Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202114
Í tilkynningu á vef Borgarbyggð-
ar kemur fram að íbúar sveitar-
félagsins hafi staðið sig nokkuð vel
í flokkun úrgangs á fyrstu 11 mán-
uðum ársins. Í tilkynningunni segir
m.a: „Þegar bornar eru saman tölur
þjónustuaðila sveitarfélagsins um
magn úrgangs úr ílátum við heim-
ili í sveitarfélaginu fyrstu 11 mán-
uði ársins, kemur í ljós að magn úr-
gangs til urðunar í Fíflholtum hef-
ur dregist saman um rúmlega 123
tonn miðað við sama tímabil árið
2019, fór úr 521 tonni í 398 tonn.
Á sama tímabili hefur meira af
endurvinnsluúrgangi skilað sér í
grænu endurvinnsluílátin og nam
aukningin tæplega 20 tonnum á
þessu tímabili, fór úr 153 tonnum
í 173 tonn. Hafin var söfnun líf-
ræns úrgangs í apríl og hefur frá
þeim tíma verið safnað rúmlega 72
tonnum af lífrænum eldhúsúrgangi
til moltugerðar. Segja má að íbúar
sveitarfélagsins hafi tekið vel á móti
brúnu tunnunni og það er jákvætt
að sjá góðan árangur í úrgangsmál-
um, sérstaklega þegar haft er í huga
að vegna Covid- 19 hafi íbúar varið
meiri tíma heima við og úrgangs-
myndun verið meiri inni á heim-
ilum.
En betur má ef duga skal og í
náinni framtíð verða gerðar kröf-
ur um frekari samdrátt í urðun
úrgangs. Til að stuðla að frekari
flokkun, hefur verið ákveðið að
auka hirðingu endurvinnslutunn-
unnar á árinu 2021. Grænt kar
í dreifbýli verður hirt á fjögurra
vikna fresti og græn tunna í þéttbýli
verður hirt á tveggja vikna fresti allt
árið. Óbreytt hirðingartíðni verður
á öðrum ílátum og afgreiðslutími á
gámastöðinni í Borgarnesi verður
óbreyttur.“ frg
Íslenska gámafélagið hefur tekið í
notkun tvískipta bifreið við sorp-
hirðu í Borgarbyggð. Það gerir
starfsmönnum fyrirtækisins kleift
að losa bæði brúnu og grænu tunn-
urnar héðan í frá í sömu ferðinni.
Bifreiðin er með tveimur aðskild-
um hólfum sem tryggir að úrgang-
urinn blandast aldrei. Í frétt á vef
Borgarbyggðar er sagt frá því að
sorphirðudagatal ársins 2021 taki
mið af þessum breytingum og því
verði hér eftir brúnar og grænar
tunnur tæmdar samhliða í flestum
tilvikum.
mm/ Ljósm. borgarbyggd.is
Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm
sem bindur enda á átta ára gam-
alt þrætumál milli eiganda jarðar-
innar Króks í Norðurárdal annars
vegar og Borgarbyggðar hins veg-
ar. Málið snýst um upprekstrarrétt
á hluta Króksjarðarinnar. Einnig
snerist málatilbúnaður um hvort
fjáreigendur í upprekstrarfélagi
Þverárréttar gætu rekið fjársafn sitt
í gegn um hluta Króksjarðarinn-
ar á haustin á leið til réttar. Hæsti-
réttur dæmdi Borgarbyggð í vil og
staðfesti að viðurkenndur er rétt-
ur Borgarbyggðar til beitarafnota
af þeim hluta jarðarinnar Króks í
Borgarbyggð, landnúmer 134817,
sem óþinglýstur samningur Brynj-
ólfs Bjarnasonar og Upprekstrar-
félags Þverárréttar frá 26. maí 1924
tekur til. Þá var Borgarbyggð jafn-
framt sýknuð af gagnkröfu eiganda
Króksjarðarinnar um að viðurkennt
skuli að sveitarfélaginu sé óheim-
ilt að safna fé á landinu eða reka fé
um það á leið til réttar. Hæstirétt-
ur komst að þeirri niðurstöðu að
málskostnaður skyldi felldur niður
á öllum dómstigum.
Fyrir dómnum krafðist Borgar-
byggð þess að viðurkenndur yrði
réttur bænda til beitarafnota af þeim
hluta jarðarinnar Króks sem óþing-
lýstur samningur frá 1924 hefði
tekið til. Ágreiningur málsins snér-
ist annars vegar um hvort Borgar-
byggð hefði unnið rétt til beitaraf-
nota fyrir hefð á landinu sem var í
eigu Króks og hins vegar hvort og
þá með hvaða hætti sveitarfélagið
eða aðilum á þess vegum væri heim-
ilt að safna fé sem rynni af fjalli og
reka það um land Króks á leið til
réttar. Í dómi Hæstaréttar var vís-
að til þess að Borgarbyggð hefði
sýnt fram á að fjárbændur hefðu
í skjóli Upprekstarfélags Þverár-
réttar og síðar Borgarbyggðar nýtt
landið til beitarafnota fyrir fjölda
fjár í að minnsta kosti tæpa öld í
góðri trú um heimild til þess þótt
landið hefði laust fyrir miðja öldina
komist úr eigu upprekstrarfélags-
ins samkvæmt þinglýstum afsölum.
