Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 20212
Þó árið 2020 sé liðið og nýtt ár tek-
ið við megum við ekki gleyma því
að Covid-19 fór ekki með sprengj-
unum á gamlárskvöld, þótt nóg væri
af þeim. Förum því varlega inn í nýja
árið, læðumst, tölum lágt, hittum fáa,
sprittum okkur og gætum þess að
styggja ekki nýja árið.
Á morgun er spáð suðvestan 3-8 m/s
framan af degi, víða léttskýjað og
frost 3-14 stig, kaldast inn til lands-
ins. Þá bætir í vind vestanlands síð-
degis og þykknar þar upp með snjó-
komu og síðar rigningu og hlýnandi
veðri. Á föstudag má gera ráð fyr-
ir suðvestan 13-20 m/s og rigningu
eða slyddu, en þurrt að kalla austan-
lands. Hiti 2-7 stig. Þá snýst í vestan-
og norðvestan 13-20 m/s seinnipart-
inn með snjókomu, einkum norðan-
og vestantil á landinu. Ört kólnandi
veður. Á laugardag er spáð norðvest-
an 13-23 m/s og éljum á Norður- og
Austurlandi, hvassast verður á norð-
austurhorni landsins. Hægari vindur
og bjart að mestu á Suður- og Vest-
urlandi. Frost 4-10 stig. Á sunnudag
á að vera norðan 5-10 m/s og létt-
skýjað, en norðvestan 10-15 m/s og
dálítil él um landið norðaustanvert.
Áfram kalt í veðri. Á mánudag er út-
lit fyrir suðaustanátt með snjókomu
eða rigningu og hlýnandi veðri. Þurrt
að kalla á Norður- og Austurlandi og
minnkandi frost á þeim slóðum.
Yfir hátíðarnar var spurt á vef Skess-
horns hvort lesendur ætli að láta
bólusetja sig við Covid-19. Alls svör-
uðu 2.047 manns spurningunni og
af þeim ætla 88% að láta bólusetja
sig við veirunni, 7% hafa ekki tekið
ákvörðun um það og 5% segjast ekki
ætla að láta bólusetja sig við Co-
vid-19. Það er afar sambærileg niður-
staða og nýverið kom fram í könnun
Gallup um sama mál.
Í næstu viku er spurt:
Hvað á að gera við áramótaheit?
Marinó Freyr Jóhannesson er nýr Ís-
landsmeistari í sjóstangveiði og er
hann því Vestlendingur vikunnar að
þessu sinni. Rætt er við kappann í
Skessuhorni í dag.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Leiðrétt
BORGARNES: Í umfjöllun í
Jólablaði Skessuhorns var sagt
frá starfi Jóhönnu ljósmóður í
Borgarnesi. Í tvígang var nafn
hennar ranglega skráð og hún
sögð Jónsdóttir. Hið rétta er að
Jóhanna var Jóhannsdóttir og
leiðréttist það hér með. -mm
Kennsla brátt
með eðlilegum
hætti
AKRANES: Í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi
hefst verknám og fagbóklegt
og starfsbraut í staðnámi frá
og með deginum í dag, 6. janú-
ar, en aðrir áfangar verða í fjar-
kennslu fyrstu þrjá dagana í
upphafi vorannar, þ.e. dagana
6.-8. janúar. Staðnám í öllum
áföngum í skólanum hefst svo
mánudaginn 11. janúar. -mm
Þrettándabrenna
og kjör íþrótta-
manns
AKRANES: Í kvöld á þrett-
ándanum verður tilkynnt um
val á Íþróttamanni Akraness
árið 2020. Athöfnin verður með
breyttu sniði þetta árið eins
og svo margt annað og verð-
ur streymt í gegnum IATV frá
frístundamiðstöð Akraness við
Garðavelli. Hefst athöfnin 15
mínútum eftir lok flugeldasýn-
ingar á Akranesbryggju. -mm
Eldur í
sorptunnum
AKRANES: Aðfararnótt nýárs-
dags barst lögreglu tilkynning
um eld í sorptunnum við Asp-
arskóga á Akranesi. Lögregla
slökkti eldinn með slökkvi-
tækjum en innan lögreglunnar
á Vesturlandi eru m.a. löggilt-
ir slökkviliðsmenn. Einn slíkur
átti ekki í vandræðum með að
slökkva eldinn. -frg
Línubáturinn Kristinn HU, sem er
gerður út frá Skagaströnd og Ólafs-
vík, gerði það gott í desember. Skip-
verjar komu með 288 tonn að landi
og aflaverðmætið var 109 milljónir
króna. Þorsteinn Bárðarson, ann-
Talsvert flóð var í Hvítá í Borgar-
firði að morgni jóladags eftir úr-
hellisrigningu frá því aðfararnótt
aðfangadags. Áin flæddi m.a. yfir
veginn að Hvítárbakka. Þá flæddi
hún einnig yfir veginn á móts við
Ferjukot og sömuleiðis, eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd, flæddi
að brúnum yfir Ferjukotssýkin. Að
sögn heimafólks í Ferjukoti er þetta
mesta flóð í ánni í yfir tíu ár.
Samkvæmt rennslismæli Veður-
stofunnar við Kljáfoss fór rennsli
í Hvítá í 345 rúmmetra á sekúndu
um klukkan 8 að morgni jóladags,
en þar er rennsli að jafnaði um 70
rúmmetrar á sek.
mm/ Ljósm. Björgvin Fjeldsted.
Aflamet hjá línubátnum Kristni HU
ar tveggja skipstjóra á Kristni og
útgerðarmaður, segir þetta met-
mánuð í sögu útgerðarinnar sem
var stofnuð árið 1997. Hann segir
að aldrei áður hafi Kristinn land-
að jafn miklum afla en á síðasta ári,
en hann var í heildina 1.769 tonn
og aflaverðmætið 556 miljónir. Það
sem gerði þetta háa aflaverðmæti í
desember var að sökum erfiðs tíð-
arfars var skortur af fiski á mörkuð-
um og fiskverð þar af leiðandi mjög
hátt. Kristinn landaði öllum sín-
um afla á Fiskmarkað Snæfellsbæj-
ar. „Við gátum verið í skjóli af landi
í norðanáttinni sem var ríkjandi
vindátt nánast allan mánuðinn.
Héldum okkur sunnan við jökul
þar sem veiði var góð og lönduðum
svo á Arnarstapa. Stærsta löndunin
var 18,5 tonn hjá okkur,“ segir Þor-
steinn. Þess má geta að meðal afla-
verð var 378 krónur í desember.
Þorsteinn segir að lokum að
þakka megi þennan árangur því
góða og dugmikla starfsfólki sem
stendur á bakvið útgerðina. Það
megi til dæmis þakka fólkinu í
beitningunni, pabba á balabílnum
og að sjálfsögðu sjómönnunum
sem eru hörku drengir. Öll þessi
heild hefur verið tilbúin að leggja
meira á sig en hægt er að ætlast til
- og það ber að þakka fyrir,“ segir
Þorsteinn.
af Kristinn HU að koma að landi í norðan brælu.
Áhöfnin á Kristni HU: Þorsteinn Bárðarson, Bárður Jóhönnuson, sem er skipstjóri
á móti Þorsteini, Aron Jóhannes Leví Kristjánsson, Benedikt Björn Ríkharðsson,
Svavar Kristmundsson og Hafsteinn Ingi Viðarsson.
Hvítá flæddi um jólum
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
Skráning á vorönn stendur til 15. janúar
l .