Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 53

Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 53 Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar vegna forræktunar á tómötum, papriku og agúrkum undir LED ljósum eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar. Markmiðið í tilrauninni var að prófa hvort ljósgjafi (HPS eða LED) hefði áhrif á vöxt og gæði græðlinga og hvort hægt væri að minnka ljósatengdan kostnað með val á ljósgjafa. Verkefnisstjóri var Christina Stadler og verkefnið var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga. Tilraunaskipulag Gerð var tilraun með óágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill., yrki 'Completo'), papriku (Capsicum annuum L., yrki 'Gialte') og agúrku (Cucumis sativus L., yrki 'SEncere') veturinn 2020 / 2021 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Græðlingar voru ræktaðir í steinullarkubbum og forræktun af tómötum tók sex vikur, af papriku tíu vikur og af agúrkum fimm vikur. Prófaðar voru tvær mismunandi ljósmeðferðir sem topplýsing í 18 klst. ljósi: 1. Háþrýsti-natríumlömpum (HPS, 228 µmol/m2/s) og 2. Ljósdíóðu (LED, 230 µmol/ m2/s). Dag- og næturhiti var 20°C. Undirhiti var 35°C. Ekkert CO2 var gefið. Græðlingar fengu næringu eftir þörfum. Áhrif ljósgjafa voru prófuð og ávinningur þeirra metinn. Niðurstöður og umræða Spírunarhlutfall var óháð ljósgjafa, en frekari vöxtur græðlinga og gæði þeirra voru undir áhrifum af ljósgjafa. Hiti í ræktunarefni og laufhiti var marktækt hærri undir HPS ljósum (tafla 1). Græðlingar voru styttri og þéttvaxnari þegar þeir voru ræktaðar undir LED ljósum í samanburði við HPS ljós (mynd 1). Að auki voru tómata- og paprikugræðlingarnir með fleiri sprota sem komu út úr blaðöxlum. Agúrkugræðlingarnir höfðu marktækt hærra þvermál stofns, blaut- og þurrvigt undir HPS ljósum en undir LEDs, en aftur á móti voru tómata- og papriku- græðlingarnir með engan marktæk- an mun á milli ljósgjafa í þessum breytum (tafla 2). Þetta gæti verið rakið til örvaðrar framleiðslu af lífmassa í uppskeru á tómötum og papriku undir LEDs og með því að bæla niður mögulegt forskot HPS ljósa. Hlutfall þurrvigtar og hæðar var fyrir allar plöntur hærra undir LEDs en sem ræktaðir eru undir HPS ljósum. Fjöldi laufa fyrir tómata og agúrku var óháð ljós- gjafa. Þessi áhrif komu einnig fram fyrir papriku áður en stofn skiptist í tvo toppa, en eftir það jókst mark- tækt fjöldi laufa með notkun LEDs, mögulega vegna örvunar þeirra á auknum vexti. Með notkun LEDs var um 15 % minni dagleg notkun á kWh, sem leiddi til lægri útgjalda fyrir raf- orku, en næstum þrefalt hærri fjár- festingarkostnaðar miðað við HPS ljós (tafla 3). Þar með var heildar ljósatengdur kostnaður hærri fyrir græðlinga undir LEDs en fyrir græðlinga undir HPS ljósum. Skilvirkni orkunotkunar var óháð ljósgjafa fyrir agúrku- græðlingana, en fyrir tómata- og paprikugræðlinga var ljós betur tilfært í lífmassa uppskeru undir LEDs (mynd 2). Niðurstöður af mælingarbreyt- um á græðlingum hafa sýnt mjög skýrt að mismunandi tegundir geta brugðist mismunandi við ljósgjafa, sem gefur til kynna nauðsyn að val á viðbótarlýsingu eigi að vera tegundasértækt. Hins vegar gætu sömu plöntufjölskyldur, eins og sýnt var fram með náttskugga (Solanceae), brugðist svipað við ljósgjafa, en mismunandi plöntu- fjölskyldur (Solanceae samanborið við