Hefði sú nýting landsins átt sér stað
allt til dagsins í dag og hefði hefðar-
tíminn þannig löngu verið fullnað-
ur samkvæmt 7. gr. laga nr. 46/1905
er eigandi Króks hófst handa við
að véfengja rétt sveitarfélagsins til
ítaksins. Hæstiréttur féllst á kröfu
Borgarbyggðar um rétt bænda til
beitarafnota af umræddu landi og
fól sú niðurstaða jafnframt í sér að
hafnað væri kröfu eiganda Króks
um að sveitarfélaginu væri óheimilt
að safna fé af fjalli að hausti á þessu
sama landi. mm
Hjá Framsóknarflokknum í Norð-
vesturkjördæmi hefur verið ákveð-
ið að fram fari póstkosning við val á
framboðslista fyrir alþingiskosning-
ar haustið 2021. Kosið verður um
fimm efstu sætin. Framboðsfrestur
til þátttöku í póstkosningunni renn-
ur út þriðjudaginn 1. febrúar 2021,
kl. 12:00 á hádegi. Kjörskrá verður
gerð samkvæmt félagatali 16. janú-
ar 2021, en frestur til skráningar á
félagatal er til miðnættis 16. janúar
2021,“ segir í tilkynningu frá kjör-
stjórn.
Framsóknarflokkurinn í Norð-
vesturkjördæmi hefur nú tvo þing-
menn; þau Ásmund Einar Daðason
félags- og barnamálaráðherra sem
skipar oddvitasæti listans, og Höllu
Signýju Kristjánsdóttir þingmann
sem skipar annað sætið. Ásmund-
ur Einar liggur enn undir feldi og
hefur ekki gefið út yfirlýsingu um
framboð, en samkvæmt heimildum
blaðsins eru meiri líkur en minni á
að hann muni sækjast eftir að leiða
listann áfram. Halla Signý Krist-
jánsdóttir þingmaður gaf það út
skömmu fyrir áramót að hún sæk-
ist eftir endurkjöri í annað sætið.
Stefán Vagn Stefánsson á Sauðár-
króki sækist jafnframt eftir öðru
sæti á listanum. Lilja Rannveig Sig-
urgeirsdóttir, formaður Sambands
ungra Framsóknarmanna og vara-
þingmaður, sem búsett er í Bakka-
koti í Stafholtstungum, hefur gef-
ið það út að hún gefi kost á sér í
3. sæti listans. Loks sækist Friðrik
Már Sigurðsson á Lækjarmótum
í Húnavatnssýslu eftir 3.-4. sæti
listans. mm
Hvalfjarðarsveit hefur samið við fá-
lagsmálaráðuneytið um að vera til-
raunasveitarfélag varðandi innleið-
ingu á SES – Samvinna eftir skiln-
að. En frá þessu er greint í frétt á
vef sveitarfélagsins. SES byggir á
rannsóknum sérfræðinga við Há-
skólann í Kaupmannahöfn og snýst
um hvernig best sé staðið að stuðn-
ingi við fjölskyldur í skilnaði til að
hægt sé að fyrirbyggja vanlíðan, erf-
ið samskipti og ágreining. „Félags-
þjónusta Hvalfjarðarsveitar mun
bjóða upp á ráðgjöf og stuðning
við foreldra í skilnaðarferlinu og
því geta foreldrar sem eru að skilja
eða hafa skilið og vilja þiggja stuðn-
ing og ráðgjöf sett sig í samband við
Félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveit-
ar,“ segir í frétt á vef sveitarfélags-
ins. Félagsmálastjóri Hvalfjarðar-
sveitar er Sólveig Sigurðardóttir,
felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.
is. arg
Í tilefni áramótanna tók Grundar-
fjarðarbær sig til og lét setja sam-
an myndband þar sem flutt er lag
Einars Bárðarsonar við texta Bjarg-
ar Ágústsdóttur bæjarstjóra. Það er
svo skreytt með einstökum mynd-
um og myndböndum sem Tóm-
as Freyr Kristjánsson fréttaritari
Skessuhorns hefur tekið á árinu og
sett saman. Auk hans áttu myndir
þau þess Brynjar Kristmundsson
og Björg Ágústsdóttir. Um söng-
inn sjá Amelía Rún Gunnlaugs-
dóttir, Gunnar G. Garðarsson,
Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Rakel
Mirra Steinarsdóttir og Sylvía Rún
Guðnýjardóttir. Upptaka söngs og
hljóðblöndun var í höndum Þor-
kels Mána Þorkelssonar.
Hægt er að sjá myndbandið á vef
Grundarfjarðarbæjar.
mm
Samvera eftir skilnað í
Hvalfjarðarsveit
Þau skipuðu forystusæti listans í
Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu
kosningar. Ásmundur Einar, Halla
Signý og Rannveig Lilja. Ásmundur
Einar hefur enn ekki gefið það út að
hann sækist eftir forystusætinu, en
frestur til þess rennur út 1. febrúar.
Ljósm. úr safni.
Línur teknar að skýrast í
framboðsmálum Framsóknar
Hæstiréttur staðfesti upp-
rekstrarrétt á hluta Króksjarðar
Safnrekstur af Holtavörðuheiði. Ljósm. úr safni: Guðmundur Steinar Jóhannsson.
Einstök áramótakveðja
frá Grundarfirði
Betri árangur í
flokkun úrgangs í
Borgarbyggð
Geta nú losað tvær tunnur
í sömu ferðinni