Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 51

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 51 Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt á næstu dögum á heimasíðu RML. Nýtt skráningarkerfi var tekið upp í fyrra og verður það í notkun áfram, þannig notendur eiga að þekkja það viðmót. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og loka- skráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á mið- nætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umráðamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Til að fá aðstoð er hægt að hringja í síma 516-5000, eða senda tölvupóst á netföngin halla@rml og hross@ rml.is. Við bendum á að utan dag- vinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvu- pósti og því hvetjum við eigendur/ umráðamenn til að skrá tímalega. RML áskilur sér rétt til að fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við og sameina sýningar ef þess gerist þörf. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðunni www.rml.is, þegar þær eru tilbúnar sem verður nokkrum dögum fyrir sýningu. Sýningargjöld og fleira Verð fyrir fullnaðardóm er 29.900 kr. en fyrir byggingadóm/hæfileikadóm 22.900 kr. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hrossið er skráð. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inni á viðkomandi sýningu. Ef það gerist ekki er rétt að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við skráninguna. Aðeins þau hross sem hlotið hafa fullnaðardóm á sama sýningarári er hægt að skrá eingöngu í reiðdóm. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir upphaf sýningarviku í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hross@rml.is. Endurgreitt er 15.000 kr. fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og 12.000 kr. fyrir hross sem hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. Endurgreiðslukrafa vegna slasaðra hrossa þarf að hafa borist fyrir 1. júlí. Skipti knapi út hrossi í sýningu og velji að sýna annað hross en það sem skráð er, ber sá hinn sami fulla ábyrgð gagnvart þeim sem greiddi fyrir plássið. Greiðsla fyrir það hross sem skipt var út verður notuð til greiðslu á hrossinu sem kom í staðinn. Minnum á eftirfarandi: • Ekki er hægt að skrá hryssur eða geldinga til sýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA-greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF. • Allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. • Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir í WF að búið sé að taka blóðsýni og röntgenmynda vegna spatts. • Ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema þau séu örmerkt. • Ef örmerki finnst ekki í hrossi sem mætir til dóms ber að örmerkja það á staðn- um og taka stroksýni úr nös til DNA-greiningar á ætterni, með þeim kostnaði sem af því hlýst fyrir eiganda/forráða- mann. Örmerki og DNA-sýni þurfa ávallt að fylgjast að. Ekki er hægt að skrá hross til sýn- ingar nema ofantaldar kröfur séu uppfylltar. Hross sem koma inn á sýningu í stað annarra skráðra hrossa og uppfylla ekki þessi skilyrði verður vísað frá sýn- ingu strax hjá mælingarmanni án undantekninga. Nánari upp- lýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbótasýningum má finna á heimasíðunni www.rml.is eða hringja í síma 516-5000 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hross@rml.is. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila www.dyraheilsa.is Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra – Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið – Broddur Örvandi – Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk – Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku – Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar LAMBBOOST FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana – Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans – Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku – Dextrósi Styrkir erta slímhúð – Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol jardir.is Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusvið halla@rml.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Af heimasíðu RML er auðvelt að skrá hross til sýningar.Pétur Halldórsson við mælingar á hryssu fyrir kynbótadóm á Gaddstaðaflötum. Hross undirbúin fyrir mælingar og dóma. Skráningar á kynbótasýningar vorsins Sýningar vorsins og síðasti skráningar- og greiðsludagur Dags. Staður Loka skráningar- og greiðsludagur 25.5- 28.5 Sprettur, Kópavogi föstudagur 14. maí 31.5- 04.6 Sörlastaðir Hafnarfirði I föstudagur 21. maí 31.5- 04.6 Gaddstaðaflatir, Hella I föstudagur 21. maí 31.5- 04.6 Hólar, Hjaltadal I föstudagur 21. maí 07.6- 11.6 Sörlastaðir Hafnarfirði II föstudagur 21. maí 07.6- 11.6 Gaddstaðaflatir, Hellu II föstudagur 21. maí 07.6- 11.6 Akureyri föstudagur 21. maí 07.6- 11.6 Borgarnes föstudagur 21. maí 14.6- 18.6 Hólar, Hjaltadal II föstudagur 21. maí 14.6- 18.6 Sörlastaðir Hafnarfirði III föstudagur 21 maí 14.6- 18.6 Gaddstaðaflatir, Hellu III föstudagur 21. maí Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðunni www.rml.is, þegar þær eru tilbúnar nokkrum dögum fyrir sýningu. Varahlu�r i VOLVO Vinnutæki Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.