Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 13
Á mánudag og aðfararnótt þriðju-
dags var unnið við dælingu á sem-
enti úr flutningaskipinu UBD
Cartagena við sementsbryggjuna
á Akranesi og í sementssíló númer
fjögur við höfnina. Ekki vildi bet-
ur til en svo að aðfararnótt þriðju-
dags fór eitthvað úrskeiðis og dæld-
ist sement upp úr sílóinu af mikl-
um krafti og fauk yfir hús og bíla
í nærliggjandi götum. Dæla átti
4.600 tonnum af norsku sementi í
sílóið, en það hefur annað hvort yf-
irfyllst eða lúga gefið sig um nótt-
ina með þeim afleiðingum að sem-
ent sprautaðist upp úr því. Gunn-
ar Sigurðsson framkvæmdastjóri
Sementsverksmiðjunnar ehf. sagði í
samtali við Skessuhorn í gærmorg-
un að um mannleg mistök hafi ver-
ið að ræða. Þarna hafi átt að vera
sólarhringsvakt, en ljóst að eftir-
litið hafi brugðist við uppskipun úr
skipinu.
Ekki er vitað hversu mikið af
sementi sprautaðist út í loftið en
af ummerkjum í nágrenningu að
dæma voru það einhver tonn. Sam-
kvæmt veðurmælum var hæg sunn-
an- eða suðaustanátt þegar þetta
átti sér stað og fjögurra stiga hiti.
Íbúar við Mánabraut, sem liggur
samhliða sementssílóunum, voru í
gærmorgun að háþrýstiþvo þykkt
lag af sementi af bílum og húsum.
Þá var Slökkvilið Akraness og Hval-
fjarðarsveitar mætt á staðinn til að-
stoðar við hreinsistörf og lögregla
tók skýrslur. Til stóð að loka nið-
urföllum svo sementsblandað vatn
færi ekki niður í frárennslislagnir
og stíflaði þær.
„Starfsleyfið
er tímaskekkja“
Stefán Jónsson á tvö húsanna við
Mánabraut. Hann segir í samtali
við Skessuhorn að mengunaróhöpp
svipað eðlis, frá starfsemi Sements-
verksmiðjunnar, séu algeng á síð-
ustu árum og segir löngu tímabært
að starfseminni verði hætt á þessum
stað. Kveðst hann andvígur því að
starfsleyfi fyrir geymslu og flutn-
ing sements á þessu svæði verði
endurnýjað. Samkvæmt heimild-
um Skessuhorns rennur starfsleyf-
ið út 2028.
„Geymsla og flutningur á sem-
enti á þessum litla hluta fyrrum
starfssvæðis Sementsverksmiðjunn-
ar, svona nærri íbúabyggð, er algjör
tímaskekkja að mínu mati, nú eftir
að sementsframleiðslu hefur verið
hætt og verksmiðjuhúsin að stórum
hluta rifin. Geymslusíló og starf-
semi af þessu tagi á ekki að vera til
staðar svo nærri íbúabyggð og auk
þess ljóst að bæði tækjakostur er úr-
eltur og mannskapurinn sem kem-
ur að flutningi og geymslu er ekki
að valda verkefninu,“ segir Stefán.
Stefán segir að venjulegur há-
þrýstiþvottur á húsum og bílum
dugi ekki til að ná sementinu af.
Eftir sitji fíngert ryk sem fari ekki
af með vatni jafnvel undir háþrýst-
ingi. Því þurfi bæði að skipta um
gler og klæðningar á húsum eftir
óhöpp af þessu tagi. Hann segir að
sement sé blandað sterkum efnum
sem greypa sig inn í gler og stál. Því
sé ljóst að um verulegt tjón er að
ræða. Bílar og hús við a.m.k. Mána-
braut, Suðurgötu, Kirkjubraut og
á hluta Vesturgötu voru alsetnir
sementi og því mikið og tímafrekt
hreinsunarstarf framundan. Mál-
ið hefur að sögn Stefáns Jónssonar
verið kært til lögreglu.
mm Svona leit bíll hjónanna við Mánabraut 5 út þegar komið var út í gærmorgun.
Ljósm. Katrín Lilja Jónsdóttir.
Umhverfisslys við uppskipun á sementi
Gríðarlegt tjón á húsi og bílum þegar þykkt lag af sementi lagðist yfir
Bíll við Mánabraut alþakinn sementi.
Ljóst er að bílar hafa skemmst, því nær ómögulegt er að ná sementinu úr fölsum
og samskeytum.
Slökkviliðsmenn komu í gærmorgun til aðstoðar við hreinsun húsa og bíla.
Þessi bíll stóð við Kirkjubraut.
Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar ehf. var á vett-
vangi í gærmorgun. Sementssíló númer fjögur er lengst til hægi á myndinni.
Stefán Jónsson íbúi við Mánabraut segir löngu ljóst að ekki á að endurnýja starfs-
leyfi fyrir sementsgeymslu á þessum stað.