5 t C/ha/ár (sam- svarandi 20 tonnum af koltvísýringi, CO2), sem Votlendissjóður notar sem meðaltal hjá sér vegna C-losunar frá framræstu landi. Má vera að þessi mikla C-binding sé í efri kanti þess, sem almennt gerist í gróðri hérlendis, en af þessu má einmitt læra í barátt- unni við að ná sem mestri C-bindingu í framræstu landi um ókomin ár. Varðandi C-losun er fróðlegt að vitna til tveggja nýlegra masters- ritgerða frá LBHÍ, aðra frá 2015 eftir Rannveigu Ólafsdóttur og hina frá 2017 eftir Gunnhildi Evu Gunnarsdóttur. Báðar fjalla þær um mælingu á útblæstri kolefnis vegna framræslu, sú fyrri gerð á Vesturlandi, en hin á Suðurlandi. Losunartölur fyrir t C á ha á ári hjá Rannveigu reyndust 4,1 ± 0,9, en 0,7 – 3,1 hjá Gunnhildi. Þótt tölur þessar séu kannski ekki að öllu leyti sambærilegar, telst varla ofmat að miða við meðal C-losun upp á u.þ.b. 3 t C/ha/ár, sem yrði þá rétt rúmlega hálfdrættingur samanborið við magn- ið sem Þröstur og þeir votlendismenn miða við, eða um 11 tonna útblástur á CO2 á ha á ári, en ekki 20. Misvísandi tölur Þessar tölur og aðrar, eins og yfir raunverulega stærð á framræstu landi, hversu virkt er það í losun o.s.frv. er vel skýrt í greinum þeirra Hvanneyringa og trúlegt að Guðni Þorvaldsson komi inn á þetta í grein sinni hér í blaðinu í dag. Það væri strax ljós punktur ef C-losunin hér á landi væri nær þeim tölum, sem undirritaður og fleiri, hafa nefnt en þær, sem útlandar eru að mestu og helst eru notaðar í opinberri umræðu hér. Það er alla vega him- inn og haf á milli útkom- unnar, þæði á losun á framræstu landi og bindingu vegna annarrar mögulegrar nýtingar á framræstu landi til hvers konar ræktunar, ásamt meðferð og úrvinnslu úr uppskerunni. Þetta leiðir hugann að viðtali við umhverfis- ráðherra í Silfri Egils sl. sunnudag, 18. apríl, þar sem loftslagmál bar eðli- lega mjög á góma. Þar var einkum fjallað um orku- skipti og fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð, en ekki minnst einu orði á hinar himinháu opinberu tölur um endurheimt votlend- is, samsvarandi þeim, sem Votlendissjóður hampar og reiknar með að 60% alls útblásturs í landinu, að alþjóðlegu flugi yfir Íslandi slepptu, sé vegna framræslu. Þetta verður að teljast mjög skynsamlegt af ráðherranum, enda veit hann vafalítið sem er, að þessum tölum er engan veginn treystandi að svo komnu. Neikvæðni um humyndir til kolefnisbindingar og stóra bomban Undirrritaður hefur pælt töluvert í leiðum til að nota framræst land til þess að binda kolefni, helst í meira mæli en kerfið losar og hug- myndir varðandi ýmsa ræktun og þar á meðal skógrækt, sem Þröstur hefur alveg umsvifalaust slegið út af borðinu. Honum er algjörlega fyr- irmunað að finna eitthvað jákvætt í þessu efni, enda nær lausnamiðun hans ekki lengra en ofan í næsta skurð, – því miður. Kannski er þessi geldhugsun það sem formaður Votlendissjóðs ber skylda til að halda sig við, til að auka enn við þrá sjóðsmanna til að vinna verkin af hugsjón fyrir lítið sem ekki neitt í samræmi við það, sem Þröstur hefur sjálfur haldið fram (Bbl 11.03.2021). Það er dálítið umhugsunarvert að Þröstur skuli finna stóru bombuna í grein sinni út frá eftirfarandi kafla í tilvitnaðri grein höfundar, sem hann feitletrar það sem vitnað var í orð- rétt og kemur hér fram: ,,Tek undir eftirfarandi, sem Brynhildur Bjarnadóttir nefndi í bréfskrifum við undirritaðan: „Versta sviðsmyndin er að láta framræsta landið standa óhreyft. Þessum orðum geta flestir verið sammála“. ,,Mikilvægt er (....) [hins vegar] að finna metnaðarfyllri og búmannlegri leiðir til að hemja allt skurðayfirklór“. Með þessari bombu, sem nú átti greinilega að vera eins og stökk- pallur sendur af himni ofan til að slökkva, í eitt skipti fyrir öll, í hugmyndum um ráðstafanir sem gætu, að hans mati, kastað skugga á hina einu og sönnu mótvægisað- ferð Votlendissjóðs og jarða slíkar hugmyndir og hindurvitni til kolefn- isbindingar ofan í skurðum. Þegar menn hafa áttað sig á þessu og ræktunarmenn hafa komið fram með ráðstafanir til kolefn- isbindingar á traustum grunni til mótvægis við slíka jarðarför munu allir sjá að þetta er ekkert annað en óskhyggja hjá stjórnarformannin- um, sem gæti borið upphefðartit- ilinn útfararstjóri í þessu sambandi. Og vel á minnst; – í stuttum kafla, kömmu eftir feitletruðu bombunnar hans Þrastar, eru eftir- farandi vandlætingarorð látin falla í þessari röð: ,,Óskhyggja ... draumsýnir ... afneitun ... glapskyggni (og aftur) ...