Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 20216
Ekið of greitt á
nýju ári
VESTURLAND: Dagana
1. og 4. jan voru tveir öku-
menn teknir fyrir of hraðan
akstur á Vesturlandi. Ann-
ar á 125 kílómetra hraða í
Hvalfirði og hinn á 126 kíló-
metra hraða við Galtarholt í
Borgarfirði. Sektin fyrir slík
brot eru 120.000 krónur fyr-
ir hvorn ökumann. Nokk-
uð hefur verið rætt um að
hraðasektir renni til emb-
ættanna og jafnvel í árshá-
tíðarsjóð lögreglumanna.
Hið rétta er að sektir renna
óskiptar í ríkissjóð. -frg
Fólk í sóttkví
talið innbrots-
þjófar
BORGARBYGGÐ: Að-
fararnótt sunnudags barst
lögreglu tilkynning um yf-
irstandandi innbrot í sum-
arbústað í Borgarfirði. Um
væri að ræða tvo menn með
vasaljós sem komið hefðu á
sendibíl eða jeppa á staðinn.
Við nánari skoðun kom í ljós
að dóttir eigandans og fjöl-
skylda hennar var að koma
erlendis frá og hugðist dvelja
í sumarbústaðnum í sóttkví.
-frg
Týndur og
fundinn iPad
AKRANES: Aðfararnótt
sunnudags barst Neyðarlínu
tilkynning um að iPad hefði
týnst á Akranesi. Um nóttina
fannst iPadinn og var komið
í hendur lögreglu. Eigandinn
fékk því iPadinn sinn dag-
inn eftir. Það getur því borg-
að sig stundum að hringja í
lögguna. -frg
Með gyllta
hafnarbolta-
kylfu
AKRANES: Aðfararnótt
sunnudags sáu lögreglu-
menn á eftirlitsferð til fjög-
urra ungmenna og hélt
eitt þeirra, ungur drengur,
á gylltri hafnarboltakylfu.
Þegar hann varð var við lög-
reglunna reyndi hann að fela
kylfuna innanklæða. Hann
sagðist ekki ætla að lemja
neinn heldur vildi bara halda
á kylfunni. Haft var samband
við foreldra og ungmennun-
um jafnframt veitt tiltal og
bent á að það væri með öllu
óásættanlegt að ganga um að
næturlagi vopnaður kylfu.
-frg
Brotist inn
í bát í Rifi
RIF: Að morgni mánudags
barst Neyðarlínu tilkynning
um að brotist hefði verið inn
í Saxhamar SH í höfninni á
Rifi og sjúkrakassa skipsins
stolið. Málið er í rannsókn
og er verið að skoða upp-
tökur úr myndavélum við
höfnina. Enginn hefur verið
handtekinn vegna málsins.
-frg
Hávaði á
gamlárskvöld
AKRANES: Lögreglunni
bárust alls tvær kvartanir ná-
granna vegna hávaða á gaml-
árskvöld á Akranesi. Bæði út-
köllin áttu sér stað um þrjú-
leytið um nóttina. -frg
Endastakst við
Syðra Skógarnes
SNÆFELLSNES: Í hádeg-
inu á nýársdag barst Neyð-
arlínu tilkynning um bílveltu
á Snæfellsnesvegi. Þar hafði
ökumaður ætlað að taka fram-
úr en hætt við þegar bíll kom
á móti. Við þetta missti öku-
maður stjórn á bílnum sem fór
útaf. Að sögn vitna að óhapp-
inu endastakkst bíllinn a.m.k.
tvisvar. Ökumaður sem var
kominn út úr bílnum er lög-
reglu og sjúkrabíl bar að garði
slasaðist lítillega og var fluttur
á sjúkrahúsið í Stykkishólmi.
-frg
Ósprungin
tívolíbomba
AKRANES: Um miðjan dag
á nýársdag barst Neyðarlínu
tilkynning um að ósprung-
in tívolíbomba hefði fundist
á lóð Grundaskóla á Akranesi.
Bomban var tekin og fjarlægð
og sá Björgunarfélag Akraness
um að eyða henni. -frg
Yfirgefin brenna
við Hítará
VESTURLAND: Um miðj-
an dag á nýársdag var lögreglu
tilkynnt um yfirgefna og eftir-
litslausa brennu um 100 metra
frá Hítará. Logaði enn glatt í
brennunni og náðu logarnir
í um 2ja metra hæð. Ekki var
talið að hætta stafaði af brenn-
unni og henni því leyft að
brenna út. -frg
Á sunnudagskvöld kom leki að
Deildartunguæð en lögnin flytur
eins og kunnugt er heitt vatn frá
Deildartungu til Borgarness, Akra-
ness og nærsveita. Talið er að bil-
unin tengist rafmagnstruflunum
sem urðu í dreifikerfi Rarik á Vest-
urlandi og hófust um kl. 22:00 á
sunnudagskvöldið, en þær höfðu
þau áhrif að allar dælustöðvar hita-
veitunnar á Vesturlandi stöðvuð-
ust.
Bilunin í lögninni varð um 100
metra austan við svokallað gil í
Flókadalsá og rann heitt vatn frá
henni og í ána. Þegar lekinn upp-
götvaðist var brugðist hratt við,
skrúfað fyrir rennslið frá Deildar-
tungu og viðgerð hafin. Gekk hún
vel og var lögnin komin í fullan
rekstur um klukkan 03:00 um nótt-
ina. Fram kemur í tilkynningu frá
Veitum að eftirlitsaðilar og land-
eigendur hafi verið upplýstir um
málið.
mm
Björgunarsveitarfólk í Brák í Borg-
arnesi fór akandi um heimabyggð í
upphafi nýs árs og tíndu saman rusl
sem fylgir flugeldum og tertum sem
sprengdar voru upp í bænum þegar
nýtt ár gekk í garð. Meðfylgjandi
mynd birti sveitin á Facebook síðu
sinni en þar má sjá að nokkuð mik-
ið rusl safnaðist á kerruna og sýnir
það hversu mikilvægt það er að taka
saman ruslið eftir svona fögnuð.
arg
Á sunnudagskvöld varð rafmagns-
laust á stórum hluta Vesturlands,
m.a. Borgarfirði, Snæfellsnesi og
Akranesi, auk hluta Húnavatns-
sýslna. Misjafnt var hversu lengi
íbúar voru án rafmagns, en það var
allt frá nokkrum mínútum á Akra-
nesi og í Hvalfjarðarsveit til nokk-
urra klukkutíma. Bilunin var rakin
til skálakeðju í tengivirki á Vatns-
hömrum í Andakíl, en hún er hluti
af Hrútatungulínu-1. Viðgerð lauk
á öðrum tímanum aðfararnótt
mánudags.
Rafmagnsleysinu fylgdi m.a.
röskun á FM-útsendingum útvarps
auk þess sem netsamband rofnaði.
Dæmi eru um að varaaflstöðvar
fjarskiptasenda hafi tæmst, meðal
annars á Strútnum ofan við Kal-
manstungu.
mm
Víðtæk rafmagnsbilun
Unnið við að tína saman ruslið.
Ljósm. Björgunarsveitn Brák.
Tóku upp áramótaruslið
Leki kom að Deildartunguæð
Deildartunguhver séður úr lofti. Ljósm. Veitur.