Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202112 Netabáturinn Ólafur Bjarnason SH kom að landi í Ólafsvík um klukk- an 14:30 á laugardaginn og land- aði fyrsta afla ársins í Snæfellsbæ. Aflinn var 11,5 tonn, að sögn Orra Magnússonar stýrimanns, og fékkst hann í 63 net. „Þetta er allt bolta þorskur,“ sagði Orri brosmildur og bætti við að þetta hafi verið góð byrjun á nýju ári og vonandi aukist aflinn bara úr þessu. Allur fiskurinn fór í vinnslu hjá Valafelli sem gerir bátinn út. Skömmu eftir að Ólafur kom að landi kom netabáturinn Bárður SH með góðan afla, en nokkrir línubát- ar voru þá enn á sjó. af Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á til- lögu Bankasýslu ríkisins um sölu á skilgreindum eignarhlut ríkis- ins í Íslandsbanka, en ríkið á bank- ann nú að öllu leyti. Í því felst að ráðherra útbýr nú greinargerð sem lögð verður fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis, auk þess að óska umsagnar Seðlabanka Íslands í samræmi við ákvæði laga. Að liðnum umsagn- arfresti tekur ráðherra endanlega ákvörðun um hvort sölumeðferð skuli hafin, en miðað er við að hon- um ljúki um 20. janúar nk. Stefnt er að því að selja hlutina í almennu útboði og skrá öll hlutabréf í bank- anum í kjölfarið á skipulegan verð- bréfamarkað á Íslandi. Áformin eru í samræmi við stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kemur fram að helstu markmið með sölu ríkis- ins á hlutum þess í bankanum séu að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerf- inu; að efla virka samkeppni á fjár- málamarkaði; að hámarka endur- heimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjöl- breyttu, heilbrigðu og dreifðu eign- arhaldi til lengri tíma; að auka fjár- festingarmöguleika fyrir innlenda einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélags- lega arðbærra fjárfestinga. Eigið fé Íslandsbanka er nú met- ið á um 182 milljarða króna en í minnisblaði Bankasýslu ríkisins er lagt til að tekin verði ákvörðun um stærð hlutarins sem boðinn verður til sölu á síðari stigum söluferlis, með hliðsjón af áætlaðri eftirspurn. Stefnt er að því að útboð geti far- ið fram á vormánuðum, en málið hefur fengið ítarlega umfjöllun í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfis- ins og var rætt á fundi ríkisstjórnar- innar skömmu fyrir jól. mm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem undanfarin misseri hefur ver- ið óháður þingmaður en áður fé- lagi í VG, hefur gengið til liðs við Samfylkinguna. Það tilkynnti hún skömmu fyrir jól: „Pólitískar áherslur mínar og Samfylkingar- innar eru nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geta notið sín á eigin for- sendum, burtséð frá stétt eða stöðu en líka á frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utan- ríkisstefnu,“ segir í yfirlýsingu frá henni. „Að undanförnu hefur Sam- fylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður, og lagt fram góða áætlun um græna við- spyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörð- un um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Sam- fylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag.“ mm Síðasta löndun ársins í höfnum Snæ- fellsbæjar var úr Hafdísi SK-04, en margir bátar lönduðu afla sínum 30. desember. Á myndinni er Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður í Nesveri ásamt áhafnarmeðlimi á Hafdísi að landa afla dagsins, sem var 18 tonn úr tveimur lögnum, en Hafdísin rær með beitningarvél. af Stofnvísitala þorsks samkvæmt haustmælingu Hafró hefur lækkað töluvert frá árinu 2017 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi haust- mælingarinnar. Nú er hún svipuð því sem var árin 2008-2009. Lækk- unina í ár rekur Hafró til þess að fjöldavísitala 40-80 cm fisks var und- ir meðaltali rannsóknartímabilsins. Stofnvísitala ýsu hefur haldist svip- uð frá árinu 2017. Vísitala annarra nytjastofna sýndu svipaða þróun og í fyrra þ.e. vísitala ufsa hefur farið lækkandi frá árinu 2018 og vísitöl- ur gullkarfa og löngu lækkuðu enn frekar miðað við nokkur fyrri ár. Vísitölur djúpkarfa, grálúðu, blá- löngu og gulllax breyttust lítið eða lækkuðu miðað við nokkur fyrri ár og eru undir meðaltali tímabilsins. Stofnar hlýra, tindaskötu, sand- kola, þykkvalúru og skrápflúru eru í sögulegu lágmarki. Árgangur þorsks frá 2019 mæld- ist vel yfir meðalstærð og fyrsta mæling á yngsta árgangi þorsks- ins er sú hæsta frá upphafi mælinga 1996. Árgangur ýsu frá 2019 mæld- ist yfir meðalstærð og fyrstu vís- bendingar um árganginn frá 2020 gefa til kynna að hann sé einn af þeim stærstu síðan mælingar hófust 1996. Nýliðun gullkarfa, djúpkarfa og blálöngu hefur verið mjög léleg undanfarin ár. Vísitala nýliðunar hjá grálúðu, sem hefur lækkað hratt frá hámarkinu árin 2009-2013, sýndi merki um jákvæða þróun í ár. Magn flestra brjóskfiska jókst eða hélst í stað frá fyrra ári. Stofn geir- nytar hefur ekki mælst jafn stór frá upphafi mælinga 1996. Vísitölur margra djúpfiskategunda sem er að mestu að finna í hlýja sjónum suð- vestur og vestur af landinu stóðu í stað eða hækkuðu miðað við nokk- ur fyrri ár. Undantekning á þessu eru stofnar slétthala og ingólfshala sem hafa ekki mælst jafn litlir síð- an 1996. Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarin ár. mm Orri Magnússon og Einar Hjörleifsson við löndun á laugardaginn. Fyrsti aflinn á nýju ári lofar góðu Síðasta löndun ársins Vísitala þorsks lækkar þriðja árið í röð en væntingar eru um góða nýliðun Ríkið stefnir að sölu Íslandsbanka á þessu ári Rósa Björk gengur til liðs við Samfylkinguna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.