Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög ÖLL ALMENN SMÍÐAVINNA BORGARFIRÐI aybyggir@gmail.com865 7578 GJ málun ehfmálningarþjónusta Akravellir 12 - Hval arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Guðlaug við Langasand á Akranesi hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambands- ins 2022 sem veitt eru fyrir framúr- skarandi nútíma arkitektúr. Harpan í Reykjavík hlaut þessi verðlaun árið 2013. Þetta kemur fram á Facebo- ok síðu Basalt arkitekta en fyrirtæk- ið hannaði Guðlaugu ásamt Mann- viti verkfræðistofu. Mies van der Rohe verðlaunin eru ein virtustu byggingarlistarverðlaun í heimi. Þau voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona og er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri byggingarlist. Verðlaunin eru kennd við Ludwig Mies van der Rohe (27. mars 1886 – 17. ágúst 1969) en hann var þýskur arkitekt sem er almennt talinn vera einn af frumkvöðlum nútíma bygg- ingarlistar ásamt Walter Gropius og Le Corbusier. Verk hans einkenn- ast af einföldum formum úr stáli og gleri. Hann kallaði list sína „skinn og bein“-arkitektúr og var þekktur fyrir notkun orðtakanna „minna er meira“ og „Guð er að finna í smáatriðun- um.“ frg Steinunn Agnarsdóttir hefur ver- ið ráðin í starf hjúkrunarforstjóra í Barmahlíð á Reykhólum, en frá þessu var greint á vef Reykhóla- hrepps. Steinunn er hjúkrunar- fræðingur að mennt og með gráðu í heilsuhagfræði. Hún hefur lengst af unnið við aðhlynningu aldraðra en að auki hefur hún unnið á geð- deild Borgarspítalans og á heilsu- gæslu í Kópavogi. Hún hefur gegnt stöðu deildarstjóra í tólf ára og þar af síðustu tíu ár á hjúkrunarheim- ilinu Mörk í Reykjavík. Steinunn er ekki ókunn Reykhólum en hún er ættuð frá Miðjanesi, þar sem hún var í sveit sem barn og fram á ung- lingsár, auk þess sem hún vann við afleysingar í Barmahlíð þrjú sumur, 1995-1997 og allt árið 1998. Stein- unn tók til starfa um áramótin. arg Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áform- in eru kynnt í samstarfi við land- eigendur og sveitarfélagið Borgar- byggð. „Borgarvogur er eitt af mik- ilvægari fuglasvæðum Vesturlands. Vogurinn er á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði og er á nátt- úruminjaskrá. Þá geymir Borgar- vogur víðáttumikla leiru sem flokk- uð er sem gulþörungaleira og er hún sú stærsta af þessari vistgerð hér á landi svo vitað sé. Leirur eiga ennfremur þátt í að takmarka gróð- urhúsaáhrif og önnur neikvæð áhrif loftslagsvárinnar en leira bindur gróðurhúsaloftegundir og er bind- Steinunn Agnarsdóttir, nýr hjúkrunar- forstjóri í Barmahlíð. Ljósm. reykholar.is Steinunn er nýr hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð Guðlaug tilnefnd til verðlauna Evrópusambandsins Áform um friðlýsingu Borgarvogs ing á flatareiningu mikil,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Nánar má lesa um áform um frið- lýsingu Borgarvogs á vefnum ust.is mm/ Ljósm. Þorleifur Geirsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.