Cucurbitaceae) gætu sýnt önnur eða andstæð viðbrögð. Tegundir LED sem voru notaðar og litróf þeirra (hlutfall rautt:blátt) í öðrum tilraunum gætu skýrt mögulegar umdeildar niðurstöður innan sömu plöntufjölskyldna. Græðlingar voru metnir of þétt- vaxnir undir LEDs og hindraði það umhirðu þeirra eftir að búið var að planta græðlingum. Að auki var tímafrekt að fjarlægja viðbót- arsprotana. Ályktun Frá hagkvæmnisjónarmiði er ekki mælt með því að rækta forræktunarplöntur með LEDs á veturna. Áður en hægt er að ráðleggja að nota LED, er þörf á fleiri rannsóknum. Meðal annars þarf: • Að finna út hvaða hlutfall LED og HPS ljósa og hvaða litróf er mælt með fyrir græðlinga sem ræktaðir eru á vír til að fá ekki of þéttvaxnar plöntur, • Að fá meiri reynslu um hvernig þarf að aðlaga hitastigið miðað við hvaða forræktunarplöntur er ræktaðar. Þess vegna er ekki mælt með fram leiðslu á græðlingum, sem þarfnast ræktunaraðferðar á vír, eingöngu undir LEDs. Að minnsta kosti ætti að nota hybrid lýsingu á forræktunarplöntur sem þurfa seinna ræktun á vír til að tryggja ekki of þéttvaxna græðlinga. Hins vegar gætu gæði jurta, blóma og grænmetis sem ekki er háð rækt- unaraðferð á vír aukist við LED lýsingu. SELDU HRYSSUR TIL LÍFS Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera þriggja til fimmtán vetra Greiðum 45.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna ATH! HÆKKAÐ VERÐ! Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland. Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138. Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Christina Stadler Auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ christina@lbhi.is Hvaða ljósgjafa er mælt með í forræktun? – Nýjustu niðurstöður úr forræktun af tómötum, papriku og agúrkum að vetri Tafla 1: Mælingar á hita í ræktunarefni og laufhita í mismunandi ljósmeðferðum Hiti HPS LED HPS LED HPS LED Hiti í ræktunarefni (°C) 19,8 a 18,8 b 19,3 a 18,7 b 19,5 a 19,2 b Laufhiti (°C) 16,8 a 15,3 b 17,6 a 16,2 b 17,5 a 15,6 b Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05) Tafla 2: Vaxtarmælingar og tómata-, papriku- og agúrkugræðlingar í mismunandi ljósmeðferðum Tómata Paprika Agúrka Vaxtarmælingar HPS LED HPS LED HPS LED Hæð (cm) 42,9 a 31,2 b 40,2 a 32,8 b 20,5 a 11,4 b Þvermál stofns (mm) 0,86 a 0,96 a 1,03 a 1,06 a 0,92 a 0,76 b Blautvigt (g/plöntu) 82 a 84 a 132 a 145 a 45 a 35 b Þurrvigt (g/plöntu) 7,0 a 7,8 a 15,3 a 17,5 a 3,9 a 3,6 b Hlutfall þurrvigtar og hæðar (g/cm) 0,16 b 0,25 a 0,38 b 0,53 a 0,19 b 0,31 a Fjöldi laufa á plöntu 10 a 10 a 57 b 66 a 7 a 6 a Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05 Tafla 3: Hagkvæmni tölur eftir mismunandi ljósmeðferðum Tómata Paprika Agúrka Hagkvæmni tölur HPS LED HPS LED HPS LED Orkunotkun (kWh) 4.246 3.601 7.443 6.310 3.891 3.300 Raforkukostnaður (ISK/m2) 575-640 487-542 1.009-1.122 853-949 528-587 447-497 Fjárfestingarkostnaður í ljósum (ISK/m2) 177 483 283 773 142 386 Heildar ljósatengdur kostnaður (ISK/m2) 753-817 971-1.025 1.292-1.405 1.626-1.722 670-729 833-883 Tómata Paprika Agúrka Mynd 1: Græðlingar af tómötum (a), papriku (b) og agúrku (c) undir HPS eða LED ljós í lok forræktunar. Mynd 2: Skilvirkni orkunotkunar hjá forræktunarplöntum eftir mismunandi ljósmeðferðum. Grafið gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05).

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.