Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 25
Undir lok árs var búið að flytja úr
landi 2.324 hross til 21 lands. Er
það 54% fjölgun í útflutningi frá
árinu 2019 þegar 1.509 hross voru
flutt út. Leita þarf allt aftur til 1997
til að finna stærra ár í útflutningi en
þá voru flutt út 2.563 hross. Þetta
kemur fram í frétt Eiðfaxa. Þar seg-
ir að það veki athygli að íslenski
hesturinn er enn að nema ný lönd
og í ár voru t.d. flutt þrjú hross frá
Íslandi til Lettlands og Litháen í
fyrsta skipti að vitað sé.
Eins og jafnan áður voru flest
hross, eða 974, flutt til Þýskalands,
306 hross voru flutt til Svíþjóðar
og 271 hross til Danmerkur. Mik-
il fjölgun er á flutningi hrossa til
Bandaríkjanna en þangað fór 141
hross í ár samanborið við 51 hross
í fyrra.
mm
Með stuðningi frá Mennta- og
menningarmálaráðuneyti bauð
Listahátíð í Reykjavík fólki á lands-
byggðinni upp á Listagjöf, en áður
hafði slík gjöf eingöngu verið af-
hent á höfuðborgarsvæðinu. Lista-
gjöfin var svo afhent á landsbyggð-
inni helgina 19. og 20. desember
síðastliðinn. Á Vesturlandi, allt að
Hólmavík, voru 47 listagjafir af-
hentar. Flestar gjafirnar voru af-
hentar í Borgarnesi, Akranesi og
Stykkishólmi. Listagjafirnar voru
af fjölbreyttum toga en þó voru
tónlistargjafir mest áberandi, enda
auðveldar til framkvæmda. Lista-
fólkið sem sótti Vesturlandið heim
voru Reynir Hauksson flamenco
gítarleikari, sem er fæddur og upp-
alinn í Borgarfirðinum. Einnig
heimsóttu íbúa Eyrún og Jóakim úr
Sirkushópnum Hringleik og söng-
dívan Margrét Eir, sem söng við
gítarspil Andrésar Þórs.
„Við hjá hátíðinni vorum hálf
hissa yfir hvernig allt skipulag-
ið gekk vel upp þrátt fyrir afskap-
lega nauman tíma til undirbúnings.
Samtals voru um 700 listagjafir af-
hentar um allt land, bæði pers-
ónulega og í persónulegu streymi.
Við höfðum auðvitað lært að keyra
þetta verkefni í smærri útgáfu í
byrjun nóvember þegar Listagjafir
í Reykjavík voru afhentar. Það eina
sem fór úrskeiðis var ekki skipulags
eðlis heldur móðir náttúra sem fer
alltaf sína leið. Fresta þurfti lista-
gjöfum á Vestfjörðum vegna óveð-
urs og verður því stefnt á að hafa
sérstaka listagjafa helgi á Vestfjörð-
um í lok janúar,“ segir Friðrik Agni
Árnason, verkefnastjóri í samtali
við Skessuhorn.
glh. Ljósm/ Listahátíð í Reykja-
víkur
Listagjafir á Vesturlandi
Eyrún og Jóakim úr Sirkushópnum Hringleik í miðju atriði á Akranesi.
Reynir Hauksson, flamenco gítar-
leikari, leikur hér jólalag í flamenco
búningi í heimahúsi í Borgarnesi.
Svipmynd af hrossaflutningum við Leifsstöð. Ljósm. Víkurfréttir.
Besta ár í útflutningi
hrossa síðan 1997
Pennagrein
Á Kúludalsá á nýársdag.
um, varð 96 ára og andaðist hjá syni
og tengdadóttur á Skálpastöðum.
Nokkrir af fjölmörgum afkom-
endum Vilborgar og Auðuns, fóru á
stúfana í vor. Við heimsóttum stað-
ina sem þau höfðu búið á og fund-
um að lokum leiði hennar í Hvann-
eyrarkirkjugarði. Laga þarf stein-
inn á leiðinu því stafirnir eru orðnir
máðir. Við munum fylgja því eftir.
Vegna fjöldatakmarkana sem giltu
gátum við ekki boðið fleirum með
í ferðina, en vonandi síðar.
Þriðja atriðið tileinkað afmæl-
isárinu var að sækja um að verða
skógarbóndi. Ytri orsakir hafa gert
það að verkum að ekki er hægt að
nýta nema brot af beitarlandi Kúlu-
dalsár lengur vegna flúormengun-
ar. En það er hægt að planta trjám
í þetta land og það ætla ég að gera.
Ég sótti sem sagt um að verða skóg-
arbóndi í vor. Forsvarsmönnum
Skógræktarinnar líst vel á það og
hafa gefið grænt ljós, en Hvalfjarð-
arsveit þarf líka að samþykkja um-
sóknina. Það hefur hún ekki gert
ennþá.
En ég vildi byrja á táknrænan hátt
og þegar afmælið nálgaðist skrapp
ég í Borgarnes og keypti 70 falleg-
ar birkiplöntur. Bauð svo nánustu
aðstandendum að koma og planta
trjánum með mér. útbúið var
veisluborð þann 2. júlí undir berum
himni í besta mögulega veðri þar
sem Hvalfjörðurinn skartaði sínu
fegursta.
Bæði núverðandi og tilvonandi
skógrækt hef ég tileinkað Um-
hverfisvaktinni við Hvalfjörð, sem
er þverpólitískt félag til verndar
Hvalfirði og hefur starfað í 10 ár.
Óvæntur glaðningur kom til
mín í haust. Einn góðan veður-
dag hringdi vinkona mín og var þá
byrjuð í spænskunámi. Hún kveikti
samstundis í mér og í allt haust
hefur spænska verið mitt aðal við-
fangsefni. Þvílík áskorun sem það
er að læra nýtt tungumál og í þeirri
glímu hef ég oft hugsað til frú Vig-
dísar. Elsku forsetinn okkar fyrrver-
andi væri sátt við þetta brölt, svo oft
hefur hún undirstrikað mikilvægi
tungumála til að fólk skilji hvert
annað, hvar sem er í heiminum.
Feliz año nuevo! Gleðilegt nýtt
ár – og megi ykkur heilsast vel á
nýja árinu.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
Kúludalsá við Hvalfjörð.
Fílar í hundruðatali af öllum stærðum þrömmuðu þarna í langri röð, rólegir og yfirvegaðir á leið sinni milli beitarsvæða.
Á Hvanneyri við leiði Vilborgar Jónsdóttur.