óskhyggja“ Þetta segir meira en mörg orð og geta lesendur spáð í þau og ástæð- una fyrir þeim að vild, en í huga undirritaðs eru þetta allt bara bros- leg vindhögg, slegin í örvæntingu. Málafylgja, þakkir og lokaorð Auðvitað er annars fullkomlega eðlilegt að molda vita gagnslausa skurði og þá, sem nýtast illa hvort eð er til ræktunarverkefna, allt eftir því, sem landeigendur kjósa. Notum hugmyndaflugið til arð- bærrar ræktunar, sem í leiðinni bindur mikið kolvetni. Nefna enn öspina, annaðhvort sem skóg eða sem öflug skjólbelti til vaxtarauka fyrir verðmætan gróður í leiðinni. Gert af kunnáttu er alveg óþarfi af Þresti að halda því fram að öspin geti ekki nýst til annars en elds- neytis eða enda sem fúaspýtur til bölvunar út í mýri. Vel þekkt er að asparviður sé óbrotgjarnastur allra viðartegunda innlendra og þótt víða væri leitað, ekki síst sem efniviður í límtré, svo eitthvað sé nefnt. Nýting á t.d. hampi, sem fær að vaxa umlukinn skjólbeltum úr ösp og þess vegna fleiri trjátegund- um, gæti náð sér á strik t.d. út frá frumkvöðlastarfi, sem nú þegar er hafið hér eystra og fjölmargt fleira mætti nefna, sem þó verður að bíða betri tíma. Þessar línur verða að nægja að sinni, enda tímabært að gera hlé á þessum skrifum í þeirri vona að eitthvað geti slegið á þráhyggju Þrastar og jábræðra hans, en þökk sé þeim sem lesið hafa og veitt hvatningu í þessari málafylgju. Í þessu sambandi og hér undir lokin skal þess þó getið að undirritaður forvitnaðist nýlega um stjórnarfólk Votlendissjóðs á heimasíðu hans. Í þessari tíu manna stjórn þekkir hann, af góðu einu, þá Svein Runólfsson, fv. landgræðslustjóra og Ólaf Eggertsson, góðbónda og frægan ræktunarmann á Þorvaldseyri. Þetta kom í fyrstu nokkuð á óvart, en hugleitt um leið að forsjónin hafi leitt þessa ágætu og framsýnu menn í þessa stjórn til að breikka sjóndeildarhring sjóðsins í lausn á loftslagvandanum með fjölbreytt- ari og búsældarlegri aðferðum en einhæft markmið hans bend- ir til. Er þeim og öðru stjórnar- fólki óskað góðs árangurs og farsældar í nafni fjölbreytninnar á þessum vettvang, sem öðrum. – Formaðurinn er ekki undanskilinn þessum óskum þótt einhver þung orð og ávirðingar hafi fallið á báða bóga í hita leiksins. Vonandi tekst hugmyndaríku og öflugu fólki að koma sem fyrst fram með og þróa ræktunar- og úrvinnsluaðferðir með þekkingu sinni, reynslu og fagmennsku og forða þannig ofanískurðamokstri að sem mestu leyti. Þetta er stórt ver- kefni og vissulega flókið á köflum, en fátt eins spennandi og gefandi. Gleymum heldur ekki upp- græðslu örfoka lands í þessu sam- bandi. – Gleðilegt sumar ... Þórarinn Lárusson toti1940@gmail.com RAFBYLGJUMÆLINGAR OG VARNIR! Kem á staðinn og framkvæmi fyrstu mælingu ókeypis. Uppl. gefa Garðar Bergendal í síma 892-3341 og Rósa Björk Árnadóttir í síma 776-7605. Leitið upplýsinga á www.gardar.info Garðar byrjaði að mæla rafbylgjur sem kom úr tenglum, tölvum, farsímum og ljósum. Allar þessar bylgjur hafa áhrif á fólk og skepnur og geta valdið ýmsum kvillum, svo sem: Lamba- og ærdauði gæti verið út af rafmagni ‒ Mígreni ‒ Höfuðverk ‒ Svefntruflunum ‒ Vöðvabólgu ‒ Exemi ‒ Þurrk í húð vegna tölvu ‒ Fótverkjum ‒ Júgurbólgu ‒ Myglusvepp ‒ Skepnudauða ‒ Fósturskaða í dýrum SAMFÉLAGSRÝNI Þórarinn Lárusson. Af viðbrögðum Þrastar Ólafssonar, stjórnar­formanns Votlendissjóðs, við greinar kornum höfundar hér í Bænda blaðinu upp á síðkastið að dæma, er eins og ekkert komist að hjá honum nema hvítt og svart. Þröstur kvakar enn ... Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.