Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 24. árg. 6. janúar 2021 - kr. 950 í lausasölu AÐEINS 1.390 KR. HEIMSENDINGARGJALD GREIÐIST AÐEINS EINU SINNI FYRIR HVERJA PÖNTUN Niðurstaða úr vali á Vestlendingi ársins 2020 var lýst 29. desember síðastliðinn við fámenna en góð- menna athöfn í Borgarnesi. Þetta er í 23. skipti sem Skessuhorn gengst fyrir vali á einstaklingi eða hópi í landshlutanum sem þykir hafa skarað framúr á árinu. Lýst var eft- ir tilnefningum og vann dómnefnd á Skessuhorni úr þeim. Niðurstað- an var afgerandi. Vestlendingar árs- ins 2020 eru starfsfólk sjö dvalar- og hjúkrunarheimila á Vesturlandi. Þessi stóri hópur fólks á mikl- ar þakkir skildar fyrir frumkvæði, elju og fórnfýsi á árinu við að verja heimilin fyrir kórónaveirunni. Heimilin eru: Brákarhlíð í Borg- arnesi, Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, Fellaskjól í Grund- arfirði, Jaðar í Ólafsvík, Silfur- tún í Búðardal, Hjúkrunarheim- ilið Fellsenda í Dölum og Höfði á Akranesi. Það voru fulltrúar fimm þessara heimila sem tóku við blóm- um og viðurkenningarskjali en tvö þeirra áttu ekki heimangengt þegar afhendingin fór fram og fengu því sendingu. Í samtali við forstöðufólk dval- ar- og hjúkrunarheimilanna kom fram að föstudaginn 6. mars hafi orðið ljóst að hjúkrunarheimili landsins þyrftu að bregðast við út- breiðslu veirunnar af festu og finna út hvernig verja mætti íbúa fyrir að smit bærist inn á þau. Í fyrstu hafi hvert og eitt heimili þurft að smíða sínar eigin reglur nánast dag frá degi en síðan hafi verið hægt að styðjast við leiðbeinandi reglur. Starfsfólk allra þessara heimila hafi tekið upp varnir og framfylgt þeim af festu. „Það pössuðu sig allir al- veg svakalega vel,“ höfðu viðmæl- endur Skessuhorns á orði. Þegar fyrsta bylgja kóvidveirunnar gekk yfir síðasta sumar hafi skapast and- rými til að létta á reglunum tíma- bundið og þá hafi verið kærkomið að starfsfólk fékk sumarleyfi áður en önnur bylgjan blossaði svo upp í byrjun ágúst. Nú er bólusetning íbúa á hjúkrunarheimilum hafin og segjast nýkjörnir Vestlendingar árs- ins fagna því mjög. Skessuhorn færir, fyrir hönd íbúa á Vesturlandi, starfsfólki þessara sjö heimila hamingjuóskir með frábær- an árangur á árinu 2020. mm Vestlendingar ársins eru starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila Fulltrúar fimm af sjö dvalar- og hjúkrunarheimilum sáu sér fært að mæta og taka við blómvendi og viðurkenningarskjali. Þau eru f.v: Inga Kristinsdóttir frá Jaðri í Ólafsvík, Kjartan Kjartansson frá Höfða á Akranesi, Ása María Hauksdóttir frá Silfurtúni í Búðardal, Björn Bjarki Þorsteinsson frá Brákarhlíð í Borgarnesi og Kristín Hannesdóttir frá Stykkishólmi. Á myndina vantar fulltrúa frá Fellaskjóli í Grundarfirði og Fellsenda í Dölum. Ljósm. Skessuhorn/ glh. Tilboð gildir út * 330 ml. af Coca Cola eða Coca Cola án sykurs fylgir með Hot dog & Coca cola 5 9 kr. & coke Í dós Mánaðamót í Arion appinu Prófaðu besta bankaappið *Skv. könnun MMR Borga reikninga Millifæra Frysta kort Dreifa greiðslum Stýra y�irdrætti Sækja um Núlán *

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.