Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202118
Milli jóla og nýárs var í fyrsta sitt
úthlutað úr Minningarsjóði Heimis
Klemenzsonar. Minningarsjóður-
inn var stofnaður 2018 til að halda
á lofti minningu tónlistarmanns-
ins frá Dýrastöðum í Norðurárdal.
Hlutverk sjóðsins er að standa við
bakið á ungu og efnilegu tónlistar-
fólki í Borgarfirði. Í þessari fyrstu
úthlutun voru þrjár ungar tónlist-
arkonur styrktar, þær Anna Þór-
hildur Gunnarsdóttir píanóleik-
ari frá Brekku, Hanna Ágústa Ol-
geirsdóttir söngkona úr Borgarnesi
og Steinunn Þorvaldsdóttir söng-
kona frá Hjarðarholti. Blaðamað-
ur Skessuhorns ræddi við tónlist-
arkonurnar af þessu tilefni, en þær
stunda nú allar nám í tónlist.
Söngurinn hefur alltaf
leitt hana áfram
Hanna Ágústa er fædd og uppal-
in í Borgarnesi og á ekki langt að
sækja tónlistaráhugann en hún er
dóttir Theodóru Þorsteinsdóttur,
skólastjóra Tónlistarskóla Borgar-
fjarðar og Olgeirs Helga Ragnars-
sonar. „Það má segja að ég hafi al-
ist upp í Tónlistarskóla Borgar-
fjarðar,“ segir Hanna Ágústa og
hlær. Hún byrjaði tónlistarferilinn
í fiðlunámi sem lítið barn en próf-
aði einnig að læra á píanó og gítar
áður en söngurinn tók alfarið við.
„Ég var alltaf að syngja líka og var
fyrst í sönghópum en byrjaði að
læra einsöng hjá Birnu Þorsteins-
dóttur frænku minni, og Theodóru
mömmu, þegar ég var 13 ára,“ segir
Hanna Ágústa. Að grunnskólanámi
loknu lá leið hennar til Reykjavík-
ur í menntaskóla og söngnám við
Söngskóla Reykjavíkur. „Söngurinn
var það sem dró mig til Reykjavíkur
frekar en að fara í nám hér. Söng-
urinn hefur alltaf leitt mig þangað
sem ég á að fara,“ segir hún.
Fyrsta stóra verkið
Í dag er Hanna Ágústa í háskóla í
Þýskalandi þar sem hún er á fjórða
ári í klassískum söng. „Þetta átti að
vera síðasta árið mitt en náminu
seinkaði smá vegna Covid svo lík-
lega verð ég eitt ár í viðbót,“ segir
hún. Auk þess að vera nemi er hún
einnig byrjuð að kenna söng. „Ég
er líka að læra kennslufræði úti og
stefni að sjálfsögðu að því að starfa
meira við söng,“ segir hún og bæt-
ir við að hún hafi nýverið feng-
ið sitt fyrsta stóra hlutverk í verki
með sinfoníuhljómsveit úti. „Þetta
er verk sem á að byrja að sýna í
febrúar en ég veit ekki hvort verði
af því í ljósi ástandsins. En þetta er
frábært tækifæri fyrir mig,“ seg-
ir Hanna Ágústa brosandi og bæt-
ir við að hún sé full bjartsýni á að
framtíðin muni bjóða upp á fleiri
svona tækifæri. „Þetta er eitthvað
sem mig langar að geta starfað við
en ég hef einnig mikinn áhuga á
sviðslistum og langar að víkka list-
formið sem söngurinn tilheyrir og
gera meira með sönginn í bland við
sviðslistir,“ segir Hanna Ágústa og
horfir á Steinunni sem tekur undir
það. „Við Steinunn erum svolítið á
sama stað hvað þetta varðar, enda
höfum við eiginlega fylgst að í tón-
listinni frá því við vorum börn,“
segir Hanna Ágústa.
Byrjaði að læra á fiðlu
Steinunn Þorvaldsdóttir ólst upp í
Borgarfirði og byrjaði einnig tón-
listarnámið í fiðlukennslu sem barn
í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Hún færði sig svo yfir á píanó og
lærði á það og þverflautu í nokkurn
tíma eða þar til hún lauk grunn-
skólanámi. Þá fór hún til Reykja-
víkur í menntaskóla og byrjaði að
syngja með Gradualekór Lang-
holtskirkju. „Kórstjórinn þar stakk
upp á því að ég færi að læra einsöng
og kom mér að í námi hjá konunni
sinni, Ólöfu Kolbrúnu Harðars-
dóttur, í Söngskóla Reykjavíkur,“
segir Steinunn og bætir við að hún
hafi þá verið 16 ára gömul. „Ég
kláraði áttunda stig í söng í Söng-
skóla Reykjavíkur og tók þá smá
pásu og flutti til Vínar í einn vet-
ur. Ég lenti í raddmissi og svoleiðis
veseni sem ég er að koma mér upp
úr núna. Ég ákvað því að vinna mér
í haginn og fara til Vínar á meðan
og læra þýsku. Ég stefni nefnilega
á að fara til Þýskalands í masters-
nám og þýskan er almennt mikil-
væg á þessu sviði,“ segir Steinunn
og brosir.
