Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202116 Nú þegar við höfum kvatt þetta undarlega ár, 2020 er ekki úr vegi að líta yfir árið og gera það upp. Eins og venju- lega leitaði Skessuhorn til valinna Vestlendinga víða að og bað þá um að svara nokkrum laufléttum spurningum um hvað stæði upp úr frá árinu sem var að líða og hvers þeir væntu á nýja árinu. Að vanda stóð ekki á svörum og var ljóst að almennt voru Vestlendingar orðnir hundleið- ir á öllu ástandinu á síðasta ári og vildu sumir helst henda Covid-19 á áramótabrennuna en jafnframt horfa þeir afar björtum augum til ársins 2021. Álfheiður Sverrisdóttir á Hvanneyri: Foccacia brauðið sem maðurinn minn bakaði Hver er maður / kona ársins? Hér er ekki hægt að nefna neinn einn einstakling að mínu mati. Þríeykið okk- ar, starfsfólk í heil- brigðisþjónustu og skólunum, fólk í áhættuhópum vegna Covid-19 sem hefur þurft að þola miklar skerðingar á sínum lífsgæðum sem og ungmennin okkar eru allt góðir kand- ídatar í þennan tit- il og er þessi upp- talning engan vegin tæmandi. Hvað var skemmti- legast á árinu? Að verja gæðatíma með mínum nán- ustu, svona eftir því sem sóttvarnar- reglur leyfðu hverju sinni. Og jú, ætli ég verði ekki að nefna líka þegar mér tókst loksins í vor, eftir að hafa reynt í nokk- ur ár, að sannfæra ömmu um að fá sér spjaldtölvu og kenndi henni að hringja myndsímtöl í fólk. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Það er engin sérstök eftirsjá hjá mér eftir þetta ár – auðvitað hefði verið gaman að geta gert ýmislegt sem maður er vanur að gera, eins og t.d. ferðast erlendis, fara í leikhús og á tón- leika, með soninn á íþróttamót og íþróttaleiki o.s.frv. en það er eitthvað sem bíður bara betri tíma, við sköpuðum okkur annars konar minningar í staðin. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Foccacia brauðið sem maðurinn minn bakaði handa okkur fjölskyldunni þegar hann hafði lokið 14 daga sóttkvíardvöl í vor eftir að hafa komið snemma heim úr meistaranámi sínu í Svíþjóð vegna Covid-19. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Er ekki best að kasta bara Covid-19 veirunni á brennuna og leyfa allri neikvæðni að fylgja með? Hver var helsta lexía ársins? Það að það þarf ekki að vera leiðinlegt að lifa einföldu, róleg- heita lífi. Allir geta hægt aðeins á sér og sínu og notið augna- bliksins betur. Litlu hlutirnir í lífinu eru þeir sem mestu máli skipta. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Mér þótti mjög fallegt að sjá hvað fólk var úrræðagott, lausna- miðað og kærleiksríkt þegar á móti blés á árinu 2020. Sem dæmi má nefna listafólkið okkar sem skemmti börnum í gegn- um netið með upplestri og leikþáttum, tónlistarfólkið sem mætti fyrir utan dvalarheimilin með söng og hljóðfæraleik, sjálfboðaliðana og aðra sem stóðu fyrir söfnunum til góð- gerðamála með nýjum leiðum og ýmislegt fleira í þeim dúr. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Ætli það sé ekki að sjá sex ára son okkar takast á við hlutverk stóra bróðurs í fyrsta sinn nú með vorinu. Áslaug Þorvaldsdóttir í Borgarnesi Klikkað stórafmæli og dásamleg brúðkaups- veisla Hver er maður / kona árs- ins? Kári Stefánsson. Hvað var skemmtilegast á árinu? Júlí var alveg aðal skemmti- mánuðurinn; bæði klikkað stórafmæli hjá Dodda bróð- ir og dásamleg brúðkaups- veisla hjá Huldu & Hauki. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Ég var búin að skipuleggja áhugaverða gönguferð í dásamlegu umhverfi við El Gastor, Andalúsíu á Spáni. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Sko.. Vestfirska skatan sem ég fékk hjá Rósu systur og Gumma hérna um daginn, sem var einstaklega skemmtilega vel kæst! Ég breytti bara spurningunni í „bragðmesta.“ Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Ég vil bara að árið 2020 brenni upp til agna á sem skemmstum tíma og frussist út í buskann! Hver var helsta lexía ársins? Það þarf ekki að hafa allt stórt og mikið, allt í lagi að minnka allskonar um helming eða meira. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Myndbandið „Ferðumst innanhúss“ sem frumsýnt var fyrir páskana 2020. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já það má segja það, þannig lagað, varð atvinnulaus í fyrsta skipti á minni ævi. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Knúsast með krökkunum mínum og vinum og svo að dusta rykið af ferðinni til El Gastor! Bjartmar Hannesson á Norður Reykjum í Hálsasveit Vaknaði tvisvar fyrir venjulegan fótaferða- tíma Hver er maður / kona ársins? Kári Stefánsson. Hvað var skemmtilegast á árinu? Að verða sjötugur og byrja að taka ellilífeyri 1. nóvember. Fyrsta greiðsla dugði fyrir 1280 kg af fóðurbæti, rausnin mað- ur! Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Ég er ekki týpan sem sér eftir nokkrum sköpuðum hlut. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Þorláksmessu skatan, ekki spurning. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Það er nú æði margt sem færi á hana en vegna þess að ég vil ekki særa suma eða ganga fram af öðrum held ég þessu fyrir sjálfan mig. Hver var helsta lexía ársins? Hingað til hef ég aldrei lært neitt af reynslunni. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Þegar konan mín keypti handa mér nýja spariskó. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já tvisvar, vaknaði þá klukkutíma fyrir venjulegan fótaferða- tíma. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Fá meiri ellistyrk. Hugrún Reynisdóttir á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dölum Rjómakossarnir bestir Hver er maður / kona árs- ins? Þórólfur Guðnason. Hvað var skemmtilegast á árinu? Við hjónin fórum til Orlando ásamt hluta af fjölskyldunni, sluppum heim fyrir covid. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Að komast ekki á jólaball með yngsta syninum sem er með downs heilkenni, hann elskar jólaball, og einnig aðra viðburði hér í Dölum sem ekki var hægt að halda, ég er soddan félags- vera. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Rjómakossarnir mínir. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Covid, langar svo að knúsa barnabörnin og mömmu mína al- mennilega. Hver var helsta lexía ársins? Bættar sóttvarnir. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Að sjá barnabörnin blómstra. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já svona á gamaldsaldri þá var það vatnsrússíbaninn sem við fórum í á Orlando. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Þegar allir verða búnir að fá sprautuna góðu og við getum haft það gaman saman eins og undanfarin ár. Ingi Hans Jónsson – Grundarfirði Aldrei komist inn í þægindarammann Hver er maður / kona ársins? Kona ársins er auðvitað hún Sigurborg Kr. Hannesdóttir, kona mín. Hún hefur þolað svo og svo mikla einangrun með mér, en tók síðan upp á því að stunda sjósund sér til kælingar. Hvað var skemmtilegast á árinu? Dvölin á Ísafirði þar sem ég hannaði og setti upp dúkkusafn fyrir yndislega fjölskyldu. Og líka frábær ferð til Englands fyr- ir covid og eftir flóðin þar. Ferðin var á vegum Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu og það var lærdómsrík ferð með góðum félögum. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Ég sakna mest samverustunda með börnum og barnabörnum og ævintýraferðar með þeim. Horft yfir farinn veg og litið til nýja ársins Flestir vildu henda Covid-19 og því sem fylgdi því á áramótabrennuna Álfheiður Sverrisdóttir og sonur hennar Sverrir Davíð. Áslaug Þorvaldsdóttir. Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson. Hugrún Reynisdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.