Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202110
Að morgni 29. desember var byrj-
að að bólusetja heilbrigðisstarfs-
fólk í framlínunni á Vesturlandi við
Covid-19 með bóluefni frá Pfizer.
Fyrst til að fá bólusetningu í lands-
hlutanum voru Hulda Gestsdótt-
ir hjúkrunarfræðingur og Sigurður
Már Sigmarsson sjúkraflutninga-
maður.
Ríflega 300 skömmtum af bólu-
efni var úthlutað á Vesturland í
þessari fyrstu dreifingu bóluefnis
sem kom til landsins. Dugðu þess-
ir skammtar til að bólusetja heil-
briðgisstarfsfólk í mestu framlínu
við HVE en auk þess íbúa á dval-
ar- og hjúkrunarheimilum í lands-
hlutanum.
arg
Fyrsta sending af bóluefni frá Pfi-
zer kom hingað til landsins 28.
desember. Voru það yfir tíu þús-
und skammtar sem dugðu til bólu-
setningar fyrir 5000 manns. Strax
daginn eftir hófst bólusetning for-
gangshópa sem voru heilbrigðis-
starfsmenn í framlínu en einnig
íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila
landsins.
Að sögn Rósu Marinósdótt-
ur sviðsstjóra hjúkrunar á heilsu-
gæslusviði HVE komu ríflega 300
skammtar á Vesturland. Nokkrir
þeirra voru nýttir til bólusetningar
heilbrigðisstarfsfólks í framlínunni
en að stofni til dugðu skammtarn-
ir til bólusetningar íbúa á öllum
hjúkrunar- og dvalarheimilum í
landshlutanum. Bólusetningin fór
svo fram miðvikudaginn 30. des-
ember og lauk samdægurs. Fjögur
holl heilbrigðisstarfsfólks fóru um
landshlutann og heimsóttu hjúkr-
unar- og dvalarheimilin og bólu-
settu íbúa þar.
mm
Frá bóluefnaframleiðandanum Pfi-
zer fær Ísland um 250.000 skammta
vegna Covid-19 sem duga fyrir um
125.000 einstaklinga. Fyrsta send-
ing barst 28. desember síðastliðinn
og var 10.000 skammtar og fram í
mars 2021 munu berast til lands-
ins að lágmarki 50.000 skammtar af
bóluefni Pfizer.
Samningur Íslands við Mod-
erna var undirritaður 30. desember.
Mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar
(EMA) er forsenda markaðsleyfis
og áætlað er EMA haldi matsfund
vegna Moderna í dag, 6. janúar, en
til vara 12. janúar 2021. Ísland fær
um 128.000 skammta sem duga fyr-
ir um 64.000 einstaklinga og áætlað
er að afhending hefjist á fyrsta árs-
fjórðungi.
Ísland fær einnig um 230.000
skammta sem duga fyrir um
115.000 einstaklinga af bóluefni frá
Aztra Zeneca og fyrirtækið stefnir
að því að byrja að afhenda skammta
í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi.
Ísland fær bóluefni fyrir 235.000
einstaklinga frá Janssen og áætlað
að byrja afhendingu á þriðja árs-
fjórðungi.
„Þátttaka Íslands í samstarfi Evr-
ópuþjóða um kaup á bóluefnum í
gegnum samninga framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins trygg-
ir Íslandi hlutfallslega sama magn
bóluefna og öllum öðrum þjóð-
um sem taka þátt í samstarfinu.
Framkvæmdastjórnin kveður á um
hve mikið ríkin fá og er þar alfarið
byggt á hlutfallslegri úthlutun mið-
að við höfðatölu hverrar þjóðar,“
segir í tilkynningu frá heilbrigðis-
ráðuneytinu.
mm
Ánægð að
bólusetningu
lokinni.
Byrjað var að bólusetja
heilbrigðisstarfsfólk
Jóhannes Bergsveinsson sá um að bólusetja Huldu Gestsdóttur hjúkrunarfræðing
og Ragnheiður Björnsdóttir bólusetti Sigurð Má Sigmarsson sjúkraflutninga-
mann.
Bóluefni er nú á leið til landsins.
Ljósm. Tang Ming Tung / Getty Images.
Íslendingum tryggt
hlutfallslega sama magn bólu-
efna og öðrum Evrópulöndum
Ríkarður Jóhannsson, aldursforseti Dalamanna, var fyrstur bólusettur þegar
íbúar á Silfurtúni fengu heimsókn bólusetningarteymis HVE skömmu fyrir áramót.
Ljósm. hih.
Íbúar á hjúkrunarheimilum allir
bólusettir sama daginn
Á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili á Akranesi, var byrjað að sprauta íbúa að
morgni 30. desember. Fyrst til að vera bólusett var Hulda Haraldsdóttir. Það var
Gunnar Bergmann hjúkrunarfræðingur á Höfða sem sá um bólusetninguna. Á
myndinni er einnig Vigdís Björnsdóttir íbúi sem beið spennt eftir að röðin kæmi að
henni. Ljósm. kk.
Annar til að vera bólusettur á Höfða var Haukur Ármannsson. Það var Kristín
Guðmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri sem sá um bólusetninguna. Á myndinni
með þeim er Tryggvi Björnsson íbúi tilbúinn að fá sína bólusetningu. Ljósm. kk.
Hilmar Björnsson er elsti
heimilismaður á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Jaðri í
Ólafsvík. Hilmar er 94 ára og
fékk hann fyrstu sprautuna,
en heimilsmenn á Jaðri eru
núna 18 talsins. Sjálfur er
Hilmar hagmæltur með
ágætum. Þetta sagði hann
þegar búið var að sprauta:
Stunginn var með stórri nál
stóðst ég það með prýði.
Það var ekki mikið mál
þó mikið undan svíði.
Ljósm. af.