Stefnir á operu
mastersnám
Eftir árið í Vínarborg flutti Stein-
unn aftur heim til Íslands þar sem
hún fór í Listaháskóla Íslands í
bachelor nám í klassískum söng
auk þess sem hún er að læra tón-
smíðar við skólann. Hún er nú á
þriðja ári í því námi og stefnir á
útskrift í vor. „Ég var í skiptinámi
síðustu önn í Konunglega tónlist-
arháskólanum í Stokkhólmi og
það var alveg frábær reynsla,“ segir
Steinunn og brosir. „Ég stefni svo á
að fara í óperu mastersnám en verð
að sjá hvernig Covid þróast næstu
mánuði áður en ég tek ákvörðun.
Maður vill fara í inntökupróf fyr-
ir svoleiðis nám þar sem má syngja
á sviði með fólki og fyrir framan
fólk, sem er erfitt í þessu ástandi,“
segir hún. Aðspurð segist hún að-
eins vera að taka að sér söngverk-
efni þegar þau bjóðast en auk þess
að stunda nám við Listaháskóla Ís-
lands vinnur hún í Brákarhlíð í
Borgarnesi. „En að sjálfsögðu er
alltaf gaman þegar söngverkefni
bjóðast og ég tek þeim fagnandi,“
segir hún og brosir.
Byrjaði sjö ára að
læra á píanó
Anna Þórhildur Gunnarsdótt-
ir ólst upp á Brekku í Norðurár-
dal og hennar tónlistarnám hófst
þegar hún var sjö ára þegar hún
fór í píanónám hjá Dóru Örnu Ás-
björnsdóttur hjá Tónlistarskóla
Borgarfjarðar. Hún fór fljótlega að
læra hjá Jónínu Ernu Arnardótt-
ur og lauk framhaldsprófi undir
hennar handleiðslu um leið og hún
lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla
Borgarfjarðar. „Ég kláraði fram-
haldsstigið í píanói hér í Tónlist-
arskóla Borgarfjarðar og fór þá til
Reykjavíkur í Listaháskóla Íslands
þar sem ég lærði píanóleik hjá Pet-
er Máté og Eddu Erlendsdóttur,“
segir Anna Þórhildur. Hún lauk
námi við Listaháskóla Íslands og
flutti til Hollands þar sem hún hóf
nám við Conservatorium í Ma-
astricht hjá Katia Veekmans. „Ég
kem svo heim til Íslands í öllum
fríum og reyni að taka virkan þátt
í tónlistarlífinu hér og svo höfum
við Steinunn stundum verið að
gera eitthvað saman. Stelpurnar
eiga alltaf greiða leið að píanista ef
þær þurfa,“ segir Anna Þórhildur
og horfir brosandi á Steinunni og
Hönnu Ágústu og þær taka báðar
undir.
Ísland alltaf viðloðandi
Anna Þórhildur tók þátt í nýsköp-
unarkeppni á vegum háskólans úti í
Hollandi síðasta vetur. „Ég spilaði þar
verk eftir Jón Leifs og blandaði sam-
an við það grafískum teikningum og
reynslusögum fólks af Covid tíman-
um. En ég gerði þetta með kanad-
ískri vinkonu minni, Harmoney Lee,
en hún er hönnuður. Ég hef mikinn
áhuga á að blanda saman svona miðl-
um; klassískri tónlist, myndlist, sögum
og slíku,“ segir hún. Núna er Anna
Þórhildur að vinna mastersritgerð-
ina sína sem fjallar um stíleinkenni ís-
lenskrar píanótólistar á seinni hluta
tuttugustu aldar. „Þetta er svona í takt
við lokaritgerðina mína úr Listahá-
skólanum en þar skoðaði ég þjóðleg
einkenni í píanókonsertnum hennar
Jórunnar Viðar. Ísland er alltaf við-
loðandi allt sem ég geri,“ segir Anna
Þórhildur og brosir.
Höfðu allar unnið
með Heimi
Allar segjast þær vera afskaplega þakk-
látar fyrir að hljóta styrkinn úr Minn-
ingarsjóði Heimis Klemenzsonar og
að hann komi til með að nýtast þeim
vel. „Þetta er líka sérstaklega ánægju-
legt því við þekktum allar Heimi og
höfðum allar unnið aðeins með hon-
um, sem var yndislegt. En manni þyk-
ir þá alveg sérstaklega vænt um að fá
þennan styrk,“ segja þær að lokum.
arg
Steinunn og Hanna Ágústa tilbúnar að syngja við undirspil Önnu Þórhildar.
Fyrsta úthlutun
úr Minningar-
sjóði Heimis
Klemenzsonar
Tónlistarkonurnar þrjár, f.v. Anna Þórhildur, Steinunn og Hanna Ágústa. Fulltrúar úr úthlutunarnefnd standa fyrir aftan; Jónína Erna Arnardóttir, Jómundur Rúnar Ingibjartsson, Eiður Ólason og
Viðar Guðmundsson.