Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 23
Skessuhorn óskar lesendum sínum gleðilegs árs.
Takk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.
Gleðilegt nýtt ár!
Ljósm. tekin í Reykhólasveit á gamlárskvöld 2019/ Kristján Gauti Karlsson
Kristín Ósk Halldórsdóttir kjóla-
klæðskeri opnaði nýja verslun og
vinnustofu KrÓsk við Kirkjubraut
54 á Akranesi 20. desember síðast-
liðinn. „Þetta hafðist rétt fyrir jól,“
segir Kristín Ósk þegar blaðamað-
ur leit inn í verslunina í gær. „Ég
fékk rosalega góðar viðtökur og það
var mjög mikið að gera eftir opn-
unina,“ bætir hún við. Kristín Ósk
hannar og saumar glæsilegan kven-
fatnað aðallega úr náttúrulegum
efnum þar sem hún leggur áherslu
á falleg og klæðileg snið fyrir allar
konur. Hún hannar sjálf og teiknar
mynstrin og lætur prjóna þau fyr-
ir sig auk þess sem flestir kjólarn-
ir eru handlitaðir þannig að engir
tveir eru nákvæmlega eins.
Kristín Ósk útskrifaðist sem kjóla-
klæðskeri árið 2012 og í framhaldi
af því fór hún að hanna vörulínu
undir merkinu KrÓsk. En var allt-
af draumurinn að hanna og sauma
föt? „Einn af þeim allavega,“ svar-
ar hún og hlær. „Það var allavega
alltaf draumurinn að vinna við
að skapa eitthvað,“ bætir hún við.
Kristín Ósk segist mjög ánægð með
nýju vinnustofuna og verslunina og
leggst staðsetningin sérstaklega vel
í hana. „Þetta er skemmtileg stað-
setning.“
Verslunin verður opin þriðju-
daga til föstudaga frá kl. 14-17 og
laugardaga frá kl. 12-14. Einnig er
hægt að skoða vöruúrvalið og panta
fatnað í gegnum vefverslunina
krosk.com. „Það hefur verið mik-
ið að gera í vefversluninni og það
marfaldaðist á síðasta ári, nú kunna
nefnilega allir að panta á netinu,“
segir Kristín Ósk og brosir.
arg/ Ljósm. gbh
Ný verslun og vinnustofa KrÓsk opnuð á Akranesi
Kristín Ósk með dóttur sinni, Kareni Rut, í nýju versluninni.
Kristín Ósk í nýju versluninni sinni við Kirkjubraut 54 á Akranesi.
Fjölskylda Kristínar Óskar í nýju versluninni. F.v. Ármann Ingi Finnbogason,
Jón Þór Finnbogason, Kristín Ósk Halldórsdóttir, Karen Rut Finnbogadóttir og
Finnbogi Jónsson.