Bændablaðið - 29.04.2021, Side 49

Bændablaðið - 29.04.2021, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 49 Í sauðfjárrækt eru frjósemi ánna og lifun lamba til haustsins stórir áhrifaþættir á afkomuna. Í niður- stöðum skýrsluhalds undanfar- inna ára má sjá að undan hverj- um 100 fullorðnum ám eru að misfarast um 18-20 lömb árlega. Afföll lamba undan veturgöml- um ám eru heldur meiri. Það er mikilvægt að leita allra leiða til að draga úr lambavanhöldum en á flestum búum verður drýgstur hluti þeirra áður en sauðburði lýkur. Hér má sjá hlutfall lamba undan fullorðnum ám sem ekki lifa til sauðburðarloka, flokkuð í þrennt. Þetta er landsmeðaltal áranna 2018-2020. Að sjálfsögðu reyna allir að leggja sig fram við að lambavan- höld verði sem minnst. Það er samt talsverður breytileiki í því hvernig það tekst, bæði milli ára og búa. Það getur því verið gagnlegt fyrir alla að safna saman upplýsingum frá sem flestum búum og reyna að draga fram það sem gefst vel hjá mörgum og miðla til allra. Með þetta mark- mið var lagt upp með verkefni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem ber heitið Fleiri lömb til nytja. Þar var öllum sauðfjárbændum boðið að taka þátt í könnun þar sem spurt var um fjölmörg atriði sem geta haft áhrif á lambahöld að vori. Til að taka þátt þurfti að láta þess getið hvaða bú væri að svara. Sérstök áhersla var lögð á að fullur trúnaður ríkti um þær upplýsingar sem þátttakendur legðu til og að svör yrðu aldrei rekjanleg niður á einstök bú. Úr Fjárvís voru sóttar upplýsingar um afföll lamba að vori árin 2018-2020 hjá þátttak- endum. Þannig er hægt að skoða svörin og skýrsluhaldsgögnin saman frá mörgum hliðum og meta áhrif einstakra þátta á vanhöld lamba út frá svörunum. Tekið skal fram að hér er ekki um tilraunaniðurstöður að ræða. Verkefnið gefur hinsvegar áhugaverðar upplýsingar sem gætu verið kveikjan að því að ákveðnir hlutir yrðu skoðaðir nánar. Alls tóku 295 bú þátt í könnun- inni. Þau dreifðust nokkuð vel um landið sem styrkir úrvinnsluna. Öllum sauðfjárbændum var boðið að taka þátt í könnuninni óháð bústærð. Á mynd 2 má sjá flokkun á þátttökubúunum eftir bústærð. Það hefði mátt vera aðeins skarpari þátttaka meðal stærri sauðfjárbúa þó þar sé vissulega færri búum til að dreifa. Á mynd 3 má sjá samband bústærðar hjá þátttakendum og hlut- falla lamba sem farast í fæðingu eða drepast á sauðburði. Heilt yfir fara þessi vanhöld hlutfallslega minnk- andi eftir því sem búin stækka. Á minni búunum er oft ekki stöðug viðvera í fjárhúsunum sem eykur þá líkur á vanhöldum, einkum að lömb farist í fæðingu. Það kom skýrt fram í könnuninni að eftirlitsmyndavélar eru sérstaklega gagnlegar á minni búum. Spurt var um mönnun á sauðburði og það skoðað með tilliti til bústærð- ar. Það kom skýrt fram að þar sem aðeins einn eða tveir komu að sauð- burðinum voru afföll almennt meiri. Um leið og þriðji maður kom til sögunnar batnaði ástandið talsvert. Þar kemur eflaust til að þá er auð- veldara að skipuleggja það að allir nái að hvílast og sofa nóg á þessum álagstíma. Í töflu 3 má sjá niðurstöð- ur spurningar þar sem spurt var um svefn á sauðburði. Valmöguleikar voru fjórir en hér dregið saman í tvo. Góður svefn þar sem skipu- lega var lagt upp með að allir næðu að sofa nóg eða það næðist svona oftast. Svefnleysi aftur á móti þar sem mannskapurinn verður alltaf langþreyttur af svefnleysi eða illa hefur gengið að skipuleggja nægjan- lega hvíld fyrir alla. Þar sem mann- skapurinn nær að hvílast nokkuð vel ferst minna af lömbum í fæðingu. Það má einnig nefna að þegar spurt var um reglufestu hvað varðar mat- artíma þá voru merkjanleg jákvæð áhrif reglulegra og staðgóðra máltíða á lambahöldin. Hér eru aðeins nefnd örfá dæmi úr þeim miklu upplýsingum sem samlestur á niðurstöðum könnunar- innar og skýrsluhaldsgögnin eru að skila. Boðið var upp á fræðslufund um þetta verkefni á netinu 21. apríl sl. þar sem margt fleira úr niðurstöð- unum var kynnt. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á heimasíðu RML. Vinnu við lokaskýrslu er ekki lokið. Það er stundum talað um reynsluvísindi og það að draga saman reynslu margra bænda fyrir heildina getur reynst skilvirk leið í leiðbeiningum. Njarðarbraut 1 260 Reykjanesbæ Sími: 421 4037 netfang: lyfta@lyfta.is www.lyfta.is 421 4037 • Eingöngu knúinn lithium rafhlöðu • Innbyggð hleðsla • 6 klukkustunda notkun án hleðslu • Möguleiki á hraðhleðslu • Enginn hávaði og enginn útblástur • Hentar bæði úti og inni Snorkel SR626E er rafmagnsútgáfan af SR626 Gróft undirlag Snorkel SR626 er nettur og liðugur skotbómulyftari - hentar vel þar sem pláss er af skornum skammti. 2021 Snorkel. All rights reserved. • 4x4 sídrif með 3 stýrimöguleikum • Rúmgott hús með 360° útsýni • Nútímaleg stjórntæki • 2.600 KG lyftigeta • 5,79 m lyftihæð • 2 ára ábyrgð Gróft undirlag Kraft r LÍF&STARF ÍS-VEST ehf • Hringhella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 660 1005 • Netfang: isvest@isvest.is • www.isvest.is SMART-BOX KASSAR UNDIR GRÆNMETI Sterkir og hagkvæmir kassar sem henta vel undir allar gerðir grænmetis. Gott aðgengi er fyrir lyftara og hægt er að fella þá saman svo þeir taka lítið pláss í geymslu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Árni Brynjar Bragason ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ab@rml.is Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Harpa Birgisdóttir ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs harpa@rml.is Hlutfall lamba undan fullorðnum ám sem ekki lifa til sauðburðarloka Landsmeðaltal áranna 2018-2020 Dauðfædd/löngu dauð Farast í fæðingu Drepast á sauðburði Samtals 2,70% 1,10% 1,80% 5,50% Fleiri lömb til nytja – Reynslubanki sauðfjárbænda Tafla 3 – Svefn á sauðburði Fjöldi búa Fjöldi ær Frjósemi Fórst í fæðingu Drapst á sauðburði Fórst í fæðingu og drapst á sauðburði Góður svefn 158 295 1,89 1,10% 1,90% 3,00% Svefnleysi 134 251 1,89 1,50% 1,90% 3,30% Tafla 1 – Er fullorðnum ám gefið kjarnfóður síðustu vikur fyrir burð? Fjöldi búa Fjöldi ær Frjósemi Fæddist dautt Fórst í fæðingu Drapst á sauðburði Afföll alls Já 90 276 1,88 2,50% 1,10% 1,80% 5,30% Nei 205 273 1,9 3,00% 1,40% 1,90% 6,30% Meðaltal 295 274 1,89 2,80% 1,30% 1,90% 6,00% Hér virðist kjarnfóðurgjöf síðustu vikurnar fyrir burð bæta lambahöld hjá fullorðnum ám. Á þessum búum er minna af dauðfæddum lömbum, minna um að lömb farist í fæðingu og heldur minna drepst af lömbum á sauðburði. Samanlagt munar 1% á milli þessara samanburðarhópa sem er marktækur munur. Hér hafa heygæði auðvitað sín áhrif en líklegt má telja að svolítil kjarnfóðurgjöf síðustu vikurnar sé ákveðin trygging fyrir því að næringar­ þörfum ánna sé betur mætt, sem skilar sér í meiri lífsþrótti lambanna. Hér snúast hlutföllin við miðað við kjarnfóðurgjöfina og 2/3 svara þessari spurningu játandi. Aðgangur að bætiefnum hefur jákvæð áhrif á lifun lamb­ anna þó þau séu ekki eins skýr. Tafla 2 – Hafa fullorðnar ær aðgang að bætiefnum á seinni hluta meðgöngu? Fjöldi búa Fjöldi ær Frjósemi Fæddist dautt Fórst í fæðingu Drapst á sauðburði Afföll alls Já 198 255 1,89 2,70% 1,20% 1,90% 5,90% Nei 97 314 1,9 3,00% 1,40% 1,80% 6,20% Meðaltal 295 274 1,89 2,80% 1,30% 1,90% 6,00%

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.